Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1908, Page 13

Sameiningin - 01.10.1908, Page 13
237 og öllum lýðum ljóst, að auka-atriði þetta olli kirkjufé- laginu mœðu og mótlæti og sundrung svo mikilli, að aðal-starfi félagsins var tjón búið, þá gat engum hyggn- um manni dulizt það, að ekki gat annað komið til mála en að hætta við fyrirtœkið, enda þótt margir vafalaust sæi eftir því, að svo hlaut að vera. Og svo samþykkti þingið í einu hljóði að hætta við fyrirtœkið. Allir vildu heldr liætta við þetta sérstaka fyrirtœki, sem ekki heldr kom aðal-starfi kirkjufélagsins beinlínis við og verið hafði til svo mikillar sundrungar, heldr en halda því á- fram og stofna félaginu í meiri voða. Svo var komið málinu, að á hvern hátt sem kirkjuþingið hefði ráðstaf- að áframhaldi kennara-embættisins við Wesley College, hefði orðið ófriðr í kirkjufélaginu meiri en nokkru sinni áðr og ef til vill hefði félagið fyrir það klofnað. Þeir „heima“ mega titla oss til eins og lund þeirra býðr og svo lengi sem þeir vilja. En samt munum vér í þessum og öðrum málum fara að eins og oss virðist hyggilegast, svo liag kirkjufélags vors sé sem bezt borg- ið. Vér erum vitanlega í miklum vanda staddir. Mikið mótlæti liefir oss að höndum horið. Ekki afbiðjum vér illyrði þeirra, sem nú níðast á oss í neyð vorri, en hitt virðist ekki ósanngjarnt að fara fram á það við þá, að þeir gjöri sér einhverja ofr litla grein fyrir því, sem þeir eru að taia um. B. B. J. ----o----- Arkar-burðr. Prédikan, sem séra Björn B. Jónsson flutti við prestsvígslu í Fyrstu lút. kirkju í Winnipeg sd. 21. Júní síðaistl. Texti: Prestunum sagði hann: Berið sáttmálsörkina og gangiS á undan fólkinu; heir tóku há sáttmálsörkina og gengu á undan fólkinu. — Jós. 3, 6. * * * Dýrmætasti hlutrinn, sem ísraelsmenn áttu í eigu sinni, var hin helga sáttmálsörk. Hún var hinar fyrstu umibútSir opinber- unar-dýrbarinnar. Gub sjálfr skipabi fyrir um smíSi hénnar.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.