Fréttablaðið - 02.05.2011, Blaðsíða 2
2. maí 2011 MÁNUDAGUR2
verið handtekinn og yfirheyrður
vegna rannsóknarinnar, meðal
annars áðurnefndur Borgnesing-
ur á laugardagskvöld. Síðdegis í
gær hafði hins vegar öllum verið
sleppt úr haldi.
Heimildir Fréttablaðsins
herma að mikil áhersla sé lögð á
það að koma í veg fyrir frekari
útbreiðslu efnisins. Talsvert lög-
reglulið hafi unnið að því myrkr-
anna á milli alla helgina og svo
verði áfram á meðan af því er
talin steðja hætta.
Karl Steinar Valsson, yfirmað-
ur fíkniefnadeildar lögreglunn-
ar, segir lögreglu óttast mjög að
meira af efn-
inu sé í umferð.
Ha n n seg i r
ómögulegt að
vita hvort inn-
flytjendur og
sölumenn efn-
isins viti sjálfir
hversu hættu-
legt efnið er.
„ E n m a ð u r
ætlar svo sem
e n g u m a ð
dreifa svona efnum vitandi að þau
kunni að vera eitruð,“ segir hann.
Hann vildi að öðru leyti ekki tjá
sig um rannsóknina í gær. - sh, jss
VEÐUR Mesta snjólag í tæplega aldarfjórðung, 16,3
sentimetrar, mældist í Reykjavík í gærmorgun sam-
kvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Leita
þarf aftur til ársins 1987 til að finna jafn snjóþung-
an fyrsta maí en þá var 17 sentimetra snjólag í höf-
uðborginni. Jörð var síðast alhvít í maímánuði árið
1993.
Í öðrum landshlutum var þó mögulegt að fagna
baráttudegi verkalýðsins í sumarlegra veðri. Víða
á Austurlandi skein sól í heiði og mældist þar 17
gráðu hiti síðdegis. Á Norðurlandi fór hitinn upp í
13 stig. Veðurstofan spáir hlýnandi veðri í dag.
Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri,
segir óneitanlega dálítið sérstakt að svo mikið snjói
hér á landi í byrjun maí. Það sé þó alls ekki eins-
dæmi. „Fyrsta veðrið sem ég man eftir var 3. maí
1929, þegar ég var fimm ára gamall drengur í Borg-
arfirði. Þá skall á feykilegur bylur um land allt.
Þetta man ég,“ segir Páll og bætir við að honum lít-
ist afbragðsvel á sumarið sem fram undan er.
„Veturinn hefur verið mildur og það veit á gott,
sérstaklega fyrir gróðurinn. Margir hafa kvart-
að undan þessum aprílmánuði sem er nýliðinn, og
kannski með réttu því veðrið hefur verið hálfleiðin-
legt, en staðreyndin er sú að þessi apríl er líklega
sá níundi hlýjasti síðan mælingar hófust hér á landi
árið 1846. Svona vill náttúran hafa þetta og ekki
þýðir að kvarta yfir því,“ segir Páll. - kg
Mesta snjólag í aldarfjórðung mældist í Reykjavík í gærmorgun:
Spáð hlýnandi veðri í dag
Þóra Björk, var brúðkaupið
gott fyrir sinn hatt?
„Ég þori að éta minn hatt upp á
það að brúðkaupið var skraut-
fjöður í hatt krýndra sem ókrýndra
drottninga heimsins.“
Þóra Björk Ólafsdóttir viðskipta-
fræðingur, til vinstri, og vinkonur hennar
hittust á föstudagsmorgun, fylgdust með
konunglega brúðkaupinu í sjónvarpinu,
settu upp hárskraut og gæddu sér á
gúrkusamlokum.
SAMGÖNGUR Dýpkunarskipið Skandia er við störf við
Landeyjahöfn og liggur fyrir að hægt verði að opna
höfnina aftur á miðvikudag. Herjólfur sigldi síðast
frá Landeyjahöfn þann 12. janúar.
Að sögn Gísla Vals Gíslasonar, stýrimanns á Herj-
ólfi, náði dýpkunarskipið fimm ferðum aðfaranótt
sunnudags og gekk vinnan mjög vel. Dýpt hafnar-
innar verður mæld aftur í dag og verður þá hægt að
áætla hvenær siglt verður á Landeyjahöfn að nýju.
Ef veður helst gott og dýpkunarstarfið gengur vel
eru líkur á að höfnin opni á miðvikudag.
