Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1908, Síða 12

Sameiningin - 01.10.1908, Síða 12
236 ingi þess flokksins, sem fyrir embættinu við Wesley College stóð. Óánœgja sú, er átti sér stað út af kennara-embætt- inu við Wesley College, mun hafa stafað af því tvennu: 1) að ýmsum fundust kjör þau, er fyrirtœkið átti við að búa við Wesley, ekki viðunandi, og 2) að ýmsir urðu ó- ánœgðir yfir þeirri breytingu, sem varð á trúmála- stefnu kennarans. Ár eftir ár vakti forseti kirkjufé- lagsins máls á því í ársskýrslu sinni, að kirkjufélagið greiddi óhœfilega mikið verð fyrir kennsluna, og skól- anum bæri að taka meiri þátt í kostnaðinum. Ekki fékk það þó framgang á kirkjuþingum, að nýrra samninga væri leitað.*) Óánœgjan út af breytingunni á stefnu kennarans í kirkjumálum olli því einnig, að margir þeir, sem áðr höfðu verið aðal-styrktarmenn fyrirtœkisins, gáfu sig alveg frá því. Flestir þeirra manna í Winni- peg, sem upphaflega höfðu af svo miklu kappi unnið að því að koma á embætti þessu, voru orðnir sár-óánœgðir með það. Þessu samfara var dagvaxandi sundrlyndi og rígr milli sumra helztu starfsmanna kirkjufélagsins. Nú kemr málið þannig lagað fyrir síðasta kirkju- þing, eftir að hafa verið ásteytingar-steinn og sundrung- ar-efni í kirkjufélaginu í sjö ár. Stór hluti kirkjuþings- manna er ákveðinn í því að fá því framgengt á þingi, að skift sé um kennara við Weslev College. IJt af því leit út fyrir að nýr ófriðr yrði. Þegar svona hörmulega var nú komið, fóru menn að hugsa um það, hvort ekki væri hyggilegast að hætta alveg við þetta fyrirtœki, sem svo lengi var búið að vera þrætuepli, með því líka að nú varð opinbert, hversu ólík er stefna Wesley-skólans stefnu kirkjufélagsins í trúmálum. Vitanlega var íslenzku- kennsla þessi einungis auka-atriði að því er starf kirkju- félagsins áhrœrir. Aðal-ætlunarverk félagsins er auð- vitað allt annað. Þar sem það nú var orðið marg-reynt ___________ : r, *) Að ekki hafi iþað veriö ómögulegt, aö betri kjör feng- ist, má ráöa af því, aS þegar er skólinn fær þaö aö vita, aö kirkjufélagiS ekki ætli lengr aS kosta embættiö, sér skólinn sér foert aS kosta þaö sjálfr aö öllu leyti.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.