Fréttablaðið - 02.05.2011, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 02.05.2011, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 2. maí 2011 15 Stundum er talað af hálfgerðri forakt um veðrið sem umræðu- efni og haft til marks um and- leysi og doða. Það er fjarri sanni. Ekkert umræðuefni er verðugra hér á landi en veðrið. Fólk sem fylgist með veðrinu og ræðir það í þaula hefur einmitt til að bera hugrekki til að horfast í augu við tilvistarleg skilyrði okkar og gott ef ekki hinstu rök. Það er ein- mitt með á nótunum. Eiginlega ættu ekki að vera veðurfréttir á kvöldin þar sem manneskja situr með prik við kort og sýnir hæðir og lægðir, vindstig og hneysklan- legar hitatölur heldur ætti að vera umræðuþáttur um veðrið undir stjórn Egils Helgasonar þar sem farið væri almennilega í saum- ana á fjölbreytilegu veðri dagsins af veðurfræðingi, heimspekingi, veðurglöggri sveitakonu, fulltrúa reiðra Íslendinga – og náttúrlega Gunnari Smára. Veðrið og exístensíalisminn Veðrið er nefnilega aldrei bara veðrið. Þetta er ekkert bara ein- hver vindur að ólmast, einhver sól að skína, einhverjir dropar að detta úr lofti. Veðurfræðin er um leið verufræðileg; veðrið er ástand, það er hlutskipti og umfram allt möguleiki. Þetta er veran og neindin, ástand sem óháð er dáðum okkar og ódáðum og veldur okkur sífelldri ógleði. Veðrið umlykur okkur og níst- ir okkur inn að merg og beini. Vera kann að nokkru færri eigi nú undir veðri með beina efnis- lega afkomu en forðum var en við erum engu að síður ofurseld veðrinu sem er dyntótt og ósvífið eins og alkóhólískur heimilisfað- ir; heldur okkur í heljargreipum dynta sinna; dekrar við okkur um hríð með blíðu og lognværum kvöldum svo að við erum næst- um farin að slaka á – þó kannski aldrei alveg – lætur svo dynja á okkur skyndilega og óvænt eitt- hvað fáheyrt og algerlega óboð- legt: Það er vorhret á glugga. Íslendingar hafa alltaf átt mikið undir veðrinu og verið um leið gersamlega ráðalausir gagn- vart því. Skyldi nokkur þjóð í jafn harðbýlu landi hafa verið jafn lítið gefin fyrir hlý föt? Menn voru ekki einu sinni með vettlinga þar sem þeir urðu úti á leiðinni út í beitarhús, og skóbún- aðurinn einna helst sniðinn fyrir rölt um suðlægar baðstrendur. Einu sinni benti bróðir minn mér á það hversu einkennilegt það var í íslenskum táknheimi að á meðan pelsar og skinn þóttu það allra fínasta í klæðnaði í Evrópu- löndum þá var slíkur búningur í gömlum íslenskum leikritum aðeins talinn hæfa útilegumönn- um og flækingum – bara Skugga- Sveinn og Fjalla-Eyvindur og Halla voru í gærum. Gærurnar voru til marks um að viðkom- andi væri svo illa sett að þurfa að vera utandyra, útilegumanneskja, utangarðs. Þegar ég var að alast upp var talað um „gæruhippa“ og þótti ekki gæfulegt fólk. Við reynum að leiða hjá okkur veðrið til þess að halda sönsum. Sama daginn er sól, rigning, snjókoma, bylur og logn og við þurfum að beita öllum ráðum við að lágmarka áhrifin sem þessi veðrabrigði hafa á okkur. Nóg er nú samt. „Hvar skal nú mjöllin…“ Hvar er snjórinn frá í fyrra, orti Francois Villon í „Söngnum um konur fyrri alda“, franskt skáld á fimmtándu öld, flækingur og þjófur – hefði verið settur í gæru í íslensku leikriti – og hefur þetta síðan verið viðkvæði þeirra sem ekkert finnst jafnast á við það sem var í gamla daga og spyrja: Hvað varð