Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1916, Qupperneq 24

Sameiningin - 01.12.1916, Qupperneq 24
310 að Brú var langt frá öðrum bæjum. Hann hafði varla átt- að sig, þegar Benedikt kom á móti honum við bæjarhomið, tók í hönd honum og leiddi hann inn í bæjardyrnar. “Guði sé lof, að þú fanst kofana mína, þó að þeir séu ekki ríkmannlegir,” sagði Benedikt um leið og þeir komu inn 1 bæjardymar. Hann þekti ekki manninn, því að hann var allur klakabrynjaður frá hvirfli til ilja; en hann hirti ekki um hver það var, hann var svo glaður að taka á móti gestinum, sem hann gat frelsað frá að verða úti í þessu- voðaveðri. pað logaði á kerti í bæjardyrunum og eins inni i göngunum, svo að alstaðar var bjart. Sigurður sagði ekk- ert, enda var hann einskis spurður, heldur leiddur rakleitt inn í baðstofu. Konan og börnin komu á móti þeim við dymar. pá bauð Sigurður gott kvöld í lágum rómi og allir tóku hlýlega undir, jafnvel yngsta barnið, drengur á fjórða árinu. Konan hjálpaði Benedikt að færa gestinn úr stokk- íreðinni kápunni, tók við vetlingunum, húfunni og netinu og fór fram með það til að verka af því snjóinn, og til þess að sjá um að halda kaffinu heitu á könnunni. Bömin fóru fram með henni, og þeir Sigurður og Benedikt urðu einir eftir inni. Benedikt leiddi Sigurð að rúmi í öðrum enda baðstof- unnar og bað hann að setjast þar, og í því hann settist, leit hann framan í hann, og þekti hann samstundis. Sigurður sá að Benedikt brá litum, en svo varð eins og svipur hans yrði enn innilegri. “Ertu kalinn?” spurði hann. “Nei”, svaraði Sigurður, stutt og kuldalega. Honum hafði heyrst sigurhreimur og napurt háð í röddinni, þegar Benedikt spurði hann, hvort hann væri kalinn. Benedikt varð hverft við hið kuldalega svar Sigurðar, og meðaumkunin með hon- um og gleðin yfir að bjarga og hjúkra viltum vegfaranda ætlaði að verða að engu fyrir óvild og fyrirlitningu á mann- inum, sem aldrei hafði sýnt honum annað en ónot og ilsku. Svipur hans harðnaði, og það lá við að hann hreytti úr sér einhverjum ónotum. En þá mintist hann þess, að það voru jólin. Hann fyrirvarð sig fyrir hugsun sína og laut niður tii að leysa freðna skóna af fótum Sigurðar. Sigurður hafði tekið eftir svipbrigðum Benedikts og sá nú hatrið og fyrirlitninguna margfaldaða og hæðnina hlakk- andi, er Benedikt laut niður að fótum hans. Hann þóttist vita að hann hugsaði á þessa leið: “Eg ætla að hjúkra þessu hræi til þess að hefna mín. pegar hann fer, get eg svívirt hann, mint hann á, hvað hann hefir gert mér og hvað eg

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.