Fréttablaðið - 11.06.2011, Síða 2
11. júní 2011 LAUGARDAGUR2
EFNAHAGSMÁL Skuldatryggingar-
álagið á ríkissjóð hefur rokið upp
eftir skuldabréfaútboð ríkisins í
Bandaríkjadölum á fimmtudag.
Álagið stóð í tvö hundruð stigum á
miðvikudag, stökk upp um 65 stig
í fyrradag komst í 277 stig í gær.
„Þetta er eðlilegt, enda er þarna
komið skuldabréf sem hægt er að
stilla upp á móti skuldatrygging-
um,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sér-
fræðingur hjá Greiningu Íslands-
banka.
Þorbjörn Atli Sveinsson, sérfræð-
ingur hjá greiningu Arion banka,
er á sömu nótum og kollegi hans.
„Þróun á skuldatryggingarálaginu
er eins og við var að búast í kjölfar
útboðsins, framboð af samningum
um skuldatryggingar eykst og verð-
myndun verður virkari en áður,“
segir hann og bætir við að útgáfan
gefi ágæt fyrirheit hafi ríkið áhuga
á frekari fjármögnun erlendis.
Eins og fram hefur komið bera
skuldabréfin fasta 4,9 prósenta vexti
til fimm ára og jafngildir það 3,2
prósenta álagi á vexti á millibanka-
markaði. Þeir Jón og Þorbjörn segja
báðir kjörin góð. Jón bendir á að til
samanburðar bjóðist þeim evruríkj-
um sem glími við fjárhagsvanda
mun lakari kjör nú um stundir. Hann
útilokar ekki að skuldatryggingar-
álagið á ríkissjóð hækki frekar, það
kunni að færast nær 3,2 prósenta
álaginu á skuldabréfin. - jab
SPURNING DAGSINS
BRONCO ELEGANCE DÖMU OG HERRA, 21 GÍRA HJÓL
Bronco Elegance Dömu og
Herra, 21 gíra borgarhjól
með dempara að framan og
dempara í sæti.
HÓPKAUP.IS Í DAG
í krafti fjöldans
hópkaup.is
38.890 kr. GILDIR Í 24 TÍMA
59.900 kr.
Verð
35%
Afsláttur
21.010 kr.
Afsláttur í kr.
www.markid.is sími
553 5320 Ármúla 40
Fæst líka
fyrir herra
GETRAUNIR Tuttugu lottófyrirtæki
í tíu löndum skrifuðu undir sam-
starfssamning hinn 7. júní síðast-
liðinn um að setja á fót nýtt lottó,
Euro Jackpot. Ísland er í þeim
hópi ásamt Spáni, Ítalíu, Þýska-
landi, Noregi, Hollandi, Slóveníu,
Finnlandi og Eistlandi.
Fyrsti vinningur verður aldrei
lægri en tíu milljónir evra, um
1,7 milljarðar króna, en gæti
orðið 90 milljónir evra, eða 15
milljarðar króna - fgg / sjá síðu 58
Samningur undirritaður:
Unnið að nýju
milljarðalottói
FÓLK Fjöldinn allur af börnum
fylgdi foreldum sínum á Þingvöll
við stofnun íslenska lýðveldis-
ins 17. júní árið
1944. Nú hefur
Þór Jakobsson
veðurfræðingur
boðað til endur-
funda hinna
svokölluðu lýð-
veldisbarna í
tilefni tímamót-
anna á lýðveld-
isdaginn næst-
komandi föstudag.
„Það er nokkuð síðan ég fékk
þessa hugmynd,“ segir Þór. „Fyrir
lýðveldishátíðina 1994 hafði ég
samband við aðstandendur hátíð-
arinnar og stakk upp á því að við
sem vorum viðstödd 1944 mynd-
um koma saman. Það varð svo úr
að við hittumst stuttlega, en síðan
varð ekki meira úr því.“
Þór segir hugmyndina hafa
leitað á sig á ný og því hafi hann
ákveðið að láta af verða.
Þór var sjálfur sjö ára gam-
all þegar hann fór til Þingvalla
ásamt foreldrum sínum og fjórum
systkinum.
„Þetta var mögnuð upplifun
þó að ég hafi auðvitað verið barn
að aldri. Það er mér minnisstætt
hversu mikið rigndi, en það var
ekkert aðalatriði. Ég minnist helst
mannhafsins sem var þar og mín-
útuþagnarinnar sem lagði yfir
Þingvelli. Þetta er ein af þessum
stundum sem fylgir manni alla
tíð.“
Þór segir að dagskráin hafi
ekki beint höfðað til barna og þau
yngstu varla hlustað með athygli
á ræðurnar, en þetta hafi þó verið
samverustund fyrir fjölskyldur og
margir slegið upp tjöldum og gist
á Þingvöllum.
