Sameiningin - 01.08.1916, Síða 26
186
í þeirri sögu, svo sem bréfritarinn bendir á. En það dylst víst eng-
um, að frelsaranum er ekki rétt lýst í sögunni. í allri píslarsögunni
heyrum vér ekki eitt stygöaryröi af vörum hans, hvaS þá svo óskap-
legan álaga-dóm sem þann, er sagan segir frá.
KIRKJULEGAR FRÉTTIR.
Deild þessa annast séra Kristinn K. ólafsson.
Þann 1. September næstk. fer fram atkvæðagreiðsla í Yukon-
héraðinu í Canada um það, hvort þar eigi framvegis að vera vín-
bann.
------o-------
Samkvæmt skýrslum Sameinuðu kirkjunnar norsku v'oru, árið
sem leið, fluttar 37,500 messur á norsku í söfnuðum þess kirkjufé-
lags og um 10,500 á ensku. Hafði tala enskra messa aukist á árinu
um 2,000.
-------o-------
Hauge-sýnódan norska samþykti á þingi sínu í sumar, með
þrem-fjórðu atkvæða, að sameina sig Norsku sýnódunni og Sam-
einuðu kirkjunni, eins og verið hefir í ráðum til fleiri ára. Eru þá
öll kirkjufélögin þrjú búin að samþykkja sameininguna, og heldur
hið nýja kirkjufélag, er þannig myndast, fyrsta þing sitt í Október-
mánuði næsta ár í Minneapolis.
------o-------
Að Presbýtera kirkjunni hafi verið full alvara með samþykt
þá, er tilfærð var í þessum fréttum í síðasta blaði, virðist það benda,
að prestsefni eitt, sem sókti um vígslu í deild kirkjunnar í Washing-
tonríki, og reyndist að vera í ósamræmi við grundvallaratriði trúar-
innar, var gert að skyldu, að leggja á sig frekara nám hvað snerti
sannsöguleik biblíunnar og meyjarfæðinguna. Var umsókn prests-
efnisins með þeim ummælum látin bíða næsta þings í þessari deild
kirkjunnar.
------o-------
Outlook College í Saskatchewan, norsk-lúterskur skóli, stofnaður
af meðlimum Sameinuðu kirkjunnar norsku, hélt hátíð frá 7. til 10.
Júlí í sambandi við það, að þá var vígt nýtt heimili fyrir skólann.
Er nýja byggingin hin vandaðasta, og kostaði um $28,000. Skóla-
stæðið fcampusj er 40 ekrur að stærð. Hefir bærinn Outlook lagt
$7,700 til skólans.
:Frá því er skýrt í Christian Herald, að í bréfi frá formanni
holdsveikra nýlendunnar Bethesda í Dutch Guiana í Suður Ameríku,
sé þess getið, að tvær stúlkur séu þar nýlega al-læknaðar af holds-
veiki. Hafði önnur þeirra verið þar í fjögur ár, hin sjö.