Fréttablaðið - 25.05.2011, Qupperneq 38
25. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR26 26
menning@frettabladid.is
Sunnudagskvöldið 22. lá leiðin á
sýningu Les SlovaKs, Opening
Night, í Borgarleikhúsinu. Þegar
inn í stóra salinn var komið stóðu
á sviðinu sex karlmenn í mismun-
andi stærðum og gerðum, allir
frjálslega til fara. Einn mann-
anna hélt á fiðlu og hlaut því að
vera tónsmiðurinn og fiðluleikar-
inn Simon Thiery. Sviðsmyndin
var engin og lýsingin mjög hóg-
vær. Eftir þó nokkra bið, fyrst á
meðan dansararnir biðu eftir því
að áhorfendur kæmu sér fyrir í
sætunum og síðan á meðan áhorf-
endur biðu eftir því að verkið hæf-
ist, hófu dansararnir upp raust
sína og sungu fyrir salinn. Eftir
fagran söng drógu dansararnir sig
út í horn, þaðan sem þeir lögðu af
stað í dansinn ýmist einn og einn
eða fleiri saman við undirleik fiðl-
unnar. Allar hreyfingar voru létt-
ar og leikandi eins og þeir hefðu
ekkert fyrir því að hoppa og rúlla
eða hendast yfir gólfið með svo
hröðum fótahreyfingum að augað
vart á festi.
Stemningin í þessum fyrsta
hluta sýningarinnar minnti meira
á þjóðdansamót eða götudans-
sýningu heldur en sviðslistaverk.
Eitt af því fyrsta sem kom upp í
hugann var hópur glaðhlakka-
GLEÐIN HÖFÐ Í FYRIRRÚMI
Dans ★★★
Opening Night
Les SlovaKs
Sýnt í Borgarleikhúsinu
Bækur ★★★★
Skrælingjasýningin
Kristín Svava Tómasdóttir
Bjartur
Örlög smáblóma í
írónískum heimi
Kristín Svava Tómasdóttir ruddist inn á
ljóðasviðið með brauki og bramli árið
2007 þegar fyrsta ljóðabók hennar, Blót-
gælur, kom út. Henni var umsvifalaust
skipað á bekk okkar efnulegustu ung-
skálda, enda átti þessi kjaftfori töffari
sem ekkert var heilagt ágætlega heima
þar. Skrælingjasýningin er rökrétt fram-
hald af Blótgælum, þroskaðri ljóð og
tónninn lágstemmdari þótt fyrrgreindur
töffari sé aldrei langt undan.
Tónninn er sleginn strax í upphafs-
orðum fyrsta ljóðs bókarinnar: „Krass!
Búmm! Harmafregn! Stríð á okkar tímum!“ og það stríð er ekki einungis háð
á vígvöllum, það er háð innra með okkur hverju og einu, allan daginn alla
daga og ekki von til að það endi í bráð:
Sameinuð skríðum vér
sundruð skrimtum vér
og til hvers erum við hér
ef ekki til að níða það sem er ranglega heilagt?
(tímgast og rotna) ( bls. 11)
Kristínu Svövu er enn ekkert heilagt. Hún yrkir um samskipti kynjanna,
stríðsrekstur heiman og heima, skrifar bréf til herra Brown, skilur ekki hví
Karli Blöndal berast aldrei bréf, gagnrýnir samfélagið og gerir grín að skálda-
spírum og sjálfskipuðum réttlætisbaráttumönnum. En þótt húmorinn sé
oftar en ekki hnífskarpur og nístandi liggja undir einhver djúpur tregi og þrá
sem raska ró lesandans. Það er ógn í andrúmsloftinu og órói í hjörtunum,
ástin aðeins tímabundin afþreying, öll landamæri lokuð og maður kannski
ekki einu sinni manns gaman þegar allt kemur til alls:
Þessar manneskjur sem villast inn í líf þitt
stíga steypuna í æðum þér og hverfa svo aftur
út í þýðingarleysið
Hversu mörgum hefur maður ekki týnt
og hversu innilega hefur manni ekki staðið á sama
þegar allt kemur til alls (bls. 13)
Seinni hluti bókarinnar kallast – Viðauki – Lyklar að túlkun 22 ljóða –
syrpa handa kennurum. Þar eru „greind“ 14 ljóð með tungutaki bókmennta-
fræðinnar á óborganlega skemmtilegan hátt. Lesandinn bókstaflega veltist
um af hlátri og verður að viðurkenna að klisjusafnið hittir oftar en ekki beint
í mark:
Ljóðið er írónísk ádeila á yfirborðskenndan neysluheim
póstmódernískrar menningarelítu sem telur sig taka
upplýstar sjálfstæðar ákvarðanir en er ekki síður
á valdi
samfélagshugmyndanna en pöpullinn …
( bls. 43)
Í heild er Skrælingjasýningin án efa skemmti-
legasta ljóðabók sem út hefur komið lengi, en
um leið rær Kristín Svava á dýpri mið en áður og
þótt kjaftshöggin séu kannski ekki eins bein-
skeytt og í Blótgælum er undiraldan sterkari og
áhrifameiri. Friðrika Benónýsdóttir
Niðurstaða: Skemmtilegasta ljóðabók sem
út hefur komið lengi, en um leið hárbeitt og
ögrandi samfélagsmynd sem sest að í minninu
og vekur óróa.
