Sameiningin - 01.11.1916, Blaðsíða 16
272
sögusögn” eða “erfikenning” (traditio). Um þessa erfi-
kenning var sagt, að hún hefði geymst í kirkjunni frá dög-
um Krists og postulanna. Að vísu var sumt í erfikenning-
unni rétt og satt, svo sem það, að ungböm eigi að skíra, og
að sunnudagana eigi að halda helga í stað laugardaganna,
sem Gyðingar héldu helga; en flest af því, sem kallað var
erfikenning, var eigi annað en mannasetningar, og voru til
orðnar löngu eftir postulanna daga, og margt af því mót-
hverft orðum og anda heilagrar ritningar eða jafnvel alveg
ókristilegt. En jafnframt þessu, að heilög ritning væri
eigi nægileg leiðbeining á vegi sáluhjálparinnar, var kent,
að hún væri of myrk og þungskilin fyrir almenning, og öll-
um þess vegna bannað að skilja nokkuð í henni öðruvísi en
kirkjan vildi, eða kirkjufeðurnir og páfinn höfðu skilið það.
Að lyktum hafði af sömu ástæðu verið ákveðið, að engir
aðrir en klerkar og munkar mættu lesa ritninguna. Af þessu
leiddi, að fyrir Lúters daga áttu mjög fáar þjóðir ritning-
una á móðurmáli sínu, og að hún var, að heita mátti, falin
fyrir öllum almenningi. Guðs orð í heilagri ritningu var
þannig eigi að eins í niðurlægingu, heldur og í nokkurskon-
ar útlegð; en erfikenningin var í hávegum höfð og í flestu
látin ráða.
2. Dauðir menn og dauðir hlutir voru dýrkaðir. Hinn
sanni þríeini Guð var eigi einn saman tignaður og tilbeðinn,
heldur voru þar að auki ákallaðir og dýrkaðir eigi að eins
englar, helur einnig og einkanlega ýmsir dauðir menn, er
kallaðir voru “helgir menn” eða “dýrðlingar”. í fornkirkj-
unni höfðu hinir kristnu verið vanir að minnast píslarvott-
anna og annara framliðinna guðsmanna á dauðadögum
þeirra, til að styrkjast af dæmi þeirra í trúnni og guðræki-
legu líferni. pessi fagri kristilegi siður breyttist svo, þá
er fram liðu stundir, að úr honum varð hin ókristilega helgi-
mannadýrkun. pá er englar og helgir menn voru ákallaðir,
átti það eiginlega að vera til þess, að biðja þá um fyrirbænir
þeirra. En þessa var alment eigi gætt, heldur voru þeir
þráfaldlega líka beðnir um þá hluti, sem er Guðs eins að
veita. Reyndar kendu kennifeður kirkjunnar, að Guð ein-
an ætti að t i 1 b i ð j a, en að engla og helga menn mætti að
eins á k a 11 a ; en þann greinarmun skildi almenningur eigi
eða gleymdi honum. pá er helgimannadýrkunin var byrj-
uð, fór hún brátt svo í vöxt, að hinnar eiginlegu guðsdýrk-
unar gætti lítið hjá henni. Helgir menn voru ákallaðir og
dýrkaðir við hvert tækifæri. Hvert land, hver borg fékk
sinn verndardýrbling, og hver einstakur maður valdi ein-
hvern helgan mann sér til hjálpar og verndar í lífi og dauða.
Einkum var María mey tignuð og ákölluð sem helzt og mest
allra helgra manna. Hún var kölluð “guðsmóðirin, himna-