Sameiningin - 01.10.1908, Qupperneq 5
229
ar þess manns koma, að framan af ári þessu lét kann mál-
gagn 'sitt mánuð eftir máinuð flytja lesendum þess
þýdda kafla úr bók hans; og svo sem að sjálfsögðu hafa
,.Breiðab]ik“ séra Friðriks J. Bergmanns liér bergmál-
að meðmæli annarra með því ritverki. Og þó að sumir
þeirra, sem nær oss eða fjær hafa gjörzt talsmenn hinna
nýju trúarkenninga, fari engan veginn jafn-langt og
gjört er í bók Campbells í fráhvarfinu frá hreinum og
ómenguðum kristindómi, þá stefna þeir þó allir, ef réttri
rökfœrslu er haldið, í nákvæmlega sömu afneitunar-
áttina.
-----o-----
Nafnlausu níðgreininni í „Heimskringlu“ um for-
setakosninguna á síðasta kirkjuþingi, sem um var getið
í September-blaði „Sam.“, svaraði séra Jóhann Bjarna-
son í „Lögbergi“ og g'jörði þar skýra grein fyrir sann-
leikanum í því máli. Þar með voru þá einnig hraktar
missagnirnar illkvittnu í „Breiðablikum“ um sama efni.
„lsafold“ flutti 19. Ágúst grein nokkra eftir Einar
Hjörleifsson út af því, sem gjörðist í skólamáli kirkjufé-
lags vors á þinginu í sumar, einhverja ljótustu grein,
sem til er eftir þann höfund, — nærri því ljótari en þá, er
hann forðum setti saman um íslenzku sálmahókina, eða
þá, er liefir fyrirsögnina „Tuddinn“. Þessarrar síð-
ustu skammargreinar Einars Hjörleifssonar minnist
séra Björn B. Jónsson, forseti kirkjufélagsins, í ritgjörð
sinni nú í „Sam.‘ ‘ En hr. W. H. Paulson hefir að öðru
levti rœkilega svarað þeim veltings-skömmum Einars í
„Lögbergi“ frá Sept. og Okt.
Vottorðinu frá þeim dr. Brandson, J. J. Bíldfell,
Klemens Jónassyni og Jóni J. Vopna, sem endr-prentað
var í Sept.-blaði „Sam.“, leitaðist séra Friðrik J. Berg-
mann við að hnekkja seinna í blaði sínu. Reyndi hann
þar að styðja sig við greinarstúf nokkurn frá hr. Sig-
urði Sigurðssyni að Garðar, sem var með þeim fjórum
í kirkjuþingsnefndinni út af skólamálinu í fyrra, og þó
mótmælir nefndarmaðr sá alls engu af því, sem hinir