Sameiningin - 01.10.1908, Blaðsíða 8
232
skifzt í flokka. Framkvæmdir í því máli hafa stundum
gjörðar verið þvert ofan í liin sterkustu mótmæli öflugs
minna hluta. Hin síðari ár hefir málið verið mörgum til
ásteytingar.
Þó fór svo á síðasta þingi kirkjufélagsins, að loks
urðu allir sammála, og samþykktin í skólamálinu var
gjörð í einu liljóði. „Norðanmenn" og „sunnanmenn“,
prestar og erindsrekar safnaðanna, allir menn úr öllum
flokkum greiddu eitt og sama atkvæði. Allir komu sér
saman um þetta eina: að leggja niðr kennara-embættin
bæði á næsta vori. Allt kirkjuþingið tók á sig ábyrgðina
af samþykktinni. Allir, sem atkvæði greiddu, tóku upp
á sig ábyrgð af þeirri ákvörðun.
Hvergi hefir þess verið getið, að fólk safnaðanna
væri óánœgt með þessar aðgjörðir þingsins. Hvervetna
í kirkjufélaginu munu menn vera einhuga um það, að
kirkjufélagið liafi, eins og á stóð, leitt málið hyggilega
til lykta.
Aftr á móti hefir heyrzt hávaði ekki lítill handan um
haf, og óviðkomandi menn hafa hrakyrt kirkjuþingið út
af meðferð þess á skólamálinu. „Nýtt Kirkjublað“ í
Reykjavík hefir haft þau ummæli, sem lýsa aumkunar-
verðri vanþekkingu á því, sem það er að tala um. Hefði
ritstjórinn setið á þingi eða haft sannar fréttir þaðan,
hefði hann naumast látið blað sitt lierma það, sem það
hefir liermt um þingið og skólamálið. Því óefað finnst
þó ritstjóranum það nokkru varða, að sagt sé satt, og
nokkur ábyrgð vera því samfara, að útbreiða óhróðr um
saklausa menn.
Þá hefir og meðferð kirkjuþingsins á skólamálinu
orðið efni í nýja skáldsögu eftir herra Einar Hjörleifs-
son. Saganheitir: „111 tíðindi vestan um haf.“ Skáld-
saga er erindi þetta hér nefnt, því svo kalla menn þá
frásögu, sem ekki styðst við sannsögulega viðburði,
heldr er smíði höfundarins. í erindi þessu eftir hr. E. H.
er heiftþrungnum illyrðum hellt eins og steypiflóði yfir
þá, sem valdir eru að niðrstöðu kirkjuþingsins í skólamál-
inu. En það eru, eins og áðr var tekið fram, allir þeir,