Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1916, Side 28

Sameiningin - 01.11.1916, Side 28
284 án hvers líka ekkert verk hennar getur haft minsta gildi; og þessi kærleiki, ef hanni á aö vera nokkurs veröur, hlýtur að vera grund- v'allaður í tilfinningunni af því, að mannsins er ekkert, en Guðs alt, og hams stærsta velgjörnigi: edurlausninni. Þetta er nú mismunur trúar og vantrúar, og einkenni vantrúarinnar er misþóknun á Guðs orði, sem mannium er gefið til sáluhjálpar, og það stærilæti, að miklast af sinni holdlegu skynsemi, er eg svo kalla.” Harla ólíkt er þetta hreina og ótvíræða trúartraust, sem í þessu erindi felst, hinum óákveðna, tvíræða og þokulega trúarlærdómi ný- guðfræðingannla eða Únítaranna, sem lítill munur virðist vera á. Eg fæ ekki betur séð, en að nýguðfræðingar neiti yfirleitt bæði beinlínis og óbeinlínis guðdómi Jesú Krists, Drottins vors og frels- ara. Er það ekki i fullu samræmi við Únítara? Kaflann úr “Tilraun” Jóns Eispólíns þurfti að stytta ofurlítið, til þess að koma honum fyrir hér. Erindi það er vel hugsað og sann- kristilegt, sem vænta mátti, og í alla staði þess vert, að við því sé tekið, þótt ekki sé íslenzkan við hæfi hreinmálsmanna — enda er hugsunin ein frá Jóni, en ekki málið; því að ritið samdi hann á dönsku, en sonur hans íslenzkaði. Um aðgreining Únítara og nýguð- fræðinga er eg jafn-ófröður og bréfritarinn—og svo eru fleiri. Skoðanamunurinn er helzt sá, finst mér, hvor flokkurinn hafi fvr uppgötvað kenningar beggja og eigi fundarlaunin. KIRKJULEGAR FRÉTTIR. Deild þcssa annast séra Kristinn K. ólafsson. í sambandi við feraldarminningu siðbótarinnar næsta ár, er v'érið að safna í ýmsa júbílsjóði innan vébanda lútersku kirkjunnar í Ameríku, og verður upphæðin samtals um 10 miljónir dollars, ef því takmarki verður náð, sem menn hafa sett sér. Alt útlit er fyrir, að vel gangi. -------o------ Þann 21. Okt. síðastl. voru liðin 50 ár síðan. dr. H'. E. Jacobs, formaður prestaskólans lúterska í Philadelphia, gerðist kennimaður í lútersku kirkjunn.i. Þjónaði hann fyrst smásöfnuði í Pennsyl- vania, en gerðist fljótt kennari og var það ávalt síðan. 1 32 ár er hann búinn að vera kennari við prestaskólann í Philadelphia. Þann 23. Okt. var við skólann hátíðlega minst 50 ára prestskapar afmælis hans.—Mun marga furða, er sáu dr. Jacobs er hanra heimsótti oss á kirkjuþingi fyrir 6 árum, að svo ern og ungur maður í anda skuli vera búinn að vera 50 ár prestur. -------o------

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.