Sameiningin - 01.12.1916, Qupperneq 11
297
þú þiggja Gnðs dýrmætu gjöf—elska hann sem dýrasta
fjársjóð hjarta þíns—nema í anda staðar við Betlehems-
jötuna í fagnandi tilheiðslu og láta baimið heilaga kenna
þér, hve Guð er óumræðilega góður ? Það er kristið
jólahald.
Þá ert þú ríkur, hvað sem líður löndum og lausafé;
þá átt þú þann fjársjóð, sem aldrei gengur til þurðar.
Þá þarft þú engu að kvíða um tíma og eilífð, ])ví sam-
félag frelsara þíns er þér .athvarf og styrkur. Þá getur
þú með sanna jólagleði í hjarta þínu tekið undir orð
postulans: “Þökk sé Guði fvrir sína dásamlegu gjöf.”
(2. Kor. 9, 15).
Jólin tákna líka beiðni, — beiðni frá Guði um elsku
þína. Elskandi hjarta þráir elsku; því heitari sem elsk-
an er, þess sterkari er þráin. Hvert ástaratlot þess sem
elskar, er fögur beiðni um elsku í móti. Elskan þráir
sameiningu, — að tvær sálir geti orðið eitt, með sama
markmiði, sömu gleði, sömu lífsfyllingu. Hvergi kernur
sú hugsun fram fegurri og fullkomnari en í bæn frelsar-
ans: “En eg bið ekki einungis fyrir þessum, heldur og
fyrir þeim, sem trúa á mig fyrir orð þeirra; allir eiga
þeir að vera eitt,—eins og þú, faðir, ert í mér og eg í þér,
eiga þeir einnig að vera í okkur” (Jóh. 17, 20. 21).—
Jólin tákna það, að Guð fæðist inn í mannlífið, til þess
að mannkynið geti samlagað sig honum og sameinast
honum til eilífra samvista í endalausri sælu og óumræði-
legri lífsfyllingu. Boðskapur jólanna frá Guði til þín
er þessi: “Son minn, gef mér hjarta þitt!”
Reyndu að hugsa þessa stórkostlegu husgun: Guð,
skaparinn almáttugi, andinn eilífi og ótakmarkaði, liann
þráir þig! Svo dýrmætur ert þú í augum hans, sem er
sjálfur ímynd allrar fullkomnunar og dýrðar, að liann
biður um elsku þína! Sál mín verður gagntekin af auð-
mýkt, þegar eg reyni að gjöra mér grein fvrir þessari
óskiljanlegu náð, að heilögum Guði skuli þykja svo vænt
um mig, svndugan og margfaldlega brotlegan mann, að
honum skuli geta þótt það einhvers virði, að eg elski
hann.