Fréttablaðið - 02.05.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 02.05.2011, Blaðsíða 48
2. maí 2011 MÁNUDAGUR32 sport@frettabladid.is SUNDSVALL DRAGONS tapaði í gær, 75-87, í fimmta úrslitaleik gegn Norrköping Dolphins um sænska meistaratitilinn í körfubolta. Leikið var á heimavelli Sundsvall. Norrköping er því komið í 3-2 í einvígi liðanna og getur tryggt sér titilinn á morgun. Hlynur Bæringsson skoraði 17 stig fyrir Sundsvall í leiknum og Jakob Örn Sigurðarson bætti 16 við. N1-deild karla: Akureyri-FH 23-22 (12-13) Mörk Akureyrar (skot): Heimir Örn Árnason 7 (9), Bjarni Fritzson 4 (6), Oddur Gretarsson 4/2 (9), Halldór Logi Árnason 3 (3), Daníel Einarsson 2 (2), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (2), Bergvin Gíslason 0 (2), Guðmundur Hólmar Helgason 0 (6). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24/1 (44) 55%, Stefán Guðnason 0 (2) 0%. Hraðaupphlaup: 4 (Guðlaugur, Hreinn, Bjarni, Heimir). Fiskuð víti: 2 (Oddur 2). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 8/5 (15/6), Ólafur Guðmundsson 6 (17), Ólafur Gústafsson 5 (8), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (5), Örn Ingi Bjarkason 1 (4), Ari Þorgeirsson 0 (1), Baldvin Þorsteinsson 0 (4). Varin skot: Daníel Andrésson 5 (10) 33%), Pálmar Pétursson 7 (0) 35% Hraðaupphlaup: 3 (Ásbjörn 2, Ólafur Guð- mundsson). Fiskuð víti: 6 (Örn 2, Ólafur Guðmundsson, Ólafur Gústafsson, Baldvin, Atli). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Ingvar Elíasson. Fínir. ÚRSLIT FÓTBOLTI Fresta varð opnunar- leik Pepsi-deildar karla í gær. Sá leikur átti að vera á milli Íslands- meistara Breiðabliks og KR. Kópavogsvöllur var á kafi í snjó og langt frá því að vera leikfær. Leikurinn mun fara fram annað kvöld. Opnunarleikur Íslandsmótsins í ár verður því viðureign ÍBV og Fram sem hefst klukkan 18.00 í kvöld. Þrír aðrir leikir eru áætl- aðir klukkan 19.15 í kvöld. Víkingur fór fram á frestun á leik sínum gegn Þór og reynt verður að spila þann leik á morg- un. Víkingsvöllurinn var ekki í góðu standi fyrir snjókomuna og er ekki tilbúinn í dag. Hvort hann verður tilbúinn á morgun mun koma í ljós síðar. Ef ekki er mögulegt að leiknum verði frest- að fram í júní. Þá er gert hlé á deildinni vegna þátttöku U-21 árs liðsins á EM. Þar sem hvorki Víkingur né Þór mun eiga mann í íslenska hópnum verður hægt að nota þann glugga til þess að spila leikinn. Valsmenn segjast vera klárir í að spila gegn FH svo lengi sem snjórinn fari af vellinum. Sam- kvæmt veðurspám á það að ganga eftir. Völlur Valsmanna er með upphitun og því í betra standi en Víkingsvöllurinn. Nettóvöllurinn í Keflavík er í góðu standi enda enginn snjór þar. Sömu sögu er að segja af Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Ekki þarf svo að hafa áhyggjur af aðstæðum í leik Fylkis og Grinda- víkur enda fer hann fram innan dyra í Kórnum. - hbg Opnunarleik frestað: Mótið byrjar í Eyjum SNJÓR Svona var ástandið á Kópavogs- velli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HBG HANDBOLTI Sveinbjörn Pétursson varði alls 24 skot gegn FH og sýndi sinn besta leik í úrslitaeinvíginu til þessa. Það munaði um minna, hann sá til þess að FH-ingar fóru tóm- hentir heim. „Við fórum illa með dauðafærin í leiknum, Sveinbjörn varði mjög vel. Við þurfum að nýta færin betur,“ sagði Kristján Arason, þjálfari FH, í leikslok. „Mér fannst þetta vera besti leikurinn af þessum þremur. Við hefðum samt sem áður þurft að stýra leiknum betur. Við tókum mikið af ótímabærum skotum og við þurfum að nýta færin miklu betur. En með sömu spilamennsku vinnum við þá á miðvikudaginn,“ sagði Kristján sem vill sjá þrjú þúsund manns á leiknum í Kapla- krika. Ólafur Gústafsson var öflugur í leiknum en hann skoraði fimm mörk. „Við gáfum þeim of auðveld mörk, við skoruðum of lítið úr upp- stilltum færum. Þetta eru smáat- riði sem þarf að laga,“ sagði Ólaf- ur. „Sveinbjörn varði líka vel, en það er engin endastöð, við máttum búast við þessu.