um allt? Hvar er snjórinn frá í fyrra? Því er auðvitað fljótsvarað: hann er hér. Hann liggur yfir öllu. Við sjáum enga vaxtarsprota fyrir honum, ekki grasið græna, ekki gula, rauða og fjólubláa lauka. Kvíðnar trjágreinar híma hrelld- ar og reyna að stöðva brumið í sjálfum sér og fjúkandi farfuglar vita ekki sitt rjúkandi ráð en tipla um hjarnið í leit að ánamöðkum sem liggja harmþrungnir í fros- inni mold og spyrja hvort þeir eigi að búa að eilífu við þetta hafta- fyrirkomulag, hvort hér eigi að ríkja endalaus Lurkur… Hann er hér snjórinn frá því í fyrra og hittiðfyrra og árinu þar áður. Hann var sendur okkur af Samtökum atvinnulífsins til að tryggja að ekkert greri hér nema tryggt væri í lögum að sömu fimmtán mennirnir fengju að hirða allan gróða af öllu sem hér er gert, og ætt þeirra öll um ókomin ár. Snjórinn frá því í fyrra liggur yfir umræðunni og sér til þess að engin rödd heyrist nema ásökunarhvæs, bælt muldur þeirra sem grafið hafa sig í fönn greiðsluaðlögunarinnar, hryss- ingslegt taut þeirra sem eru svangir og blása í kaun … Sem sagt: Lurkur. En það er ekki heldur hægt að ganga út frá því sem vísu að hér verði alltaf snjór yfir öllu. Það er ekki einu sinni víst að hér verði rok og rign- ing í allt sumar – þó að það sé að vísu afar sennilegt. Við vitum ekkert fyrir víst en getum engu að síður gert okkur vonir um að sólin snúi senn úr suðri. Þá ger- ast mikil undur. Veturinn hopar, grösin grænka, laukar spretta, fuglar tísta og öllum höftum verð- ur aflétt. Og fuglarnir sem hoppa um hér á hjarninu fyrir utan hjá mér hætta að heita snjóttittlingar og fara að heita sólskríkjur, bara vegna þess að þeir fara að tísta um sólina. Þetta gætum við líka. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG www.markid.is sími 553 5320 Ármúla 40 Svart og rautt a með dempara og álstelli Verð 59.900 kr. Varahlutir og viðgerðaþjónusta. Hjólum saman í sumar – það er líka ódýrara Norco Mountaineer 21 gíra með dempara, álstelli og diskabremsum Verð 73.900 kr. Norco Orn 21 gíra með dempara og álstelli Verð 59.900 kr. Í tvö og hálft ár höfum við Íslend-ingar burðast með þær þungu byrðar sem fjármálahrunið lagði á herðar okkar – hrunið sem stafaði af eftirlitsleysi stjórnvalda á Vest- urlöndum og fífldirfsku fjármála- manna sem nýttu sér glufurnar. Flestum þykir nóg um en það á víst ekki af okkur að ganga. Alvarleg staða blasir nú við á ný í efnahags- málum þjóðarinnar. Enn á að þyngja byrðarnar, ekki af nauðsyn heldur vegna tækifærismennsku ófyrirleit- inna stjórnmálamanna. Bjarni heitinn Benediktsson hélt því eitt sinn fram að síðasta ráð stjórnmálamanns sem kominn er upp að vegg vegna málefnaskorts sé að ráðast á olíufélögin og fordæma þau fyrir gróðafíkn og okur. Elds- neytisverð snerti alla og því gætu allir sameinast um að leggja fæð á þau. Athygli almennings væri beint frá vanda stjórnmálamannsins að olíuverðinu. Bjarni lýsti þarna því sem kallað er lýðskrum. Skrumið felst í að leita uppi frumstæðar til- finningar hjá almenningi – hræðslu, reiði, öfund eða afbrýðisemi – og spila síðan á þær sér til framdráttar. Að ala á óbeit á olíufélögunum kann að hafa dugað á tímum Bjarna heit- ins en í dag eru svokallaðir sægreif- ar og kvótakerfið betri skotmörk. Umræðan um fiskveiðistjórnun hérlendis hefur lengi verið á miklu flugi. Í þeirri orrahríð hafa mörg stór orð