Dagskráin í ár verður ekki löng
og er skipulögð í samráði við Ólaf
Örn Haraldsson þjóðgarðsvörð.
Hópurinn mun safnast saman
klukkan 12 á hádegi við fræðslu-
miðstöðina á Hakinu fyrir ofan
Almannagjá. Þaðan verður geng-
ið niður gjána og klukkan 13 verð-
ur stutt ávarp flutt við Lögberg.
Eftir það verður hópsöngur og
athöfninni skal ljúka fyrir klukk-
an 13.45.
„Ég lít á þetta sem tækifæri til
að hittast og rifja upp þennan sér-
staka dag fyrir 67 árum,“ segir
Þór. Hann bætir því við að þrátt
fyrir að athöfnin sé hugsuð fyrir
þá sem voru viðstaddir á sínum
tíma, séu fjölmargir sem hafi
ekki getað verið á Þingvöllum, en
voru sem límdir við útvarpstækin
heima.
„Þau skynjuðu ekki síður en við
mikilvægi þessarar stundar og
gaman er ef þau vilja líka koma.“
Þór segir að lokum að hann von-
ist til þess að sem flestir mæti, en
stefnt er að því að halda þessa end-
urfundi á þriggja ára fresti fram-
vegis. thorgils@frettabladid.is
Boðar endurfundi
lýðveldisbarnanna
Þór Jakobsson veðurfræðingur skipuleggur endurfundi þeirra sem voru við-
staddir stofnun lýðveldisins árið 1944. Mögnuð upplifun í mannhafinu á Þing-
völlum. Ráðgert að halda endurfundi lýðveldisbarnanna á þriggja ára fresti.
ENDURFUNDIR Boðað hefur verið til endurfunda lýðveldisbarnanna, þeirra sem upp-
lifðu lýðveldishátíðina á Þingvölllum árið 1944. Skipulögð dagskrá verður á lýðveldis-
daginn 17. júní næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/MMM
ÞÓR JAKOBSSON
Sigrún, var erfitt að halda
aftur af tárunum?
„Já, en mér tókst að harka af mér
rétt á meðan á tökunum stóð.“
Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdótt-
ir tók þátt í kveðjuþætti Opruh Winfrey
á dögunum. Gestir Opruh tárast oftar en
ekki í hjartnæmum viðtölum hjá henni.
277 punkta skuldatryggingarálag
merkir að það kostar 2,77 prósent
af nafnvirði skuldabréfa til fimm
ára að tryggja þau gegn greiðslu-
falli. Þegar verst lét í bankahruninu
í október 2008 fór álagið í tæp
fimmtán prósent.
Áhrif álagsins
Skuldatryggingarálag ríkissjóðs rauk upp eftir útgáfu skuldabréfa í dollurum:
Sérfræðingar segja kjörin góð
350
300
250
200
jú
ní
‘1
0
ág
ús
t ‘
10
ok
tó
be
r ‘
10
de
se
m
be
r ‘
10
ja
nú
ar
‘1
1
m
ar
s
‘1
1
m
aí
‘1
1
9.
jú
n
‘1
1
Heimild: Keldan.is
Þróun á skuldatrygg-
ingarálaginu í eitt ár
DÓMSMÁL Meintur höfuðpaur
mannanna sem smygluðu hingað
58 kílóum af fíkniefninu khat í
síðasta mánuði hlaut fjögurra
mánaða fangelsisdóm í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær. Hinir
þrír sakborningarnir voru dæmd-
ir í tveggja mánaða fangelsi.
Höfuðpaurinn er breskur og
ættaður frá Sómalíu. Hann var
sá eini sem ekki játaði sök. Hann
hyggst áfrýja dómnum. Hinir
þrír, einn sómalískættaður Breti
einn frá Englandi og einn frá
Írlandi, undu dómunum. - sh
Höfuðpaur fær fjóra mánuði:
Vægir dómar
fyrir khat-smygl
VÆGT FÍKNIEFNI Kílóin sextíu voru ætluð
á markað vestanhafs. Í Bretlandi og
Hollandi er khat löglegt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
MENNTUN Rúmlega 9.200 manns
sóttu um nám í Háskóla Íslands
nú í vor og hafa aldrei fleiri sótt
um. Sex þúsund sóttu um í grunn-
námi, en það er fjórtán prósent-
um fleiri en í fyrra. Þá vilja rúm-
lega þrjú þúsund manns komast í
framhaldsnám, eða tólf prósent-
um fleiri en fyrir ári.
