Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1916, Síða 21

Sameiningin - 01.12.1916, Síða 21
307 Er ýmsa skortir björg og brauð. Ó, bj arga’ oss, Guð, frá illu! Af öllu ljósi skærast skín — Og skærra’ en jarðar sólin — pað ljós, er kveikti móðir mín Og mér svo gaf um jólin: Er kertaljós um kotið skein , Svo hvergi bar á skugga, pá lifðu trúarljósin hrein Og lítið var að ugga. Er skuggar lengjast, sígur sól Og sólhvörf stytta daginn, pá kveikja fögnuð kristin jól Með kertaljós um bæinn. En Drottinn gerði hvelin há Eitt haf af norðurljósum, Og sínum fingri foldu á Dró fjölda’ af allskyns rósum. Eg lífsins skugga lengjast finn Og langar heim—um jólin. Er æfidagur endar minn Og alveg hverfur sólin: Æ, andleg móðir, lífsins Ijós pá ljá þú drengnum þínum, Að syngi’ eg jóla- og sigur-hrós í sjálfum dauða mínum! Stjarnan* Jólasaga, eftir hr. Adam porgrímsson. Heiðin var löng og erfið.Hríðin var dimm og stormur- inn hvass og bitur. Snjónum kingdi niður og færðin var orðin illkleyf. Sigurður í Mói var staddur á miðri heiðinni. Hann hafði farið af stað snemma um morguninn og ætlaði yfir að Grund, sem var bær hinum megin heiðarinnar; þar bjó systir hans. petta var aðfangadagur jóla, og ætlaði hann að dvelja hjá systur sinni um jólin. Hríðin brast á, þegar hann var kominn skamt upp á heiðina. pá ætlaði hann að snúa við aftur sömu leið ofan af heiðinni, en nú hafði

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.