Fréttablaðið - 18.04.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.04.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 Mánudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is 18. apríl 2011 90. tölublað 11. árgangur Það eru engar efna- hagslegar ástæður sem kalla á lækkun á láns- hæfismati. ÁRNI PÁLL ÁRNASON EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTARÁÐHERRA Reykjavík Music Mess Vel heppnuð tónlistarhátíð fór fram í Reykjavík í fyrsta sinn um helgina. fólk 22 Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Páskarnir eru á næsta leiti en þeir eru tími pastel- litanna. Kaupið fölbleikar hýasintur, myntugræn kerti og ljósbláar servíettur og páskarnir eru komnir í hús. Þórunn Hannesdóttir vöruhönnuður lét gamlan draum rætast þegar hún komst á útsölu.Þ órunni Hannesdóttur vöru-hönnuð hafði lengi dreymt um að eignast stól eftir bandarísku hönnuðina Charles og Ray Eames. Draumurinn varð að veruleika þegar hún komst á útsölu í Pennanum.„Þegar ég var í námi í London vann ég í Harrods við að selja vörur eftir Eames og setti mér það sem takmark að eignast þennan stól einhvern tíman. Þegar hann fór á útsölu eftir að ég var komin heim var ég akkúrat búin að vinna mér inn nógu mikið og keypti stólinn í staðinn fyrir að borga reikningana. Stóllinn tengir mig við þennan tíma þegar ég var að byrja og oft finnst mér bara nóg að horfa á hann, þá hlýnar mér um hjarta-ræturnar,“ segir Þórunn.Stóllinn er hannaður í kringum árið 1950 og segist Þórunn sækja til sjötta áratugarins í eigin hönnun.„Þetta er sameiginlegur áhugi okkar þriggja sem stöndum saman að Færinu. Við hönnum húsgögn og fylgihluti fyrir heimilið, notum þennan stíl sem innblástur og brúum þannig kynslóðabilið.“ heida@frettabladid.is Innblástur frá Eames FASTEIGNIR.IS16. TBL. Fasteignasalan fasteign.is hefur til sölu gistiheimilið Frost og Funa í Hveragerði. G istiheimilið Frost og Funi í Hveragerði er á bökkum Varmár rétt fyrir ofan bæinn og hafa herbergin útsýni yfir ána upp í dalina og fjöll-in. Gistiherbergin eru sautján talsins, öll með sér-blaði. Við gistiheimilið er tólf metra sundlaug, tveir heitir pottar og gufubað á jarðhæð aðalhússins.Morgunverðarstofa tengist aðalhúsinu en átta her-berjanna eru í smáhýsum sem standa hlið við hlið. Tvö íbúðarhús fylgja að auki, annað nýlegt (110 fm) og hitt eldra sem notað er sem starfsmannahús. Heim-ilt er að reisa fleiri byggingar á lóðinni. Allur búnaður í eldhúsi, húsgögn í morgunverð-arstofu og herbergjum og lín, handklæði og sloppar fylgja með í sölu ásamt iðnaðarþvott él þ í þvottahúsi. Útivistarmöguleikar eru margvíslegir, til dæmis merktar gönguleiðir og náttúrufyrirbrigði. Þá er níu holu golfvöllur í göngufæri. Nánari upplýsingar veitir Ólafur B. Blöndal, lög-giltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali Sími: 590 Vinsælt gistiheimili 18. APRÍL 2011 heimili@heimili.is Sími 530 6500 Auglýsingasími Ómissandi www.forlagid.is Alvöru netbókabúð Ekkert sendingargjald út apríl! Í takt við breytta tíma... Frábær opnunartilboð! SAMFÉLAGSMÁL Bandarískir rabbína- nemar eru staddir hérlendis í þeim tilgangi að finna gyðinga og efla samfélagsvitund þeirra. „Við höfum þegar fundið nokkra gyðinga en við teljum að þeir séu mun fleiri en vitað er um,“ segir Berel Pawzner, sem stendur fyrir leitinni ásamt félaga sínum Mendy Tzfasman. Þeir hafa ferðast víða um heim með sama markmið að leiðar- ljósi og ætla að dvelja hérlendis í minnst tvær vikur. Leit félagana hefur farið fram á netinu auk þess sem þeir hafa geng- ið um götur Reykjavíkur og spurst fyrir um gyðinga búsetta hérlend- is. Leitin hefur þegar skilað árangri þar sem nokkrir hafa boðað komu sína á kvöldmáltíð páskahátíðar gyðinga sem fram fer í dag. - jma / sjá Allt í miðju blaðsins Bandarískir rabbínanemar vilja efla samfélag gyðinga hérlendis: Leita að gyðingum hér á landi