Sameiningin - 01.08.1916, Qupperneq 15
175
árum saman í þrjár mínútur, og hvað verður hann þá ann-
að, eða meira? Erum vér ekki andar, sem birtumst í lík-
ams-lögun eins og sýn, og hverfum svo aftur út í loftið og
ósýnileikann ? petta er alls ekki líkingarmál. petta er
sannleikur einfaldur og vísindalegur. Vér komum
fram úr óskapnaðinum, tökum á oss lögun, og svipin;
umhverfis oss, jafnt sem hreina og beina afturgöngu, er
eilífðin á allar hliðar; og hjá eilífðinni verða mínútur jafn-
ar árum og aldaröðum.—Hvar er nú Alexander frá Make-
doníu? Eru herskararnir stálklæddu, sem æptu grimmi-
legt heróp við Issus eða Arbelu, enn að baki honum; eða
eru þeir horfnir gersamlega eins og vofur, sem hrökkva
einhverri stygð? Og Napóleon, með sína herför til Aust-
erlitz og undanhald frá Moskva Var það alt saman nokk-
uð annað en sann-nefnd draugareið, sem breytti nætur-
kyrðinni í hávært og hræðilegt uppnám og varð svo að
engu aftur? — Svipir! Hartnær þúsund miljónir ganga
um jörðina ljósum logum á hádegi; hálft hundrað eru
horfnir og hálft hundrað komnir aftur, meðan úrið þitt
dikkar einu sinni; eins og guð-borinn anda-her komum vér
fram úr tóminu, skundum eins og í stormviðri yfir forviða
jörðina og hverfum aftur inn í tómið—en hvaðan og hvert?
Vit vort veit það ekki, trúin veit það ekki—að eins, að það
er frá leyndardómi til leyndardóms, frá Guði til Guðs.
G. G.
Sameining kirkjudeildanna.
Saga kirkjunnar í Vesturheimi hin síðari ár auðkenn-
ist um fram alt af tilraunum til sameiningar. Verður það
á sínum tíma merkilegur þáttur í kirkjusögunni, þó enn sé
ekki unt að gizka á, hverjar afleiðingarnar verða.
pað er með þá sameiningu eins og alla sameiningu
aðra, hún er góð og nytsamleg þar sem hún er eðlileg og
það eitt sameinast, er saman á; en hún er vond og tortým-
andi þar sem það er bundið saman, sem eftir eðli sínu er
ósamkynja og gagnstríðandi.
í New York er miðstöð sambands þess, er nefnist
"The Federal Council of the Churches of Christ in Ame-
ríca.” Eiga þar nærri allar kristnar kirkjudeildir fulltrúa,
og er markmið bandalagsins, að efla samvinnu og auka
samhug kirknanna.
f Canada hafa Presbýterar og Meþódistar ákveðið að
sameinast í eina deild. Engin grundvallar-atriði aðgreindu
lengur þær tvær deildir reformeruðu kirkjunnar. Var því
ekkert verulegt því til fyrirstöðu, að sameining yrði, og