Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1916, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.08.1916, Blaðsíða 25
185 skyldi nú bókstaflega rætast í framtíðinni, aö þeir eignuöust aftur land feöra sinna, sem varla þarf aö efast um, þvi fyrirheit Drottins rætast áreiöanlega Og sagan um Gyöinginn gangandi er einnig sönn í þeim skilningi, aö hver sem hrindir frá sér Drotni sínum og frels- ara, og úthýsir Jesú heilaga anda úr hjarta sínu, hann fær aldrei sannan sálarfrið og finnur aldrei anda sínum hvíld Mér er þaö alveg óskiljanlegt, af hvaöa ástæöum haröhjartaöir og miskunnarlausir menn geta vonast eftir að Guö muni miskunna þeim. Eitt vers eftir Matth. Jochumsson, sem mér hefir ætíð þótt sér- lega áhrifamikið, vildi eg mega koma hér með: “Fyrst kallar Guð, og bregðist þú því boði, þá biður Guð, og þó að hvorugt stoði, þá þrýstir Guð, og það er síðsta orðið, ef því er neitað, hræðstu sálarmorðið !” Það er talin stórsynd, að myrða mann að líkamanum til, og það með réttu. En er það þá ekki þúsund sinnum stærri synd, að myrða manns sál, hvort heldur sína eigin eða annara? Sá sem dýrkar Mammon, dýrkar djöfulinn. Það er alvarleg við- vörun frá Drotni til vor mannanna, þetta: “Að hverju gagni kæmi það manninum, þótt hann eignaðist allan heiminn, ef hann liði tjón á sálu sinni?” Jesús segir í Markúsar guðspjalli ('10, 24-25J : “Börn mín, hversu torvelt er þeim, sem setja traust sitt á auðinn, að inn- ganga í Guðs ríki. Auðveldara er úlfaldanum að ganga i gegn um nálaraugað, en ríkum manni að komast í himnaríki.” Eg hefi stund- um orðið var v'ið útúrsnúninga og hártoganir á þessum orðum frels- arans, og hafa þær athugasemdir auðvitað fallið ágirndinni og gull- dýrkuninni í vil. Sumir hafa til dæmis haldið þvi fram, að eitt hlið Jerúsalemsborgar hafi heitið “Nálaraugað” í þá daga. En útskýr- ingin kemur skýr og ljós í sama kapítula (27. v.J, þvi þar segir Jes- ús: “Fyrir manna sjónum er það ómögulegt, en ekki fyrir Guði, þvi Guði er ekkert um megn.” Ýmsir góðir prédikarar á fyrri og síðari tímum hafa sagt, að eigingirnin eða ágirndin sé rót alls ills, og Guðs orð segir það tvímælalaust. Ætli þeir sé tiltölulega margir, sem at- huga það nú á dögum ? Skýr og skorinorð hugvekja, þetta, og um þau efni, sem enginn maður má láta sér í léttu rúmi liggja. Satt er það um ágirndina, að fáir gjalda svo varhuga við henni, sem skyldi. Það er eins og hún gjöri hvern þann mann stein-blindan, sem þjónar henni, svo að hann v'iti alls ekki af þeim lesti i fari sínu. Eg hefi heyrt það haft eftir merkum presti kaþólskum, að fyrir sér hefði Verið skriftað urn flest- ar syndir, sem mannleg tunga gæti nefnt, og þær margar svo and- styggilegar, að það færi hryllingur urn sig, þegar hann hugsaði til þeirra; en um ágirndina, þennan algenga löst, hefði aldrei nokkur maður skriftað fyrir sér fyr né síðar. Sagan um Gyðinginn gangandi á að öllum líkindum uppruna sinn í ímyndunarafli kristins almúgafólks Hugvekjuefni mikilvægt felst

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.