Á ÍSLANDI Berel Pawzner og Mendy Tzfasman eru komnir hingað í þeim til- gangi að styrkja samfélag gyðinga. SLYDDA EÐA RIGNING víða um land. Fremur hægur vindur fram eftir degi en vaxandi vindur austan- lands síðdegis. Hiti á bilinu 1 til 10 stig. VEÐUR 4 3 3 7 7 1 Greifarnir 25 ára Viðburðaríkt ár fram undan hjá einni af lífseigustu hljómsveitum landsins. tímamót 18 FÓLK „Veistu það, þegar maður er orðinn svona gamall þá er maður til í allt,“ segir María Guð- mundsdóttir, en frammi- staða hennar í grínþáttunum Steindinn okkar hefur vakið verðskuldaða athygli. Húmorinn í Steindanum okkar er oft grófari en gengur og ger- ist í íslensku gríni. María segir að Steinda hafi samt aldrei tekist að hneyksla sig þegar hann beri undir hana hug- myndirnar. „Steindi er skemmti- legur og ég fíla þennan húmor,“ segir hún. María byrjaði að leika þegar hún var sextug þegar hún gekk í leikfélagið í Mosfellsveit. „Svo hefur þetta rúllað. Ég hef verið í bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Og nú er ég komin á eftirlaun og hef því nægan tíma,“ segir María Guðmundsdóttir. - afb / sjá síðu 30 María Guðmundsdóttir: Fílar húmorinn hans Steinda EFNAHAGSMÁL Bandarísku mats- fyrirtækin Moody‘s og Standard & Poor’s munu í vikunni ákveða hvort þau færa lánshæfismat Íslands í ruslflokk. Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra segir óvíst að fundir íslenskra ráðamanna með sérfræðingum matsfyrirtækjanna beri tilætlaðan árangur. Steingrímur og Árni Páll Árna- son, efnahags- og viðskiptaráð- herra, áttu fundi um helgina með forsvarsmönnum matsfyrirtækj- anna, auk forsvarsmanna Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (AGS). „Fundirnir gengu ágætlega eftir því sem við gátum skynjað. Það er erfitt að meta hvað muni gerast, en við erum búnir að gera það sem við getum,“ sagði Steingrímur í gær- kvöldi. Hann sagði útlitið gott fyrir fimmtu endurskoðun efnahags- áætlunar Íslands hjá AGS, en meiri óvissa væri í sínum huga um mögulegar breytingar á lánshæfis- mati Íslands. Verra lánshæfismat myndi gera íslenska ríkinu jafnt sem íslenskum fyrirtækjum erfitt að fá erlend lán. „Við lögðum áherslu á þau megin- sjónarmið að þjóðaratkvæða- greiðslan um Icesave hefði engin áhrif á getu Íslands til að standa við sínar skuldbindingar,“ sagði Árni Páll eftir fund með sérfræð- ingum Moody‘s í gær. Íslensku ráðherrarnir lögðu áherslu á að matsfyrirtækin tækju sér tíma til að meta hvort yfirhöfuð yrðu neikvæð áhrif af því að þjóðin hefði hafnað Icesave-samningnum. „Menn geta kannski sagt að einhverjar skammtímaástæður tengist ákveðinni óvissu um Ísland. En þá væru hrein skammtíma sjónarmið lögð til grundvallar því að lækka lánshæfi landsins því horfur til lengri tíma eru tvímælalaust betri á Íslandi en í löndum sem metin eru miklu hærra,“ segir Steingrímur. „Það eru engar efnahagslegar ástæður sem kalla á lækkun á lánshæfismati,“ segir Árni. Hann segir mikilvægt að hafa í huga að komi til lækkunar séu allir grunn- þættir í íslensku samfélagi sterkir. Haldið verði áfram að byggja upp sterkara og agaðra fjármálakerfi, sem muni leiða til betra lánshæfis- mats. - bj, óká / sjá síðu 6 Óvissa um lánshæfismatið Í vikunni kemur í ljós hvort tekist hefur að sannfæra matsfyrirtæki um að lækka ekki lánshæfismat Íslands. Langtímahorfurnar hér á landi eru betri en í löndum sem metin eru hærra segir Steingrímur J. Sigfússon. MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR ÞENUR NIKKUNA Þórður Arnar Marteinsson harmonikkuleikari leikur fyrir gesti á veitingastaðnum Frú Berglaugu á Laugaveginum. Þórður Arnar þenur nikkuna þar um hverja helgi við góðar undirtektir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Einum sigri frá titlinum KR vann sannfærandi sigur á Stjörnunni í gær og getur tryggt sér titilinn á morgun. sport 24

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.