Sameiningin - 01.08.1916, Page 16
176
stóðu þó all-margir á móti sameiningunni og urðu óánægð-
ir, þegar búið var, og ætla sér að halda þing út af yrir sig
í haust. Vel er þó spáð fyrir framtíð þessarar sameinuðu
kirkju.
Innan lútersku kirkjunnar er sterk hreyfing í samein-
ingar-áttina. Lúterska kirkjan hér í landi skiftist nú að-
allega eftir þjóðernum og staðarháttum. Trúarlegur á-
greiningur á sér ekki lengur stað, nema við Missouri sýn-
óduna þýzku, sem enn þykir þröngsýn og stirð til sam-
vinnu. Stór-deildir (General bodies) lútersku kirkjunnar
starfa saman og hafa sömu helgisiði (nema “General Con-
ference”, þar sem Missouri sýnódan er aðal-félagið). Nú
er og sameiginlegt málgagn fengið fyrir allar deildir lút-
ersku kirkjunnar, þar sem er “The Lutheran Survey” í
Columbia, S. C.
Mest tíðindi hafa orðið hjá Norðmönnum á síðustu
missirum. Svo sem kunnugt er, hefir norska kirkjan lút-
erska vestan hafs löngum átt í innbyrðis stríði og klofnað
hvað eftir annað. En nú er þar friður og öll félögin eru
að sameinast. prjú hafa síðast verið aðal kirkjufélögin
norsku: Sameinaða kirkjan (samsteypa frá 1890
kirkjufélaganna eldri þriggja: Konferenzunnar, Ágústana-
Sýnódunnar norsku og Antí-Missouri manna), N o r s k a
S ý n ó d a n (stofnuð 1853) ogHauge Sýnódan (stofn-
uð 1850). Sameinaða kirkjan er stærst, og má hana telja
löglegan erfingja móður-kirkjunnar norsku. pau efni, sem
hún er smíðuð úr, voru félög þeirra, sem héldu fast við
kirkjulega arfleifð sína frá Noregi og bygðu á sama grund-
velli, sem kirkjan á ættjörðinni stóð á, þegar flestir Norð-
menn fluttust vestur um haf, en varðveitt hefir hún sig frá
síðari áhrifum frá háskóla-guðfræðinni í Noregi. Skyld-
leiki mikill er með Sameinuðu kirkjunni norsku og kirkju-
félagi voru hinu íslenzka. Bæði félögin hafa haldið föst-
um þeim trúarsannindum, sem innflytjendurnir komu með
frá ættjörðum sínum, og hafa hvorki látið þokast fyrir
annarlegum áhrifum frá kirkjulífinu hérlenda (nema að
því leyti sem þau hafa tekið sér til fyrirmyndar starfsað-
ferðir og félagslegt fyrirkomulag annara kirkju-deilda),
né borist með þeim nýju guðfræða-straumum, sem mörg-
um hinum gömlu trúarsannindum hafa velt um koll á sum-
um svæðum þjóðkirknanna heima fyrir, síðan flutt var
vestur. '
Norska Sýnódan komst snemma á band með Missouri-
Sýnódunni þýzku. Varð hún fyrir sterkum áhrifum aftur-
haldsins, sem Missouri-Sýnóduna hefir auðkent. Var sam-
band það sem traustast um það leyti sem fslendingar komu
vestur og kyntust Norsku Sýnódunni. Leitaði sem kunn-