Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1916, Page 20

Sameiningin - 01.08.1916, Page 20
180 hana í fornum stíl, og væri henni með því bætt upp á minn- ingarári siðbótarinnar, hvað hart hún hafi verið leikin bæði fyr og síðar. — pá kom og það mál á dagskrá frá héraðs- fundi Borgfirðinga, að reísa Haligrími Péturssyni minning- ar-kirkju fyrir almenn samskot í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd. — Erindi flutti séra Bjarni Jónsson um “Kirkju- legar framkvæmdir í Khöfn á síðari árum”, og séra Matith- ías Jochumsson annað um “Áhrif ófriðarins, einnig á kirkju og kristnilíf vort.” Einn þeirra presta, sem ekki vildu sitja Synódus, gerir grein fyrir aðstöðu sinni í “Lögréttu” 5. Júlí, og hljóða orð hans á þessa leið: “Hvers vegna eg sat ekki Synodusf Það hafa ýmsir málsmetandi menn, sem eg hefi hitt hér, lagt þá spurningu fyrir mig, hvers vegna eg væri ekki á Synodus ásamt hinum fáu prestum, sem hér eru staddir. Spurningu þessari hefi eg öllum svarað á sama hátt. En til þess að koma í veg fyrir að eg verði oftar spurður þessarar spurningar og leysa mig frá því að þurfa að endurtaka svör mín, skal eg hér með láta þau uppi í eitt skifti fyrir öll. ÞaS var fullkomin tilætlun mín, þegar eg fór að heiman, að vera nú á Synodus. Bjóst eg einmitt við því, að Synodus myndi verða sérstaklega fjölmenn og fjörug í þetta sinn og láta til sín taka, jafn- margar og miklar ástæður sem virtust til þess liggja. A3 vísu hafði biskup aS eins boSaS til Synodusfundar 2. Júlí án þess aS bent væri í fundarboSinu á, aS nokkur sérstök mál yrSu þar til umræSu önnur en hin vanalegu: úthlutun fjár og þesskonar. En eg gerSi hinsvegar ráS fyrir því, aS þótt ekkert stæSi í sjálfu fund- arboSinu um slíkt, þá myndi þaS verSa á einhvern hátt birt nokkru fyrir fundinn. En þegar sú von mín brást og eg jafnframt sá, aS margir af prestum þeim, sem komnir voru til bæjarins—og þaS ýmsir hinna bezt metnu—fóru burt úr bænum rétt fyrir fundinn, þá féll mér allur ketill í eld. Þóttist eg þá sjá, aS Synodus, meS hinum fáu prestum—rúmri tylft—sem þá voru eftir, myndi ekki láta nú, frekar en endrarnær, aS sér kveSa, heldur ganga aS meira eSa minna leyti fram hjá þeim kirkju- og kristindómsmálum, er bæSi eg og aSrir bjuggust fastlega viS aS hún tæki nú til rækilegrar yfirvegun- ar og reyndi til aS koma einhverju v'iSunanlegu skipulagi á, þar á meSal ráSa bót á þeim óhæfa glundroSa, sem nú ríkir í kenningum innan kirkju vorrar. Og þar sem horfurnar voru slíkar orSnar, þótti mér sá kost- urinn skárri af tveimur illum, aS mæta alls ekki, heldur en aS taka þátt í þeirri prestastefnu, er eg taldi víst aS verSa myndi af téSum á- stæSum kirkju vorri eSa klerkum yfirleitt frekar til vanvirSu en sóma. p. t. Reykjavík, 3. Júlí 1916. Eggert Pálsson.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.