Á verkfræði- og náttúruvísinda-
sviði skólans fjölgaði umsóknum
um sautján prósent. Allar verk-
fræðigreinar njóta aukinna vin-
sælda, til dæmis sækja 90 prósent
fleiri um hugbúnaðarverkfræði
nú en í fyrra. Þá eykst aðsókn að
tölvunarfræði um 65 prósent, og
ferðamálafræði um rúman þriðj-
ung.
Umsóknir um grunnnám í guð-
fræði tvöfölduðust milli ára, en 40
prósentum fleiri vilja stunda nám
á hugvísindasviði nú en í fyrra.
Mest er aukningin í tungumálum.
Viðskiptafræði er sem fyrr fjöl-
mennasta grein félagsvísinda-
sviðs, fjölgun milli ára nemur
tæpum fjórðungi. Þá fjölgaði
umsóknum um nám í þjóðfræði
um tæp 40 prósent. Alls fjölgaði
umsóknum á sviðinu um átta pró-
sent.
Færri sækjast eftir að stunda
nám á heilbrigðisvísindasviði
skólans, en þó hafa aldrei fleiri
skráð sig í inntökupróf í læknis-
fræði og sjúkraþjálfun, eða 380
manns. Fækkunin er í sálfræði
og hjúkrunarfræði, en deildirnar
eru þær stærstu á sviðinu. Mat-
vælafræði er vinsælli en í fyrra,
sem og lyfja- og næringarfræði.
Umsóknum um nám á mennta-
vísindasviði fækkar um tólf pró-
sent þó að fleiri vilji komast í
íþrótta- og heilsufræði og uppeld-
is- og menntunarfræði.
- þeb
Metfjöldi vill í inntökupróf í læknisfræði og aðsókn í hugbúnaðarverkfræði tvöfaldast milli ára:
Aldrei fleiri sótt um nám í Háskóla Íslands
HÁSKÓLI ÍSLANDS Tvöfalt fleiri vilja
hefja nám í guðfræði nú en í fyrra, og
almennt eykst aðsókn að hugvísinda-
sviði mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DÓMSMÁL Hjón úr Mosfellsbæ
sem renndu fyrir lax fyrir eigin
landi við Tungufljót í Árnessýslu
hafa verið dæmd til að greiða
tuttugu þúsund króna sekt hvort
fyrir veiðiþjófnað. Hjónin voru
við stangveiðarnar í júlí í fyrra
þegar lögregla kom að eftir ítrek-
aðar ábendingar.
Tungufljótsdeild Veiðifélags
Árnesinga leigði frá sér veiðirétt-
inn til fimm ára vorið 2010. Karl-
inn sagði lögreglu að hann væri
einn landeigenda á viðkomandi
jörð og ætti þar veiðirétt því eig-
endurnir hefðu ekki samþykkt að
gefa réttinn frá sér. Héraðsdómur
Suðurlands segir landeigendurna
hins vegar hafa verið í veiðifélag-
inu og að þeim hafi borið að virða
ráðstafanir þess. - gar
Veiddu lax fyrir eigin landi:
Sektuð fyrir
veiðiþjófnað
TUNGUFLJÓT Eigendur einnar jarðar við
ána vildu ekki hlíta ákvörðun veiði-
félagsins um útleigu.
KJARAMÁL Starfsgreinasamband
Íslands (SGS) og Flóafélögin hafa
slitið samningaviðræðum við
samninganefnd sveitarfélaga.
Í tilkynningu frá SGS segir að
deilt sé um kjör fjölmennasta
hóps SGS-fólks hjá sveitarfélög-
unum, starfsfólks leik- og grunn-
skóla. Sá hópur muni aðeins fá
rúmlega 20 þúsund króna hækk-
un fram til 31. janúar 2014 en
launafólk á almennum markaði
fái 34 þúsund á sama tíma.
Samninganefndir SGS og Fló-
ans segjast hafna þessari fram-
setningu og kalla eftir því að
sveitarfélögin fylgi fordæmi
Reykjavíkurborgar. - þj
Samningar við sveitarfélög:
SGS hefur slitið
kjaraviðræðum