Sameiningin - 01.11.1916, Qupperneq 30
286
í æsku, eru sögð, og eru þau mjög lærdómsrík. Svo sýnir líf hans
líka Ijóst mátt kristindómsins til aö veita viöreisn jafnvel þeim, sem
dýpst eru fallnir. Þessháttar rök fyrir gildi kristindómsins er
erfitt að hrekja.
í þriöja sinn í sögunni skipar nú kaþólskur maöur borgarstjóra-
sessinn í Lundúnaborg á Englandi.
í New York borg hefir það tíökast, að kirkjurnar hefðu bæna-
fundi sína vikulega, en þó ekki allar sama daginn. Nú er hreyfing
í þá átt, að hafa alla bænafundi sama dag vikunnar, svo frekar
verði hægt að haga því svo, að aðrir mannfundir verði ekki til að
spilla fyrir.
FYRIR UNGA FÓLKIÐ.
Deild þessa annast séra Friðrik Hallgrímsson.
Hún kom með einn—
Venjulega lá vel á Lovísu litlu, þegar hún var á heimleið úr
sunnudagsskólanum; en þennia sunnud'ag var hún mjög döpur. Að
viku liðinni stóð til hátíðarhald í skólanum, og forstöðumaðurinn
hafði verið að tala um það, v’ið börnin, hve skemtilegt það væri, ef
hvert einstakt barn gæti þá komið nieð einn nýjan nemanda í
skólann.
“Munið nú eftir kjörorðinu okkar, börnin góð: “Hver um sig
kemur með enn!” sagði forstöðumaðurinn. “Allir, sem vilja reyna
að koma með einn nýjan nemanda, standi á fætur og hafi yfir kjör-
orðið með mér.”
“Hver um sig kemur með einn!” hrópuðu börnin, og spruttu á
fætur.
Lovísa litla sat kyr í sæti sínu og þagði. Börnin, sem næst
henni sátu, héldu að það kæmi til af því, að hún var hölt og gekk
við hækjur. En það var ekki ástæðan; eins og hún, sem lagði það
á sig að ganga hálfa mílu til þess að komast í sunnudagsskólann,
hefði ekki getað staðið þá stuttu stund með hinum börnunum. Það
var annað, sem aftraði henni.
“Hvern ætli eg geti náð í?” sagði hún við sjálfa sig á leiðinni
heim. “Það er ekkert barn til nálægt okkur, nema vondi drengurinn
hans Perkins, og honum dytti aldrei í hug að koma.”
Foreldrar hennar áttu heima í litlu og fátæklegu húsi fyrir utan
bæinn rétt hjá kýrhaganium; og einu nágrannar þeirra v’oru Perkins-