legra hipphoppara á göngugötu
á góðviðrisdegi að skemmta sér
og áhorfendum með líkamsfærni
sinni. Á sama hátt mátti greina
fjársjóði sem faldir eru í mörgum
þjóðdansahefðum. Fiðlan er mjög
mikið notuð til undirleiks í þjóð-
dönsum í gervallri Evrópu. Hröð
fótavinna og stuttar og snöggar
hreyfingar eru algengar, ekki síst
hjá karlpeningnum, auk þess sem
það hvernig dansararnir báru sig
á sviðinu minnti mjög á færa dans-
ara þjóðdansa. Í danshefð margra
landa er gert ráð fyrir sólódansi
og spuna innan annars formaðri
dansa og þá ekki síst fyrir karl-
mennina til að sýna færni sína og
styrk. Leikurinn og grínið sem
einkenndi alla sýninguna, sem
fólst ekki síst í því að dansararn-
ir tengdu bæði hver við annan og
áhorfendur úti í sal, er líka algengt
að finna innan þjóðdansaformsins.
Um biðbik sýningarinnar fékk
fiðluleikarinn tækifæri til að láta
ljós sitt skína. Dansararnir drógu
sig í hlé út í horn á meðan fiðlu-
tónar fylltu salinn. Eftir að hafa
leikið eitt lag spilaði hann annað
og söng nú með. Samkvæmt leik-
skrá er það mikilvægur þáttur í
vinnu hópsins að allir fái að njóta
sín bæði sem sólóistar og sem hluti
af hópnum. Tónlistarmaðurinn
var þar greinilega engin undan-
tekning.
Seinni hluti sýningarinnar
hafði yfir sér aðeins öðruvísi blæ.
Hreyfingarnar urðu allar meira
flæðandi, sem og samskipti og
samspil dansaranna, og á köflum
var eins og dansararnir væru
staddir á snertispunadjammi, án
þess þó að snertispuni væri það
sem dansinn gengi út á. Ekki var
hægt að greina neinn söguþráð
né málefni sem kryfja þyrfti til
mergjar frekar en í fyrri kafl-
anum. Dansararnir buðu ásamt
fiðluleikaranum áhorfendum
áfram upp á einlægt og flott
hreyfiljóðaslamm. Ennþá var stutt
í grínið og nokkur atriði hreinlega
til þess gerð að fá áhorfendur til
að hlæja. Áhorfendur kunnu að
meta skemmtilegheitin og þökk-
uðu fyrir sig í lok sýningar með
kröftugu klappi.
Opening Night bar sterk ein-
kenni þess að vera samin og sýnd
af karlmönnum, bæði hvað varðar
hreyfiforðann og form sýningar-
innar. Í gegnum tíðina hefur það
verið hluti af þróun dansformsins
að kynin hafa leitað að leiðum til
að tjá sjálfsmynd sína. Karldans-
arar hafa þar haft tilhneigingu til
að leggja áherslu á kröftugar og
snarpar hreyfingar sem krefjast
mikils líkamlegs styrks, á meðan
konur hafa meira nýtt sér sam-
spil liðleika og styrks. Karldans-
arar hafa einnig sótt meira í þau
dansform sem gefa færi á sam-
vinnu og sjálfstæðri vinnu eins
og snertispuna, hipphopp og þau
félagslegu dansform sem bjóða
upp á leik að líkamlegri færni.
Sesselja G. Magnúsdóttir
Niðurstaða: Í heild var sýning Les
SlovaKs skemmtileg upplifun full af
krafti og leik. Listrænt séð flokkast
hún ekki undir meistaraverk en hún
kætti áhorfendur.
Seinni sýning Ferðalags fönixins
verður á Stóra sviði Borgarleikhússins
á Listahátíð í Reykjavík í kvöld. Í sýn-
ingunni fást Eivör Pálsdóttir söngkona,
Reijo Kela nútímadansari og María Ell-
ingsen leikkona hver á sinn hátt við hina
táknrænu goðsögu um Fönixinn.
Á vef Listahátíðar segir að sagan um
Fönixinn gefi áhorfandanum færi á að
spegla eigin lífsreynslu, ferðast með
fuglinum inn í eldinn þar sem hann
brennur upp, umbreytist og tekur flugið
á ný.
Listamennirnir sem standa að verkinu
eru þeir sömu og gerðu Úlfhamssögu,
sem hlaut tvenn Grímuverðlaun 2007.
Snorri Freyr Hilmarsson hannar leik-
mynd, Filippía Elísdóttir búninga og
Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósa-
meistari skapar myndheim sögunnar.
Verkið var frumsýnt í gær.
Önnur upprisa Fönixins í kvöld
Ferðalag Fönixins
verður sýnt í
Borgarleikhúsinu
á Listahátíð í
Reykjavík í kvöld.
LISTAHÁTÍÐ FÆR FULLT HÚS STIGA Blaðamaður breska dagblaðsins Daily Telegraph gefur opnun Listahátíðar í Reykjavík fimm
stjörnur af fimm mögulegum í dómi sem birtist í gær. Rýnirinn, Paul Gent, hrósar útliti Hörpu og segir að spennan og áhuginn hafi ekki
leynt sér í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónleikum þýska tenórsins Jonas Kaufmann, sem hafi verið magnaður. Gent klykkir út
með að bergmál hafi gert vart við sig í salnum en það mætti laga.