fallið og ýmsum staðhæf- ingum verið varpað fram. Þetta er ekki aðeins eðlilegt, heldur nauð- synlegt því opin og fjörleg umræða er ómissandi í lýðræðisþjóðfélagi. Hins vegar hefur málefnagrund- völlurinn ekki verið mjög sterkur. Hafa ber í huga að sjávarútvegur er höfuðatvinnugrein landsmanna og því miklir, en oft ólíkir, hagsmunir í húfi. Þessi togstreita hefur sett sitt mark á umræðuna sem virðist oft og tíðum vera meira í ætt við manntafl einstakra hagsmunahópa fremur en óvilhöll og yfirgripsmikil umfjöllun sem veltir upp öllum hliðum máls- ins. Stjórnarsáttmáli ríkistjórnarinn- ar kveður á um að endurskoða skuli fiskveiðistjórnunarkerfið. Í þeirri viðleitni að skapa sem mesta sátt um kerfið var fulltrúum allra þeirra aðila sem hagsmuni hafa af sjávar- útvegi boðið að borðinu. Þetta var klókt því sáttin er grundvöllur fyrir góðum varanlegum lausnum. Sátta- nefndin setti fram tillögu, svokall- aða samningaleið, sem allir hags- munaaðilar nema einn stóðu að og allar stjórnmálahreyfingar nema Hreyfingin samþykktu. Nú hefði eftirleikurinn átt að vera auðveldur. Stjórnvöldum hefði verið í lófa lagið að byggja breytingar á fiskveiði- stjórnunarkerfinu á samningaleið- inni og ná þannig fram langþráðri sátt um kerfið. En nei, ef stríð er í boði þá skal friðurinn rofinn. Hugsanlega er þetta röng grein- ing hjá mér. Kannski var meining- in með því að hafa sáttanefndina skipaða jafn ólíkum hagsmunum og raun bar vitni til að koma í veg fyrir sátt. Að sáttin hafi orðið óvænt. Allir þurfa jú sín olíufélög. Forsæt- isráðherra þarf sitt LÍÚ. Núverandi fiskveiðastjórnunar- kerfi er ekki hafið yfir gagnrýni né heldur er það meitlað í stein. Fram- farir í fiskvísindum og breytingar á pólitískum áherslum munu án efa verða til þess að fiskveiðistjórnun við landið mun breytast á næstunni. En breytingarnar verða að vera gerðar á réttum forsendum. Margt af þeirri gagnrýni sem nú er varpað fram er ekki réttmætt og umræð- an um meinta galla kvótakerfisins virðist að miklu leyti snúast um staðleysur sem virðast víða teknar sem viðurkenndar staðreyndir. Næstu vikuna ætla ég í nokkrum greinum hér í blaðinu að fara yfir íslenska fiskveiðistjórnunarkerf- ið með tólum hagfræðinnar – kosti þess og galla. Ég ætla í þessum greinum mínum að höfða til skyn- semi lesenda fremur en tilfinninga. Málið er of mikilvægt fyrir efna- hagslega framtíð okkar til að hægt sé að spila með það í ómerkilegri pólitík. Í þeirri baráttu sem nú fer fram um fjöregg þjóðarinnar ætla ég að láta öðrum eftir lýskrumið. Ég mun m.a. fjalla um hagrænan grunn þess að takmarka aðgang að fiskveiðum, um hagkvæmni kvóta- kerfisins og áhrif þess á byggðaþró- un, um auðlindarentu og skattlagn- ingu hennar og um tækniframfarir og hagkvæmni. Í lokagreininni mun ég draga saman helstu niðurstöður og lýsa því sem einkenna ætti gott fiskveiðistjórnunarkerfi. Allir þurfa sitt olíufélag Fiskveiðistjórn Tryggvi Þór Herbertsson prófessor í hagfræði og alþingismaður Snjótittlingur / sólskríkja Hann er hér snjórinn frá því í fyrra og hitteðfyrra og árinu þar áður. Hann var sendur okkur af Samtökum atvinnulífs- ins til að tryggja að ekkert greri hér nema tryggt væri í lögum að sömu fimmtán mennirnir fengju að hirða allan gróða af öllu sem hér er gert, og ætt þeirra öll um ókomin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.