Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1916, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.11.1916, Blaðsíða 15
271 ræður Lúter mönnum til aS leggja ætíð út af einhverjum ræðutexta. En sérhvcr texti, þótt ekki sé nema ein grein úr ritningunni, hefir samt sem áður margvíslegt efni 1 sér fólgið, og getur vísað í margar áttir. Kennimaðurinn þarf því að ná föstum tökum á aðalefninu og halda sér við það, þótt hann geti fært sér aukaatriðin í nyt á ýmsan hátt. Hann getur ekki talað um alla skapaða hluti; þeir sem það reyna, lúka aldrei við efnið. Lúter líkir þeim, á sinn ein- kennilega hátt, við vinnukonu á leið til markaðar, sem eyði tímanum í mas við einn og annan, sem hún mætir, og kemst svo ekki leiðar sinnar fyr en í ótíma. Ræðumaður- inn á að leggja áherzlu á aðalefnið, svo að fólkið geti sagt, út af hverju hann lagði. Um framsetning krefst Lúter þess lengstra orða, að hún sé blátt áfram og auðskilin. Alt, sem lýtur að niður- röðun efnis og framsetning, þekkist á sama ávextinum: Hafa menn skilið það? Geta þeir tekið það burt með sér og haft þess not? Vér eigum að kalla hið hvíta hvítt og hið svarta svart, og tala á þann hátt, að allir skilji. Börn og þjónustufólk og gamalmenni koma til kirkju til þess að heyra eitthvað gott sálum sínum, og þá má kennimaðurinn ekki seilast eftir grískum orðum eða latínskum, eða spinna lopann í flækju; hann þarf að tala beint til fólksins á eigin máli þess. Hversu vel gætti Drottinn Kristur þess að tala blátt áfram, um vínviðinn og greinarnar, um hveitið og illgresið; og hversu ant var honum um að gjöra mál sitt auðskilið. Engar reglur eru mikilvægari, en þessar tvær, að boða hin miklu, sáluhjálplegu sannindi ritningarinnar, og að flytja þau skilmerkilega og blátt áfram. pað er mikil list, ao geta prédikað á þann hátt. G. G. Höfuðgallar kirkjulœrdémsins og kirkjulífsins fyrir Lúters daga. Cr “Lútors ininning” lectors Helga Hálí'dánarsonar. 1. Guðs orð var í niðurlægingu. Sú kenning var orðin algeng, að Guðs orð í heilagri ritningu hefði eigi það alt inni að halda, er nauðsynlegt væri að vita og trúa til sáluhjálpar, og væri þess vegna ekki hin eina algilda regla kristilegrar trúar og kristilegs lífernis. Kennilýðurinn taldi almenn- ingi trú um, að til væri annað guðdómlegt orð, önnur regla trúar og lífernis, jafngild Guðs orði í ritningunni, og að hverjum kristnum manni væri jafnskylt að trúa og hlýða henni sem því. petta, sem þannig var sett samhliða Guðs orði og að sumu leyti upp yfir það, var “hin kirkjulega

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.