Fréttablaðið - 02.05.2011, Blaðsíða 6
2. maí 2011 MÁNUDAGUR6
LANDBÚNAÐUR Landssamtök sauð-
fjárbænda (LS) fordæma stjórn-
sýslu Matvælastofnunar í fjöl-
mörgum málum og ekki síst í
Funamálinu. Það er mat LS að
enn sé óvíst hversu miklum skaða
stofnunin hafi
„valdið orðspori
íslenskra land-
búnaðarvara
erlendis með
ónákvæmri og
illa tímasettri
upplýsingagjöf
t i l erlendra
aðila.“
Matvæla-
stofnun vísar
gagnrýni LS á
bug og furðar sig á því af hverju
gagnrýni bænda snýr að eftirlits-
stofnun en ekki þeim sem varð
þess valdandi að díoxín barst út
í náttúruna, eða sorpbrennslunni
Funa í Skutulsfirði.
LS setti þessa gagnrýni sína
fram í samþykktum á nýafstöðn-
um aðalfundi. Í samþykkt um
Funamálið [díoxínmálið] er stjórn-
sýsla Matvælastofnunar fordæmd
eins og áður segir og þess er kraf-
ist af Alþingi að starfshættir og
stjórnsýsla MAST verði tekin til
athugunar „af til þess bærum aðil-
um enda sé óvíst hversu miklum
skaða upplýsingagjöf stofnunar-
innar hefur valdið.“
Matvælastofnun hefur í ítar-
legri greinargerð svarað ávirð-
ingum LS og telur að vegið sé að
stofnuninni af full mikilli hörku
og ekki „í samræmi við það sem
rétt er“.
Sindri Sigurgeirsson, formaður
LS, sagði í viðtali í Bændablaðinu
að tilkynning frá MAST hafi verið
fréttaefni í fimm heimsálfum og
þar hefði ekki komið fram nauð-
synlegar upplýsingar; til hversu
lítils svæðis mengunin náði og
aðeins náð til brotabrots af fram-
leiðslunni.
Til þessara orða er vitnað í
greinargerð MAST en sagt að
brugðist var við fyrirspurnum
systurstofnana tveimur dögum
eftir að fyrstu fréttir birtust
um innköllun díoxínmengaðs
kjöts. Var fréttatilkynning send
út, meðal annars í gegnum við-
vörunarkerfi Evrópu (RASFF).
Þar hafi nákvæmlega verið tekið
fram hvaða magn var um að ræða
og hvert það fór til markaðssetn-
ingar. Þá segir að í tilkynningu frá
stjórnvöldum hafi komið fram að
innköllunin væri gerð í varúðar-
skyni.
„Við vonum að tekist hafi að
róa kaupendur okkar. Þetta var
áhyggjuefni þar sem 40 prósent
af okkar afurðum fara á erlenda
markaði,“ segir Sindri. „Hins
vegar vil ég hrósa vinnubrögðum
Matvælastofnunar sem brást taf-
arlaust við okkar samþykktum og
kom með athugasemdir sínar.“
Sindri merkir breytingu innan
eftirlitsstofnana eftir að Funamál-
ið kom upp, enda sé það fyrsta mál
þessarar gerðar hérlendis. „Við
kunnum einfaldlega ekki á svona
lagað en erum að læra,“ segir
Sindri. svavar@frettabladid.is
Við vonum að tekist
hafi að róa kaupend-
ur okkar. Þetta var áhyggju-
efni þar sem 40 prósent af
okkar afurðum fara á erlenda
markaði.
SINDRI SIGURGEIRSSON
FORMAÐUR LANDSSAMTAKA
SAUÐFJÁRBÆNDA
fyrir 12 mánaða og eldrihipp.is
Við lífrænt
FJÁRMÁL Árni Páll Árnason, efnahags- og við-
skiptaráðherra, hefur kallað stjórnendur
Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins
á sinn fund í næstu viku til að reyna að finna
lausn á deilumáli á milli stofnananna. Stofn-
anirnar heyra báðar undir efnahags- og við-
skiptaráðuneytið.
Samkeppniseftirlitið lagði dagsektir á
bankann í síðustu viku með því fororði að
bankinn hafi hafnað því að gefa upplýsingar
um útlán einstakra banka og sparisjóða. Með
neituninni hefur Seðlabankinn brotið sam-
keppnislög að mati eftirlitsins. Seðlabank-
inn útskýrir ákvörðun sína um að neita Sam-
keppniseftirlitinu um gögn með þeim rökum
að þagnarskylda bankans sé afar rík. Sam-
keppniseftirlitið telur hins vegar að bankinn
hafi vanrækt ótvíræða lagaskyldu um afhend-
ingu gagna og upplýsinga.
