Fréttablaðið - 02.05.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.05.2011, Blaðsíða 18
2. maí 2011 MÁNUDAGUR18 timamot@frettabladid.is Afmælið er reyndar á morgun, 3. maí, en við höfum verið að halda upp á það undanfarið,“ segir Kristín Sigurrós Einarsdóttir, formaður Leikfélags Hólmavíkur, sem fagnar þrjátíu ára afmæli um þessar mundir. „Félagið hefur verið nokkuð öflugt í þessi þrjá- tíu ár og í seinni tíð höfum við sett upp sýningar annað hvert ár en hitt árið verið í samstarfi við grunnskólann og þá hafa gjarnan verið settir upp söng- leikir,“ heldur Kristín áfram. „Nán- ast allar okkar uppsetningar hafa verið gamanleikir eða farsar og við brugðum ekki út af vananum núna og settum upp bráðfjörugan gamanleik í tilefni af afmælinu.“ Leikritið sem leikfélagið frumsýndi fyrir páska heitir Með táning í tölvunni og er eftir Bretann Ray Cooney. „Því er leikstýrt af heimamanninum Arnari S. Jóns- syni, sem hefur verið virkur í leik- félaginu frá tólf ára aldri og meðal ann- ars í tvígang verið formaður þess,“ segir Kristín. Í sýn- ingunni taka þátt sjö leikarar og að minnsta kosti annar eins fjöldi á bak við tjöldin. Kristín segir virka félaga í leikfélaginu vera í kringum þrjátíu sem lætur nærri að séu tíu prósent bæjarbúa, sem verður að teljast ansi gott. Hluti af afmælisfagnaðinum felst í því að fara með sýninguna á nær- liggjandi firði. „Já, við erum svona að leggja lokahönd á það,“ segir Kristín. „Um sjómannadagshelgina ætlum við að fara Vestfjarðarúnt og sýna á Pat- reksfirði, Þingeyri og Bolungarvík. Síðan ætlum við að enda samkvæmt hefðinni í Árneshreppi á Ströndum 16. júní.“ Spurð hvernig sú hefð hafi skap- ast segist Kristín nú ekki alveg vita það. „En aðallega er bara svo gaman að fara þarna norður. Þar mæta alltaf allir sem vettlingi geta valdið, oft allir íbúar hreppsins og rúmlega það.“ Kristín hefur sjálf verið virk í leik- félaginu allar götur síðan hún flutti á Hólmavík fyrir ellefu árum og er nýkjörin formaður þess. „Ég er búin að koma að hinu og þessu hjá leik- félaginu,“ segir hún hlæjandi. „Ég hef leikið, séð um leikskrá, eldað og ýmis- legt fleira. Það gengur ekki að vera með stjörnustæla í svona félagi, hér hjálpast alltaf allir að.“ fridrikab@frettabladid.is LEIKFÉLAG HÓLMAVÍKUR: FAGNAR ÞRJÁTÍU ÁRA AFMÆLI MEÐ LEIKFERÐ Í Árneshreppi mæta oftast allir hreppsbúar og meira til KRISTÍN SIGURRÓS EINARSDÓTTIR AFMÆLISSÝNING Í Leikfélagi Hólmavíkur hjálpast allir að, hér eru leikarar í afmælissýningu félagsins, Með táning í tölvunni, eftir Ray Cooney. 36 Anne Boleyn, önnur eiginkona Hinriks VIII., var handtekin þann 2. maí 1536, ásökuð um landráð, hórdóm, sifjaspell og kukl. Hún var flutt í Tower of London þar sem réttað var yfir henni og hún dæmd sek þann 15. maí. Fjórum dögum síðar var hún hálshöggvin á Tower Green. Anne var krýnd drottning Englands þann fyrsta júní 1533, eftir að Hinrik hafði skilið við fyrstu konu sína Katrínu af Aragon. Páfinn bannfærði Hinrik í kjölfarið og hjónaband þeirra Anne var ekki viðurkennt af kirkjunni. Dóttir þeirra Elísabet var talin hórgetin, en varð þó seinna drottning Englands og ríkti í fjörutíu og fimm ár sem Elísabet I. Eftir að Elísabet komst til valda var orðspor Anne reist við og hún talin píslarvottur og hetja umbyltingarsinna. Seinni tíma fræðimenn telja flestir að ásakanir á hendur henni hafi verið mjög ósannfærandi og ástæðan fyrir handtöku hennar og aftöku hafi fyrst og fremst verið sú að Hinrik VIII. hafi viljað ryðja henni úr vegi svo hann gæti kvænst Jane Seymour. ÞETTA GERÐIST: 2. MAÍ 1536 Anne Boleyn handtekin fyrir landráð Merkisatburðir 2. maí 1615 Þrettán skip farast og áttatíu menn drukkna í aftakaveðri á Breiðafirði. 