Fréttablaðið - 02.05.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.05.2011, Blaðsíða 12
2. maí 2011 MÁNUDAGUR12 Mikolaj Dowgielewicz er aðstoðarutanríkisráðherra Póllands og sér um Evrópu- mál. Pólverjar eru hlynnt- ir stækkun ESB og verða í forystuhlutverki eftir að rýniferli Íslands lýkur. Dowg ielewicz segir aðildar- viðræðurnar mun stærra mál en Icesave. Sú deila sýni þó að það borgi sig að vera í þessum volduga klúbbi. Sex mánaða formennskutímabil Pólverja í ráðherraráði ESB hefst 1. júlí og mun standa í sex mán- uði. Gangi allt að óskum, þannig að yfirstandandi rýniferli Íslands verði lokið í júní, verða Pólverjar því í mikilvægu hlutverki í aðildar- viðræðum Íslands. Mikolaj Dowgielewicz, sem stýr- ir Evrópumálum í pólska utanrík- isráðuneytinu, segir Pólverja vilja auðvelda áframhaldandi umsókn- arferli Íslands. Þetta sé Pólverj- um mikilvægt, því þeir eru hlynnt- ir stækkun Evrópusambandsins yfirleitt. Hann vill helst ekki gera of mikið úr Icesave og áhrifum af þjóðaratkvæðagreiðslunni á umsóknarferlið eða lánveitingar til Íslands. Er Icesave ekkert á dagskrá í þessari heimsókn þinni til Íslands? Pólska eftirhrunslánið til Íslands var á sínum tíma tengt lausn Ice- save, eins og lán fleiri þjóða. Hver er staðan á þeim lánum? Icesave þarf að leysa á einn hátt eða annan, en aðild að Evrópusam- bandinu snýst ekki bara um Ice- save. Það snýst um að ganga í póli- tískan og efnahagslegan klúbb sem er sá voldugasti í heimi og getur komið Íslandi að miklu gagni. Ice- save er hins vegar dæmi um hve gott er að vera innan borðs en ekki utan. Það sést á því að ESB hjálpar sínum félögum til að leysa og semja um erfið mál. Ef þið gangið í ESB gætuð þið einnig samið reglurn- ar og haft áhrif á dagskrána. Um stöðu lánanna til Íslands get ég ekkert sagt. Því þarf íslenska rík- isstjórnin og þingið fyrst og fremst að svara. En ég held að það ætti ekki að takmarka ESB-aðildarvið- ræður við Icesave. Þegar við sömd- um við ESB óttuðumst við margt. Við vorum hrædd um að Þjóðverjar myndu kaupa landið okkar og eign- ir, við vorum hrædd um landbúnað- inn og hefðir okkar og fullveldi en ég get sagt þér að eftir sjö ára veru í ESB hefur komið í ljós að engin þessara efasemda, ekki ein einasta, átti við rök að styðjast. Sjálfsmynd okkar sem þjóðar hefur ekki dofn- að á nokkurn hátt. Okkur finnst við miklu sterkari sem hluti ESB og aðildin er hluti af okkur. Sumir hér líta svo á að það hafi verið ljótt af löndum ESB að standa með Bretum og Hollendingum gegn Íslandi. Lífið er harkalegt og ef þú ert í klúbbi þá hjálpar klúbburinn þér. Fólk ætti að íhuga það. Ísland hefur einstakt tækifæri til að hagnast á aðildarferlinu. Ég tala fyrir hönd ríkis sem gekk í ESB fyrir sjö árum og hefði ekki farið í gegnum efna- hagskrísuna með jákvæðan vöxt í efnahagslífinu annars. Fyrir aðild voru margir hópar í Póllandi mót- fallnir ESB, til dæmis bændur. En þeir hafa hagnast mest allra á inn- göngunni og nú eru 70% bænda hlynnt aðild, því hún hefur bætt lífsskilyrði til sveita en ekki verið róttæk umbylting og tortíming eins og óttast var. Um EES og Norður-Afríku Síðustu misseri hafa verið erfið ESB og sífellt bætist við vandræð- in. Nú síðast er deilt um Schengen á Ítalíu og í Frakklandi … Schengen verður erfið umræða í formennskutíð