Sameiningin - 01.12.1916, Side 17
303
hins lifanda Guðs.” Æðstu prestarnir mátu meira vöid
sín en hann. Myrkur sjálfselskunnar þeim kærara en
ljósið hans. Pílatus spurði í háði: “hvað er sanneikur?”
Heródes vildi skemta sér við “glens og nýjar fréttir.” Og
sá sem sagði: “Eg finn enga sök hjá honum”, fékk Jesúm
óvinum hans í hendur til að krossfestast. Og dómunnn
var feldur og hatrið sýnt vegna þess, og þess eins, að hann,
sem var heilagur, leið ekki syndina óátalda. Barabas var
tekinn fram yfir Krist, vegna þess að hann var 1 samræmi
við heimsandann.
Á jólanóttina boðuðu englarnir frið.
peir boðuðu frið við Guð, þann frið, sem hver sá hlýt-
ur, sem iðrast synda sinna og biður Guð um náð vegna
Jesú Krists. Og sá friður hefir veizt þúsundum manna.
Konungurinn í hásæti sínu, þó einvaldur sé yfir heilli þjóð,
er snauður án hans. Fátæklingurinn í hreysi sínu er auð-
ugur, hafi honum hlotnast sá friður.
Menn Ieita eftir sælu; allir eru í sæluleit. peir leita
eftir auði. En auðurinn veitir ekki sælu, sá hjartað kalt.
peir leita sælunnar í nautnum, en “farga með því hjartans
ró.” pær leita sælunnar í skemtunum. par er um dægur-
flugur að ræða. En sælan eina varanlega er fólgin í friði
við Guð, þeirri meðvitund, að hann sé elskulegur f a ði r vor.
En mannssálin seka dirfist ekki að kalla hann föður, nema
vegna þess eins, að jólabarnið leyfði oss að kalla sig bróð-
ur. Vegna kærleiksfómar hans, sem leið með mönnum og
fyrir menn, “höfum vér frið við Guð.”
Sá sem hefir frið við Guð, hefir frið við sjálfan sig.
Lífið er ægilegt bardagasvið, þegar bezt lætur. Allir
finna til veikleika síns í því stríði. Áhyggjurnar marg-
földu lama lífsfjörið og þreyta bæði líkama og sál. pó er
sú þrautin þyngst, að vera í ósátt við Guð. En sá, sem
veit sig í sátt við hann, ber lífsbyrði sína létt. “Sjálfur
andinn vitnar með vorum anda, að vér séum Guðs böm,”
segir postulinn. Án þeirrar sæluríku meðvitundar hefði
hann eigi sungið i fangelsinu, né verið glaður í ofsóknum.
Sæll er sá maður, sem öðlast þann frið. Friður við
Guð og friður við sjálfan sig, er hið dýrasta óðal
hvers kristins manns. En þeim friði er samfara löngun
eftir friði við alla menn, ef mögulegt er. Faðerni Guðs og
bróðemi Krists krefst þess, að bróðurskyldunnar sé gætt
við alla menn. pví heitar sem menn elska Guð, því ein-
lægar þrá þeir velferð bræðra sinna.