Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1908, Side 6

Sameiningin - 01.10.1908, Side 6
230 nefndarmennirnir höfðu vottað. Engu að síðr sitr séra Friðrik fast við sinn keip, en spinnr að eins upp nýja á- kæru gegn Jóni Bjarnasyni, sem er nokkurn veginn eins fráleit og hin fyrri. Þessum vafningum og ósannindum hefir hr. Jón J. Bíldfell skýrt og skilmerkilega svarað í „Lögbergi" 1. Okt.— En framkoma séra Friðriks í þessu vottorðsmáli minnir á dœmisöguna um úlfinn og lambið. „Þú gruggar upp fyrir mér vatnið“—sagði úlfrinn. „Nei“—svaraði lambið, — „það er ómögulegt, því eg stend neðar við lœkinn en þú.“ „Það stendr á sama“- mælti úlfrinn, og kom svo með nýja og nýja sök gegn lambinu, uppspunna og út í hött eins og þá fyrstu. Og svo át úlfrinn lambið. „Nýtt Kirkjublað“ birtir í síðastliðnum mánuði brot af tveimr bréfum héðan að vestan um kirkjuþing vort liið síðasta, þar sem átakanlega er lýst ranglæti því, er við það tœkifœri hafi beitt verið við séra Friðrik J. Bergmann. Svo sem við mátti búast eru höfundar bréfa þeirra ónafngreindir. Á þann bátt er hœgast fyr- ir þá, sem illan hafa málstað, að þeyta út getsökum og reka erindi myrkravaldanna. Á slíkum bréfum leikr íefinlega grunr. Sumum liefir þótt lang-líklegast, að annað bréfa þessarra að minnsta kosti sé alls ekki héðan að vestan í raun og veru, eða ekki beinlínis, heldr í böf- uðstað íslands soðið saman upp úr því, er náungi einn liér hefir ritað andlegum bróður sínum þar um kirkju- þingið frá sameiginlegu sjónarmiði þeirra beggja. Þriðja bréfsins sömu tegundar getr „Nýtt Kirkju- blað“ einnig án þess þó að tilfœra úr því neinn kafla. Þess er að eins getið, að í því bréfi sé það tekið fram, að séra Pétr Hjálmsson hafi ekki „haft sig frammi í þess- um hryggilega leik“ — ofsókninni á kirkjuþinginu gegn séra Friðrik J. Bergmann; og þykir „Kirkjublaðinu“ það mjög sennilegt. „Þeir séra Friðrik Hallgrímsson“ (sem áðr er getið um að ekki hafi verið með í samsœr- inu, að eins hann af prestunum stendr þar) „eru báðir héðan ,að beiman“ — svo hljóða ummæli „Kirkjublaðs-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.