Fréttablaðið - 25.05.2011, Side 8

Fréttablaðið - 25.05.2011, Side 8
25. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR8 Aska um allar sveitir Askan úr Grímsvötnum hefur gert mörgum lífið leitt undanfarna sólarhringa, ekki síst ábúendum og dýrum í Landbroti sunnan Kirkjubæjarklausturs. Þar var Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins, á ferðinni í gærmorgun og tók meðfylgjandi myndir af illviðráðanlegum aðstæðum bænda á svæðinu. ELDGOS Í GRÍMSVÖTNUM Hollvinasamtök Aðalfundur Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins verður haldinn fimmtudaginn 26. maí næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Víkinni - sjóminjasafni Reykjavíkur, Grandagarði 8 og hefst klukkan 17.00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Hollvinir varðskipsins Óðins hafa með samstilltu átaki bjargað þessu merkilega skipi og gert það að lifandi safngrip og helsta djásni sjóminjasafnsins. Hollvinir, fjölmennið á fundinn. Nýir félagar velkomnir. Stjórn Hollvinasamtaka Óðins. varðskipsins Óðins Óðinn reyndist sérlega vel sem björgunarskip. Hann dró alls tæplega 200 skip til lands eða í landvar vegna bilana, veiðarfæra í skrúfu eða eldsvoða um borð. Einnig dró hann flutninga- og fiskiskip 14 sinnum af strandstað. Þá bjargaði skipið áhöfnum strandaðra skipa þrisvar sinnum og tvisvar bjargaði það áhöfnum sökkvandi skipa. K O M A lm an na te ng sl / K úp er bl ak k eh f. FÉNU SMALAÐ Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu í gær bændur við að smala sauðfé í hús. Á nokkrum bæjum höfðu bændur ekki komist til að vitja fjár síns síðan gosið hófst vegna öskukófs og myrkurs af þess völdum. ÖSKUFOK Eldri ábúendur í sveitinni segja Grímsvatnagosið nú minna á Kötlugosið 1918. FALLIÐ FÉ Eitthvað fannst af dauðu fé þegar bændur komust úr húsi en dýralæknir segir ekki um mikinn fjölda að ræða. ÖSKUKÓF Þó að öskukófið hafi verið minna í gær en á sunnudag og mánudag þurftu þeir sem voru utandyra að vera með grímur fyrir vitum og hlífðar- gleraugu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.