Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1916, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.11.1916, Blaðsíða 4
260 árstíð byr.juð, og* lífið á komanda vetri falið góðmn Gnði í Jesó nafni. Sagt var. að það, sem manni kæmi fyrst í Img við missiraskiftin, væri breytileiki allra hlnta, en nú má ] íka segja, að það, sem efst verði í bnga, sé óbreytileiki og staðfesta náttórunnar og lífsins. Þó fari ein árstíð og komi önnur, þó ekkert staðnæmist né tef ji, þá auglýs- ist það í sjálfum breytingunum, live óbreytilegt er það guðlega náðarlögmál, sem öllu stjórnar. Merki sáttmál- ans, friðarbogi föðursins á bimnum, hverfur aldrei. “Meðan jörðin stendur, skal ekki linna sáning* og upp- skera, frost og hiti, sumar og vetur, dagur og nótt. ”— Undursamlegt samræmi er í öllum hlutum og lögmál til- verunnar órjúfanlegt: “Endaslept er ekkert hér, alvalds rekjum sporið, morgnn ei að aftni ber og ei að hausti vorið. ” Já, “alvalds sporið” leynir sér ekki. Enginn getur því eilífa samræmi valdið annar en hinn alvitri andi, eng- inn annar en alvitur Gnð gat raðað niður rás og viðburð- um og skapað og hreyft þessa alheims voldugu vél, sem aldrei breytist, hve miklum breytingum, sem lnm sjálf veldur. Yoldugur Guð og alvitur stjórnari birtist sér- hverjum sjáandi manni, er nemur staðar á missira- sldftum og hugsar,—og trúir og biður. Eilífi, óbreytanlegi faðir, sem öllu stjórnar svo dá- samlega og skapað hefir og tilbúið liið eilífa samrami allra hluta og tengt tíðirnar saman með vizku og gæzku, vér undrumst þig og tilbiðjum og felum þér líf vort og allan liag vorn um tírna og eilífð. Þó ekki köllum vér nema tvö missiri ársins, teljum vér þó árstíðirnar fjórar. Vér getum látið þær liða mi snöggvast eins og hreyfimyndir fyrir augu vor. Vorið er fyrst, árstíð æskunnar og sólarinnar. Þá er eins og náttúran öll titri af ást og blíðu. Sunnanvind-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.