„Höfnin var mæld á laugardag og þá var lítið eftir.
Ef veðurskilyrði haldast góð áfram ættu þeir að geta
athafnað sig allan sólarhringinn. Þá ættum við að
geta byrjað að sigla aftur til Landeyjahafnar innan
skamms,“ segir Gísli Valur.
Þann 6. apríl var minnsta dýptin í hafnarmynninu
4,5 metrar en Herjólfur ristir 4,2 metra þegar skipið
er í kyrrstöðu. Æskileg dýpt hafnarmynnisins er því
minnst 6 metrar. - sm
Dýpkunarskip er við störf við Landeyjahöfn:
Landeyjahöfn opnar líklega í vikunni
BRETLAND Hertoginn og hertoga-
ynjan af Cambridge eyða fyrstu
helgi sinni sem hjón á leynilegum
stað. Hjónin hyggjast ekki fara í
brúðkaupsferð sína strax og mun
Vilhjálmur prins mæta aftur til
vinnu sinnar á morgun.
Ekki hefur verið gefið upp hve-
nær farið verður í væntanleg
brúðkaupsferð eða hvert verður
farið, en margir telja líklegt að
hveitibrauðsdögunum verði eytt
í Keníu þar sem Vilhjálmur bað
Katrínar. -sm
Brúðkaupsferðinni frestað:
Mætir til vinnu
aftur á morgun
SÆL SAMAN Katrín og Vilhjálmur vörðu
brúðkaupsnóttinni í Buckingham-höll.
VETRARTÍÐ Ungir sem aldnir drógu skemmtu sér í snjónum á
Seltjarnarnesi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SJÁVARÚTVEGUR Landhelgisgæslan
kannaði í gær veiðar sjö togara
frá Spáni og Rússlandi sem sáust
að veiðum á Reykjaneshrygg
fyrir þremur dögum. Við skoðun
kom í ljós að skipið frá Spáni var
á langhalaveiðum en rússnesku
skipin úthafskarfaveiðum.
Veiðum á langhala er ekki
stjórnað með beinum hætti og eru
skipin því í fullum rétti hafi við-
komandi þjóð veiðireynslu. Rúss-
nesku skipin eru á karfaveiðum
en fjölþjóðlegt samkomulag er
um að veiðarnar hefjist ekki fyrir
10. maí. Rússar eru ekki bundnir
af samþykktinni.
Öll skipin eru að veiðum utan
íslenskrar fiskveiðilögsögu. - shá
Gæslan á Reykjaneshrygg:
Sjö togarar
veiddu löglega
BANDARÍKIN Barack Obama Banda-
ríkjaforseti virðist ekki taka
hugmynd auðjöfursins Donalds
Trump um mögulegt forseta-
framboð ýkja alvarlega. Forset-
inn hæddist að Trump í árlegum
kvöldverði með blaðamönnum um
helgina og sýndi meðal annars
mynd af Hvíta húsinu þar sem sjá
mátti bikiníklæddar stúlkur með
kokteila í heitum potti.
Obama gerði einnig grín að
þeim orðrómi að hann hafi ekki
fæðst í Bandaríkjunum. Nú þegar
hann hefði birt fæðingarvottorðið
sitt gæti Trump snúið sér að mik-
ilvægari álitaefnum, eins og því
hvort tunglferðin 1969 hafi verið
sviðsett. Trump sat svipbrigða-
laus undir öllu gamninu. - sh
Obama hæðist að Trump:
Hvíta húsið yrði
eitt syndabæli
OBAMA OG TRUMP Sá síðarnefndi kunni
ekki meta háðsglósur forsetans.
BANDARÍKIN Tala látinna fer hækk-
andi eftir að skýstrokkar fóru
yfir suðurríki Bandaríkjanna í
síðustu viku.
Alls hafa 340 látið lífið í ham-
förunum og varð Alabama einna
verst úti, en þar fórust 248 manns
í óveðrinu. Um tvö hundruð ský-
strokkar fóru yfir sex fylki í
Suður-Bandaríkjunum og er eyði-
leggingin gríðarleg.
