Sameiningin - 01.12.1916, Síða 31
317
FYRIR UNGA FÓLKIÐ.
Dt-ilil þessa annast séra l'rlðrik llallgriiusson.
Jólasálmurinn.
ÞaS er ónotalegur dagur aS haustlagi áriS 1818; stormur og
kuldaregn lemur gluggarúSurnar; laufin hrynja af trjánum, og
sólin hefir ekki látiS sjá sig dögum saman.
í snotru og þokkalegu herbergi situr ungur maöur hugsi. Lamp-
inn á borSinu varpar daufri birtu á föla og gáfulega andlitiS hans,
sem sórg og kvíSi hafa rist á rúnir sínar. HvaS eftir annaS tekur
hann höndum fyrir andlit sér og legst fram á borÖiS meS sárum
andvörpum.
MaSurinn er Franz Gruber, kennari og organleikari í Arnsdorf
á Þýzkalandi. Hann er utan viö sig af harmi og kvíöa; því konan
hans unga og fríöa er mjög veik. Fimm ár hafa þau veriö í hjóna-
bandi,—indæl ár, full af ástríki og fögnuöi. En svo veiktist hún alt
i einu, og síöan hefir hann ekki litiö glaSan dag.
Alt í einu er bariS aö dyrum hjá honum, og inn kemur aldavin>-
ur hans Jósep Mohr, prestur í Oberdorf. Hann gengur aS honum
glaSlega, slær á öxlina á honum og segi meS fagnaSarhreim í
röddinni: “Gott kveld, Franz! Líttu á hvaS eg hefi meöferöis”.
Hann dregur blaS upp úr vasa sínum. “ÞaS er kvæöi, sem eg hefi
nýlega lokiö viö, — jólasálmur, sem viö skulum syngja i fyrsta sinni
á jóladaginn í kirkjunni okkar. ÞaS er fallegt, þó aö eg hafi sjálf-
ur ort þaS; þaS finn eg. Og nú ætla eg aö biöja þig aö semja lag
viS þaö; eg veit, aS þú getur fundiö þá tóna, sem vekja bergmál í
hjörtunum.”
Franz Gruber horfSi framan í vin sinn og hristi höfuSið; eins
og í leiöslu tók hann viö blaöinu og lagði þaö á borðið, án þess aS
lita á þaS.
“Nei, Jósep,” sagöi hann lágt, og röddin skalf; “mér er þaS ó-
mögulegt. Engir tónar fæðast nú í sál minni; þar er nú ekkert
nema grátur.”
Þá tók presturinn fyrst eftir þvi, hve vinur hans var fölur og
hnugginn. “í öllum guSanna bænum, Franz,” æpti hann upp yfir
sig, “hvaS gengur aS þér? HvaS hefir komið fyrir?”
Þá sagði Franz Gruber vini sinum frá skýinu svarta, sem hafSi
svo sviplega lagst yfir sólbjarta heimiliS hans. —•-----
Dagar liöu daprir og langir. Ekkert batnaöi henni, Engill
dauöans kom æ nær og nær.------------
Aftur lemur stormurinn gluggana. Laufin eru öll fa'Iin af
trjánum og ekkert er eftir nema berar greinarnar. JörS er öll hvít
af Snjó. ÞaS er komiS fram í Desember. Og þegar jóla-tilhlökk-