okkar. En ESB er ekki óundirbúið fyrir hana, heldur þvert á móti. Við erum vongóð um lýðræðislega bylgju og umbætur í Norður-Afríku og ef það gengur vel þá dregur úr þörf fólksins til að koma til Evrópu. En að hleypa Norður-Afríkuríkj- um inn í EES, eins og Stefan Fule, framkvæmdastjóri stækkunarmála ESB, leggur til? Já, ég held að EES sé gott dæmi um hvað hægt er að gera fyrir þessi lönd með aukinni samvinnu og líka fyrir löndin í austri eins og Úkraínu og Moldóvíu. Ef þessi lönd gengjust undir EES-reglur kæmi það bæði þeim og okkur að gagni. Margir hér líta svo á EES að það sé slæmt að þurfa að samþykkja öll þau lög án þess að hafa fulltrúa í ákvarðanatökunni. Telur þú að stórt ríki eins og Úkraína myndi sætta sig við þetta, lýðræðislega séð? Stærsta vandamál ykkar í EES er að þið hafið engin áhrif á ferl- ið heldur samþykkið bara það sem aðrir ákveða fyrir ykkur. Það eru aðrar aðstæður á Íslandi en í Úkraínu og ekki hægt að bera það saman. Ísland er komið í umsókn- arferli og er vestrænt ríki, nútíma- legt land, sem er ekki að ganga í gegnum róttækar efnahags- eða stjórnkerfisbreytingar. Þið getið ekki borið ykkur saman við Líbíu eða Túnis. Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Öryggismiðstöðin býður upp á námskeið fyrir dyraverði sem er viðurkennt af lögreglustjóra. Námskeiðið fer fram dagana 17.–19. maí nk. Námskeiðsgjald er 42.000 kr. Námskeið fyrir dyraverði er styrkhæft af fræðslusjóðum aðila vinnumarkaðarins. Dyravarðanámskeið Námskeiðið er 20 kennslustundir og tekur á eftirfarandi þáttum: Lög og reglugerðir Samskipti við lögreglu og neyðaraðila Skyndihjálp Fíkniefni Brunavarnir Sjálfsvörn Nánari upplýsingar fást í síma 570 2400 eða í tölvupósti, namskeid@oryggi.is. MIKOLAJ DOWGIELEWICZ Gangi Ísland í ESB getur það haft áhrif á gang mála og tekið þátt í að semja leikreglur fyrir sambandið, segir Dowgielewicz. Engin ástæða sé til að óttast. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Klemens Ólafur Þrastarson klemens@frettabladid.is FRÉTTAVIÐTAL: Mikolaj Dowgielewicz, aðstoðarutanríkisráðherra Póllands Ísland getur gengið í voldugasta klúbbinn Pólland mun taka upp evruna þegar tækifæri gefst og það hefur uppfyllt skilyrðin, segir Dowgielewicz, sem er sannfærður um að sameiginlegi gjald- miðillinn sé á bataleið. Hann vill ekki spá fyrir um hvort krísan sé í rénun eða spekúlera um efnahagsmál á Spáni og hefur ekki áhyggjur af því að Portúgalar kjósi í sumar flokka sem segi Nei við björgunarpakka ESB. Hann kannast ekki við að í Póllandi séu efasemdir um Evrópusamstarfið. „Pólverjar eru með helstu stuðnings- mönnum ESB, ekki bara af því að fólk trúir á hið pólitíska verkefni, samruna Evrópu, heldur af því að allir sjá og finna kosti aðildarinnar á eigin skinni. Hvort sem er Schengen-samstarfið, innri markaðurinn, landbúnaður eða menntun og að fá að fara og læra í öllum þessum löndum, Pólverjar kunna svo sannarlega að meta þetta frelsi. Á pólska þinginu er enginn sem efast um aðildina að ESB. Menn eru auðvitað með mismunandi áherslur en í það heila deilir enginn um að Pólland hefur hagnast gífurlega á aðildinni.” Enginn deilir um ESB-aðildina á þingi Í KRAKÁ Aðstoðarutanríkisráðherrann segir engar ESB-efasemdir á pólska þinginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.