1822 Skipbrotsmenn af tveimur erlendum skipum komast til lands; sextán manns á Vopnafirði og sex manns við Glett- inganes. Bæði skipin höfðu farist í hafís. 1968 Maíuppþotin í París hefjast með því að stjórn Parísarhá- skóla í Nanterre ákveður að loka skólanum vegna árekstra við stúdenta. 1970 Búrfellsvirkjun vígð og formlega tekin í notkun. 1992 Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra undirritar samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Samningurinn er um tuttugu þúsund blaðsíður. 1997 Tony Blair tekur við embætti forsætisráðherra Bretlands eftir átján ára stjórnartíð Breska íhaldsflokksins. Kuðungurinn, umhverfisviðurkenn- ing umhverfisráðuneytisins, var veitt í sextánda sinn á föstudag og kom í hlut Farfuglaheimilanna í Reykjavík fyrir framlag til umhverfismála á síðastliðnu ári. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti verðlaun- in við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu og sagði Farfuglaheimilin vel að verð- laununum komin. Farfuglaheimilin í Reykjavík eru tvö. Farfuglaheimilið Vesturgötu 17 var opnað á vormánuðum 2009 í glæsilegu húsnæði en þar hefur markvisst verið unnið að því að tak- marka áhrif rekstursins á umhverf- ið og hlaut heimilið vottun norræna umhverfismerkisins Svansins um ári eftir opnun. Farfuglaheimilið í Laugardal hefur um langa tíð hagað rekstri sínum í sátt við umhverfið og fékk Svansvott- un 2004. Heimilið hefur ávallt lagt áherslu á umhverfisfræðslu og hvatt gesti til að taka þátt í umhverfisstarfi á ferðalögum sínum. Farfuglaheim- ilin leggja sig einnig fram um að bæta nærumhverfi sitt með því að taka þátt í og standa fyrir menningarviðburð- um sem glæða samfélagið lífi. Þau eru sem stendur einu umhverfisvott- uðu gististaðirnir á höfuðborgarsvæð- inu og lykilheimili í hópi 37 farfugla- heimila á Íslandi. Farfuglar hljóta Kuðunginn KUÐUNGURINN Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Sigríður Ólafsdóttir, rekstarstjóri Farfuglaheimilanna í Reykjavík, með verðlaunagripinn, sem er kuðungur unn- inn af listakonunni Ingu Elínu Kristinsdóttur. Opnunartónleikar tónleika- raðar Jazzklúbbsins Múl- ans verða í Norræna húsinu í kvöld. Tríó píanóleikarans Agnars Más Magnússon leik- ur fyrir gesti. Alls verða sex- tónleikar í tónleikaröðinni og allir í Norræna húsinu. Í fyrra setti leikur tríóið tónlist Agnars af útkomnum geisladiskum hans í bland við þekkt lög. Í seinna setti leiðir tríóið opna jamsess- ion fyrir alla sem vettlingi geta valdið og er von á hópi djassleikara sem taka þátt. Meðlimir tríósins eru auk Agnars, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleikari og Scott McLemore sem leikur á trommur. Múlinn er samstarfsverk- efni Félags íslenskra hljóm- listarmanna (FÍH) og Jazz- vakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árna- syni sem jafnframt var heið- ursfélagi og verndari Múl- ans. Opnunartónleikarnir hefjast klukkan 21. Múlinn efnir til tónleikaraðar TÓNLEIKAR OG JAMSESSION Tríóið leikur tónlist Agnars af útkomnum geisladiskum hans í bland við önnur lög. DAVID BECKHAM knattspyrnumaður er 36 ára „Það er pláss fyrir bæði stráka- og stelpufót- bolta í veröldinni. Ég trúi ekki öðru.“ MOSAIK Elskulegur sambýlismaður minn, pabbi, sonur og bróðir, Dr. Erlendur Ásgeir Júlíusson til heimilis að Studiegången 13, Gautaborg, Svíþjóð, varð bráðkvaddur í London 19. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Stephensen Jökull Ásgeirsson Júlíus Sigurðsson Jóhanna Ellý Sigurðardóttir Hildur Júlíusdóttir Júlíus Þór Júlíusson Íris Guðrún Ragnarsdóttir Davíð Júlíusson Kristín Inga Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.