“ Hann býst við sömu spennu í næsta leik líka. „Þetta ræðst aldrei fyrr en á síðustu mínútun- um, þannig á það líka bara að vera. Það er engin sjáanleg þreyta á lið- unum, þetta verður hörkuleikur á miðvikudaginn þar sem við ætlum að lyfta bikarnum,“ sagði Ólafur Gústafsson. FH-ingar lentu á vegg á Akureyri í gær og voru í miklum vandræðum með markvörð Akureyrarliðsins: Sveinbjörn múraði upp í markið hjá sér HANDBOLTI Það er líf í Norðlend- ingum. Eftir tvo tapleiki náðu deildarmeistararnir loksins að vinna leik í einvíginu við FH um Íslandsmeistaratitilinn. Staðan er 2-1 eftir 23-22 sigur Akureyrar en næst er leikið í Krikanum á mið- vikudaginn. Það var meiri barátta í Akur- eyringum framan af en eftir að Heimir Örn hafði skorað tvö fyrstu mörkin var jafnt á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik. FH var skrefinu á undan og leikur- inn ágætlega spilaður. Akureyr- ingar skutu þó oft illa í sókninni en Sveinbjörn var vel vakandi í rammanum. Staðan í hálfleik var 12-13 fyrir FH. Um miðjan síðari hálfleik var staðan 16-16 en þá skoraði Akur- eyri þrjú mörk í röð. Barátta, spenna og kaflaskipti hafa ein- kennt alla þrjá leikina til þessa og í gær var engin breyting þar á. FH jafnaði leikinn í 19-19 en Akureyri skoraði svo næstu þrjú mörk. FH fékk tækifæri til að jafna í síðustu sókninni þegar sjö sekúnd- ur voru eftir, en ólíkt leikkerfinu á lokasekúndunum í fyrsta leikn- um sem afgreiddi Akureyri, mis- heppnaðist sending Hafnfirðinga og Akureyri hrósaði sigri. Sveinbjörn varði frábærlega í marki Akureyrar, alls 24 skot og skaraði fram úr ásamt Heimi. Miklu munaði um að Guðmund- ur Hólmar náði sér ekki á strik. Mikið hefur verið rætt um breidd- ina í liði Akureyrar, margir telja hana of litla, en Atli Hilmarsson gefur því langt nef. Maður eins og Halldór Logi Árnason hafi komið inn og staðið sig vel, Halldór skor- aði þrjú mikilvæg mörk í gær úr þremur skotum. Hjá FH voru þrír menn sem skoruðu 19 af 22 mörkum. Ásbjörn og Ólafur Guðmundsson skoruðu samtals 14 mörk en þeir skutu líka 32 sinnum að markinu. Markvarsla liðsins var svo alls ekki nógu góð. Atli náði þeim magnaða árangri árið 2002 að stýra KA til Íslands- meistaratitilsins eftir að hafa lent 2-0 undir í einvígi, þá við Val. Hann segir að samanburður við slíkt sé afstæður en hann sér ýmislegt sameiginlegt með því einvígi og nú. „Til dæmis er stígandi í okkar leik, við vorum betri í þessum leik en þeim fyrsta, sem er jákvætt. Við vorum alveg ákveðnir í því að láta þá ekki lyfta bikarnum hérna, ég lenti í því með KA gegn Hauk- um einu sinni og það var ömur- legt. En eins og 2002 þá vitum við að þetta er hægt, við getum orðið meistarar, og það er hugarfarið sem við tókum inn í leikinn,“sagði Atli. „Það er enn líf í okkur. Þetta var þvílík barátta og jafn leikur, eins og hinir tveir. Vörnin okkar var betri í seinni hálfleik, þá gekk betur að ganga út í þá og brjóta á þeim, en Sveinbjörn var alveg frá- bær líka,“ sagði Atli. - hþh Við vitum vel að þetta er hægt Akureyri beit frá sér í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í gær og lagði FH á Akureyri. Enn og aftur var leikur liðanna jafn og æsispennandi. Úrslit réðust ekki fyrr en í blálokin. Sveinbjörn Pétursson, markvörð- ur Akureyrar, steig upp í gær og gerði gæfumuninn fyrir heimamenn með virkilega góðri markvörslu. EKKERT GEFIÐ FH fékk að hafa fyrir hlutunum. FRÉTTABLAÐIÐ/SÆVAR GLEÐI Á AKUREYRI Guðmundur Hólmar Helgason og félagar í liði Akureyrar fögnuðu sigrinum í gær vel og innilega. Þeir eru enn á lífi í einvíginu. Á neðri myndinni stjakar Ásbjörn Friðriksson við Bjarna Fritzsyni. FRÉTTABLAÐIÐ/SÆVAR FRÁBÆR Sveinbjörn Pétursson datt í gírinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.