Björgunarsveitir og hermenn
leita enn að fórnarlömbum sem
gætu verið föst í húsarústum. Um
milljón heimili á svæðinu eru enn
án rafmagns. Barack Obama, for-
seti Bandaríkjanna, heimsótti
hamfarasvæðið í gær. - sm
Tala látinna fer hækkandi:
Yfir 300 látnir
LANDEYJAHÖFN Talið líklegt að hún opni á miðvikudag.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KJARAMÁL Gylfi Arnbjörns-
son, forseti ASÍ, segir kjaravið-
ræður munu halda áfram við
framkvæmdastjórn Samtaka
atvinnulífsins (SA) í dag. Ekkert
samband hafi verið milli aðilanna
yfir helgina. Gylfi hélt ræðu á
Akureyri í gær í tilefni af bar-
áttudegi verkalýðsins. „Við töl-
uðum til þeirra [SA] en ekki beint
við samtökin,“ segir Gylfi.
Á föstudag sagði Gylfi verka-
lýðshreyfinguna nú undirbúa
allsherjarverkfall í þessum mán-
uði. - kg
Kjarasamningar ASÍ og SA:
Viðræður halda
áfram í dag
LÖGREGLUMÁL Lögregla leggur
nú allt kapp á að rekja uppruna
og dreifingarleiðir fíkniefnis-
ins PMMA, sem grunur leikur á
að hafi dregið tvítuga stúlku til
dauða á laugardagsmorgun.
Stúlkan var stödd í samkvæmi
hjá kunningja sínum þegar hún
lést. Hún hafði neytt fíkniefna.
Dánarorsök liggur ekki fyrir en í
ljósi þess að PMMA hafði fundist í
fyrsta sinn á Íslandi fyrr í apríl, í
fórum manns í Borgarnesi, beind-
ist grunur strax að því. Lögregla
handtók fjóra
á staðnum og
lagði hald á
fíkniefni.
Á laugar-
dagskvöld var
leitað í tveim-
ur húsum til
viðbótar og
fleiri hand-
teknir. Lög-
regl a hélt
á f r a m a ð
rekja sig eftir
viðskiptaslóð-
inni og gerði
þriðju húsleit-
ina í gær.
Samkvæmt
heimildum
Fréttablaðs-
i ns fa n nst
nokkurt magn
fíkniefna á öllum fjórum stöðun-
um, þar á meðal hvítt efni sem við
fyrstu sýn virðist vera amfetamín
en ekki er hægt að útiloka að sé
umrætt PMMA. Efnið hefur verið
sent Rannsóknarstofu í lyfja- og
eiturefnafræðum til greiningar.
Hún getur tekið nokkurn tíma.
Meira en tugur manna hefur
Lögregla gerir dauða-
leit að banvænu dópi
Lögregla leitar nú logandi ljósi að stórhættulegu fíkniefni sem talið er komið í
almenna umferð. Ung stúlka lést á laugardag eftir neyslu. Nokkurt magn fíkni-
efna fannst á fjórum stöðum um helgina og hefur nú verið sent til rannsóknar.
Efnið skeinuhætta er skammstafað PMMA en fræðiheitið er parametoxímet-
amfetamín. Það er náskylt metamfetamíni en hefur virkni ekki
ósvipaða MDMA, eða e-töflum og e-töfludufti. Efnið er
ýmist selt í duft- eða pilluformi, og þá sem
amfetamín eða MDMA, en er þó mun
líklegra til að valda hjartastoppi,
ekki síst vegna þess
að áhrifin koma
síðar fram og því
freistast fólk til
að neyta meira
en ella.
Í janúar fluttu
norskir fjölmiðlar
fréttir þess efnis
að tólf hefðu látist
eftir neyslu efnisins á
undanförnu ári. Fyrir
mánuði var svo greint
frá því í Hollandi að efnið
hefði dregið fjóra þar til
dauða síðan í nóvember.
Sextán látnir í Noregi og Hollandi
KARL STEINAR
VALSSON
Maður ætlar
svo sem
engum að
dreifa svona
efnum
vitandi að
þau kunni að
vera eitruð
KARL STEINAR
VALSSON
YFIRMAÐUR
FÍKNIEFNADEILDAR
LÖGGREGLUNNAR
SPURNING DAGSINS
Ný verslun Hamraborg 1
Opnunartilboð - 2. - 6. maí
Petmax.is gæludýraverslun - Hamraborg 1 (að neðanverðu) - Kópavogi
Ódýr kostur
fyrir hunda og ketti
Verðdæmi
15 kg poki OK dog
Rétt verð 7.980 kr.
Tilboðsverð 5.985 kr.
OPNUN
ARTILBO
Ð
10-25%
AFSLÁT
TUR