Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.10.1908, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.10.1908, Qupperneq 14
238 Hún var gjörö af belgiþornsviSi: hálf-íþriöjia. alin á lengd, hálf- önnur alin á breidd, gullbúin utan og innan. Tveir hringir úr gulli voru á hvorum enda arkarinnar. í gegn um þá gengu ásar tveir úr belgþornsviöi gullbúnir, og skyldi örkin á þeim borin. Sjálfa örkina mátti aldrei snerta. Á ásunum einum máttu burö- armennirnir taka. Lok var yfir örkinni ia.f skíru gulli og á því kerúbar tveir meö útþanda vængi. Lokið var nefnt náðar- stóllinn. í örkina voru lagöar lögmálstöflurnar tvær, er drott- inn 'haföi ritaö meö fingri sínum á Sínaí. Viö Móses talaði Jehóva og sagði: „Þú skalt leggja niðr í sáttmálsörkina þau lög, sem eg mun fá þér. Þar vii eg vitrast Þ'ér, og ofan á ark- arlokinu milli beggja kerúbanna, sem standa uppá lögmálsörk- inni, vil eg birta þér allar þær skipanir, sem eg vil láta þig kunn- gjöra fólkinu" (2. Mós. 25, 21-22J. Þ.að var sáttmáli guös, opin- berun vilja hans, sem örkin geymdi. Því var það, að hún hafði svo mikla helgi. Og á arkarlokinu ljómaði bjart ljós eins og af ásjónu guös, sama birtan sem eins og eldstólpi vísaði ísraels- mönnum veg um eyðimörkina. Örkin táknaði návist guðs. Þessa helgu örk guðs bar ísraelslýðr með sér hvar sem hann fór. Alla eyðimerkr-gönguna löngu bar hann örkina með sér, gegn um hyldýpi Jórdanar og inn í fyrirheitna landið. Fyrir henni hrundu. múrveggir Jeríkóborgar. Fyrir hernum var hún borin út á blóðuga vígvelli. Hvar sem ísrael fór, þar fór örkin. Yfir henni dœmdi ísrael dóma sína. Þar vitraðist guð börnum sínum. Ávallt vegnaði ísraelsmönnum vel, er þeir geymdu arkarinnar vel. Stundum týndu þeir henni. Stund- um var hún hernumin af óvinum. Ávallt náðist hún aftr. Þegar þeir reistu hið mikla musteri sitt, bjuggu þeir um örkina í hinu allra helgasta. Af engu stóð ísrael jafn-mikill ótti sem af dýrð og krafti sáttmáls-arkarinnar. Þessi örk, gjörð af belgþornsviði og gulli búin utan og inn- an, er horfin. En það, sem hún geymdi, helzt enn við, og það, sem h'ún táknaði, varir til eilífðar. Sáttmála þann, er drottinn gjörði á Sínaífjalli, hefir hann endrnýjað á Golgata. Og ekki er örk hins nýja sáttmála hinni fyrri óveglegri. Sáttmálsörk vor er heilög ritning. Þar eru töflur þær, sem guð hefir ritað orð sitt á. Þar er opinberun og ráðstöfun guðs mönnunum til sáluhjálpar geymd um allar aldir. Þessa sáttmálsörk hefir hinn nýi ísrael, kristin kirkja, fengið til varðveizlu. Á þeim náðar- stól ljómar birta drottins dýrðar og þaðan talar guð og birtir mönnunum vilja sinn. Og þáð heilaga ætlunarverk hefir kirkja drottins þegið, að bera sáttmálsörk guðs um heim allan í Jesú riafni, svo vötn dauðans klofni og veggir syndarinnar hrynji.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.