Árni Páll segir deiluna óheppilega og að
greiða verði úr henni sem fyrst. „Það er mikil-
vægt að eftirlitsstofnanir vinni í takt. Það er
einn af lærdómum hrunsins að þær deili upp-
lýsingum að því marki sem mögulegt er. Það
er líka mikilvægt að nauðsynlegur trúnaður
gildi um viðkvæmar upplýsingar. Það er líka
brýnt að þeir sem láta trúnaðarupplýsingar
frá sér til tiltekinna stofnanna geti treyst því
að farið sé með þær af virðingu.“
Árni segir báðar stofnanirnar gegna afar
mikilvægu samfélagslegu hlutverki og í því
ljósi nálgist hann deiluna. - shá
Árni Páll Árnason kallar til sín stjórnendur Seðlabanka og Samkeppniseftirlits:
Ráðherra vill fá lyktir í dagsektadeilunni
ÁRNI PÁLL ÁRNASON Ráðherra mun funda með for-
svarsmönnum Seðlabankans og Samkeppniseftirlitsins.
BANDARÍKIN Bandaríska geim-
vísindastofnunin frestaði fyrir-
huguðu geimskoti geimskutlunn-
ar Endeavour vegna bilunar í
kælibúnaði. Reynt verður aftur á
morgun.
Að sögn yfirmanna NASA er
enn óljóst nákvæmlega hvað
orsakaði bilunina í kælikerfinu.
Endeavour hefur lagt að baki
209 milljón kílómetra leið um
geiminn. Fyrirhuguð ferð geim-
skutlunnar er hennar tuttugasta
og fimmta og jafnframt hennar
síðasta. - sm
Bilun í kælikerfi Endeavour:
Stefnt að geim-
skoti á morgun
GEIMSKUTLAN Endeavour sést hér á
skotpallinum í Flórída.
LÍBÍA Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) ákváðu í gær að
flytja allt alþjóðlegt starfslið sitt á brott frá Trípólí,
höfuðborg Líbíu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar
þess að hópur fólks réðist á skrifstofur SÞ og erlend
sendiráð í borginni. Ástæðan mun hafa verið þær
fréttir að sonur Múammars Gaddafis Líbíuleiðtoga
hefði verið drepinn í loftárás NATO.
Í samtali við breska ríkisútvarpið (BBC) sagði
starfsmaður SÞ að sú ákvörðun að flytja starfsliðið
á brott verði endurskoðuð í næstu viku. Einnig að
Líbísk yfirvöld hefðu beðist afsökunar á árásinni á
skrifstofu SÞ og kennt „reiðum múg“ um skemmd-
arverkin.
Í frétt BBC segir einnig að breska sendiráðið í
Trípóli hafi verið brennt til grunna. Bresk yfirvöld
hafi vísað sendiherra Líbíu úr landi í kjölfar árásar-
innar. Þá hafa ítölsku yfirvöld fordæmt árásina sem
gerð var á sendiráð þjóðarinnar í Trípóli. - kg
Ráðist á skrifstofur Sameinuðu þjóðanna og erlend sendiráð í Líbíu:
SÞ flytur starfsfólk frá Trípólí
LÍBÍA Stuðningsmenn Gadaffis mótmæla fyrir utan hús
leiðtogans sem sprengt var í árás NATO. Sonur Gadaffis var
drepinn í árásinni. NORDICPHOTOS/AFP
Bændur skjóta fast
á Matvælastofnun
Sauðfjárbændur fordæma stjórnsýslu eftirlitsstofnana í Funa-málinu og vilja
opinbera rannsókn. Matvælastofnun svarar því til að verið sé að hengja bakara
fyrir smið og gagnrýnin eigi frekar að beinast að þeim sem mengaði umhverfið.
Á FJALLI Ímynd íslenskra landbúnaðarafurða byggir fyrst og síðast á hreinleika.
Sauðfjárbændur telja stjórnsýslu MAST í Funamálinu hafa skaðað þá ímynd í augum
útlendinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SINDRI SIGUR-
GEIRSSON
Horfðir þú á konunglega brúð-
kaupið í beinni útsendingu?
JÁ 42,3%
NEI 57,7%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ætlar þú á opnunarhátíð tón-
listarhússins Hörpu?
Segðu skoðun þína á Vísir.is
MÁLÞING Í tilefni alþjóðadags
tjáningar- og fjölmiðlafrelsis
verður haldið málþing um tján-
ingarfrelsi og mótmælarétt í Bíó
Paradís á morgun.
Málþingið er skipulagt af
íslensku Unesco-nefndinni í
samstarfi við Blaðamannafélag
Íslands og Mannréttindaskrif-
stofu Íslands.
Markmið málþingsins er að
efna til gagnrýninnar og upp-
byggilegrar umræðu um mót-
mælaréttinn. Þingið hefst klukk-
an tvö eftir hádegi og stendur til
klukkan fimm. - sm
Alþjóðadagur tjáningarfrelsis:
Málþing um
mótmælarétt
Telja voðaverki afstýrt
Þýska lögreglan handtók á föstudag
þrjá meinta liðsmenn Al-Kaída-
hryðjuverkasamtakanna sem taldir
eru hafa ætlað að fremja sprengju-
árásir á fjölförnum stöðum þar í landi.
Tveir mannanna voru af marokkósk-
um uppruna og sá þriðji írönskum.
ÞÝSKALAND
KJÖRKASSINN