Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1916, Qupperneq 16

Sameiningin - 01.12.1916, Qupperneq 16
302 innar. Menn dvöldu í myrkrinu, frömdu glæpi gegn boðum Guðs, en stundu og grétu yfir afleiðingum glæpanna. Og Guð sá það og heyrði. púsundir þúsunda barnanna hans, brotleg og ófarsæl,—í myrkri. Væri Guð f a ð i r, ef hann hefði ekki sent heiminum ljós? Væri unt að tala um góð- an Guð, ef “ljómi Guðs dýrðar og ímynd veru hans” hefði aldrei í heiminn komið? pað roðar í lofti. Bjarma slær á austurloftið, bjarma Guðs eilífu náðar. Litbrigði ýms verða, er ljóma slær á hin svörtu ský. Litböndin eigi öll jafnfögur, en öll bera þau vitni um komanda ljós. það eru spádómarnir um ljósið, sem koma skal. pað er hinn gamli sáttmáli Guðs. pað er ekki Esajas, Jeremías eða hinir aðrir spámenn Guðs. peir voru menn, sem vér. En bjarminn sést, er sólin Guðs upplýsir sálir þeirra, eins og sólin um dagrenningu Ivsir skýin í austri. peir lýstu, af því ljósið skein á þá, þó eng- inn maður gæti sagt til fulls, á hvem hátt það skein. eða hvernig það upplýsti sálir þeirra. En er dagsliósið þeim minna virði, sem ekki kann eðlisfræði, kann ekki að gera grein fyrir bylgjum ljóssins? piggur ekki “hinn óupp- lýsti” sólarljósið eins og “hinn lærði?” Sólarljósið blessar hver maður vegna áhrifa þess. Hví færum vér oss ekki jafn-fúslega í nyt komu ljóssins í andlega heiminum? Og hví þykir oss mönnunum eigi ætíð eins miklu varða að Guð boðar oss “ljósið” í spádómum gamla testamentisins, eins og oss þykir vænt um, er hin upprennandi sól sveipar aust- urloftið gullnum hjúpi? Er það vegna þess, að um það Ijós sé minna vert? Alls ekki. pað er eigi ástæðan, heldur hitt, að “mennirnir elska myrkrið meira en Ijósið.” Sólin kom upp. Gjörvöll litbrigði austurloftsins breytt- ust. “Hið gamla varð afmáð; alt varð nýtt.” “Stjama ber af stjömu í lióma.” Dýrð spádómanna hverfur, er þeir uppfyllast. Yfir Betlehems-sléttuna, yfir allan heiminn breiðist guðlegt ljós. Englar svífa létt á vængjum morg- unroðans boðandi “frelsi og frið á jörð, og blessun Drottins barnahjörð.” Og hver sem vill fær þann frið, ókeypis eins og sólarljósið. Og sá, sem er höfundur ljóssins, er vemd- ari sakleysisins og sælunnar. Hveriir þáðu boðskap Guðs? Fjárhirðar við Betle- hem og fiskimenn við Genezaret. peir “háu og stóru” létu sér lítils um vert. Alþýðan leitaði til Jesú í líkamlegri neyð, örfáir voru þeir, sem sögðu: “pú ert Kristur, sonur

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.