Sameiningin - 01.10.1908, Side 28
252
& gjört og sólbrennt. Skegg þeirra huldi hálsinn framan- *
veröan. Það var í flóka og náöi niör á bringu. Þeir
gengu í yfirhöfnum úr kiðlinga og lambaskinnum með ull-
inni á, og voru þeir meö flíkum þeim dúðaöir upp frá hálsi
til knjáa, nema handleggir, sem voru án allra umbúða.
Hina grófgjörðu kufli girtu þeir að sér með breiðum belt-
um. Á fótum höfðu þeir ilskó af allra grófasta tægi. Niðr
frá hœgri öxlum þeirra héngu skreppur með nesti í og út-
völdum steinum fyrir slöngur þær, sem þeir voru útbúnir
með. Á jörðinni hjá hverjum nn sig lá krókstafr hans,
sem var tákn köllunar hans og vopn til varnar.
Þannig voru fjárhirðarnir í Júdeu. Að ytra útliti voru
þeir grófir og villtir eins og hinir gelgjulegu rakkar, sem
sátu hjá iþeim í kring um eldinn; en í raun og veru ráð-
vandir og viðkvæmir; og stafaði þetta hvorttveggja að
nokkru leyti af hinum frábærlega óbrotnu lifnaðarháttum
þeirra, en einkum af umhyggju þeirri, er þeir stöðugt báru
fyrir skjólstœðingum sínum — skepnunum meinlausu og ó-
sjálfbjarga.
Þeir hvíldust og skröfuðu saman; náði umtalsefni
þeirra að eins til hjarðanna, og er það í augum heimsins
næsta dauflegt, en þar var þó allr heimrinn fyrir þá. Virzt
getr, að þeir, er þeir voru að segja frá, hafi of lengi dvalið
við smámuni, þar sem t. a. m. sá, sem gjöra vildi grein fyr-
ir því atviki, er lamb hafði farizt, tíndi til sérhvað eina þar
að lútanda, hversu lítilfjörlegt sem var; en hins vegar er
að muna eftir því, hve náið var samband sögumanns og
lambsins, sem fyrir slysinu hafði orðið. Þegar undir eins
og lambið fœddist varð það hans handbendi; upp frá því
var það hans að annast það svo lengi sem það lifði, hjálpa
(því yfir lœkina, er þeir uxu í rigningum og urðu hættu-
legir yfirferðar, bera það niðr eftir lautunum, gefa því
nafn og venja það; það átti að verða félagi hans, serrj hann
varð að hugsa um og annast; utan um það snerist vilji
hans; það var honum stöðugt samferða, enda honum til
hressingar hvar sem hann var á ferli, og komið gat það
fyrir, að hann yrði jþjví til varnar að ganga út í bardaga
við ljón og ræningja — og láta lífið.
Hinir miklu atburðir mannkynssögunnar eins og þeir,
er gjöreyddu heilar þjóðir og ollu því, að yfirráðin í heim-
inum komust í nýjar hendr, voru fyrir þá smámunir, svo
framarlega sem slíkt fór annars ekki algjörlega fram hjá
þeim. Við og við fréttu þeir um það, sem Heródes var að
hafast að í þeirri eða þeirri borginni — reisa hallir og
leikœfingahús og varpa sér út í allskonar óleyfilegar
^ skemmtanir. Að vanda sínum á þeirri tíð beið stjórnar- ®