Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.10.1908, Qupperneq 18

Sameiningin - 01.10.1908, Qupperneq 18
242 kring um borgina einu sinni á dag í heila viku og sjö sinnum síSasta daginn. Allr ísraelsher á ah fylgja örkinni eftir, en ekkert sverð á úr sliðrum aS draga og engan boga spenna. Ef til vill hefir aldrei reynt meir á hreysti fsraelssona en við þetta tœkifœri. Kring um múrana gengu ]jeir þögulir og þungbúnir. Borgarbúar þustu út á múrana og hlógu dátt og hæddust að þessum heims'ku, hjátrúarfullu gestum, sem að garði hafði bor- ið. Er nokkur orrusta harðari en sú, þá maðr má ekki berjast, heldr verðr aö halda niðrí sér bræðinni og svara engu orði, hvernig sem á manni dynja kúlur háðs og heitinga? Æjtli ísra- els-arkarberunum hafi nokkurn tíma fundizt örkin eins þung og við þetta tœkifœri? En þetta er a.rkarburðrinn: að treysta á örkina eina, halda áfram með hana eina, enda Þótt hold og blóð rísi þar öndvert og mannlegar tilfinningar ibjóði allt annað, halda áfram með örkina á öxlunum hógvær eins og lamb þaS, er til slátrunar er leitt, og þótt maSr sé atyrtr, hæddr og spott- aSr, þá að ljúka ekki upp munni sinum fremr en sauðrinn, sem þegir fyrir þeim, er hann klippir. En áfram með örkina drott- ins, holdiS þótt kveini og kýti, þótt heimrinn hóti og hæði og þótt freistarinn glepji og ginni. Minnumst annars dœmis: Þegar DaviS hafði náð örkinni úr höndum óvinanna og flutt hana síðan meS fögnuði miklum og feginslátum inn til Jerúsalem, þá sat sjálf konan hans út við glugga í konungshúsinu og hæddist að honum, og er hann kemr inn, storkar hún honum og stríðir. Jafnvel svo sárt stríS getr legið fyrir sönnum og dyggum arbarbera drottins, að einnig þeir, sem næstir honum ætti aS standa og honum ætti aS liðsinna bezt, tortryggja hann, rísa öndverðir móti honum, ljá honum aS minnsta kosti ekkert lið. Manns eigið safnaðarfólk daufheyrist viS grátibeiSni manns. Allt starfiS virðist árangrslaust. Þeir, sem maðr treysti bezt, bregðiast mest. Þá þarf á sjálfsafneitun þeirri að halda og stilling, sem heilagr andi einn getr gefið manni. Örðugleikar arkarberans eru margir. Erviði og áreynslu kostar það aS bera örk guðs í syndugum heimi. Litil laun finnst manni maðr hljóti fyrir þaS. ASfinnslur heyrast úr öll- um áttum og.þó mest frá þeim, sem sjaldnast hafa sjálfir reynt að bera örkina. Iðulega stríSir sú skelfilega freisting á mann aS hætta, leggja frá sér byrðina til fulls og alls. og verja lífi sinu til einhvers annars, sem ekki er jafn-ervitt. En í guðs bœnum munum þá, aS það er guð sjálfr, sem vér berum, og það er sáttmáli drottins, .sem á oss hvilir. En iþótt örkin sé oft þung og sá, sem hana ber, þreytist

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.