Fréttablaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 35
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
É
g er skírður eftir heima-
högunum, jörðinni Geir-
mundarstöðum í Skagafirði
þar sem ég er fæddur og
uppalinn og hef búið allt mitt líf,“
segir bóndinn og tónlistarmaðurinn
Geirmundur Valtýsson, sem einn-
ig er fjármálastjóri í Kaupfélagi
Skagfirðinga á Sauðárkróki.
„Ég vil alltaf hafa brjálað að
gera en ég er samt ekki ofvirkur,
bara skipulagður. Ég er ekki eins
og Ómar Ragnarsson sem borð-
ar barnamat, heldur borða ég holl-
an, góðan og orkugefandi mat sem
heldur mér unglegum og spræk-
um,“ segir Geirmundur, sem um
hverja einustu helgi spilar á böllum
þvers og kruss um landið og síðast
í nótt á bæjarhátíðinni Kótelettunni
á Selfossi, þangað sem hann ók frá
Króknum eftir vinnu í kaupfélaginu
til að spila til klukkan fjögur í nótt.
„Ég er vanur að skutlast þetta á
milli staða og tel það ekki eftir mér.
Áður fyrr kom konan oft með en
ballstandi fylgir mikil næturvinna
og vökur sem ekki er hægt að leggja
á konur. Ég þekki svo orðið hverja
einustu holu á þjóðvegunum eftir
áratugi í bransanum, allar beygjurn-
ar og jarðirnar, því ég er svo mik-
ill bóndi í mér og nýt þess að fara
um sveitir lands,“ segir Geirmundur
keikur.
Hann var á tólfta árinu þegar
hann lærði að spila á harmóníku
og sló í gegn á balli sveitunga sinna
aðeins fjórtán ára gamall.
„Ég hef alltaf verið að slá í gegn,
aftur og aftur, og eitt leitt af öðru.
Hausinn á mér er fullur af tónlist
og tónlistin mín fíkn,“ segir Geir-
mundur hlæjandi og þakkar fyrir
að hafa aldrei smakkað vín né tóbak
þrátt fyrir að hafa eytt bróðurparti
allra helga fullorðinsára sinna í ball-
stússi tónlistarmannsins. Alls hefur
hann gefið út þrettán hljómplötur
með frumsaminni tónlist. Fyrsta
lag Geirmundar sem sló í gegn
var Bíddu við árið 1972 og seinna
sama ár kom stuðsmellurinn Nú
er ég léttur. „Þessi lög eru enn rót-
vinsæl og alltaf beðið um þau. Mér
finnst erfitt að gera upp á milli lag-
anna minna en smitast oftast með
þegar lag verður afar vinsælt eins
og Eurovision-lögin Lífsdansinn,
Látum sönginn hljóma og Með vax-
andi þrá. Ætli Ort í sandinn sé ekki
í einna mestu dálæti, enda frábær
útsetning, fallegur texti og sung-
ið með englalegri jólarödd Helgu
Möller,“ segir Geirmundur.
Til ballhalds á Geirmundur sér
tvær Hljómsveitir Geirmundar, eftir
því hvert hann er pantaður hverju
sinni. Önnur er fyrir norðan og hin í
Reykjavík, enda spilar hann minnst
einu sinni í mánuði á Kringlukr-
ánni, þar sem hann verður einmitt
á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní.
„Þar verða aðalhátíðahöldin og
þangað kemur fólk í bakaleiðinni
2
Öndin kaffihús í Ráðhúsi Reykjavíkur býður hönnuð-
um að koma á kaffihúsið og kynna og selja vörur sínar
um helgar í sumar. Anna Kristín Jensdóttir fatahönn-
uður ríður á vaðið um helgina, en hún hannar föt og
fylgihluti undir nafninu Starstruck Design.
MYND/PÉTUR INGI BJÖRNSSON
Sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson á Geirmundarstöðum sinnir búskap og ballsöng um hverja helgi.
Tónlistin
er mín
fíkn
„Ég vil alltaf hafa brjálað að
gera, en ég er samt ekki
ofvirkur, bara skipulagður.“
Sumargleði
Mikið úrval af
fallegum skóm
og töskum
Gæði & Glæsileiki
FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060
Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16
Sérverslun með
Meira í leiðinniWWW.N1.IS
VEIÐIKORTIÐ FÆSTÁN1
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRA AF LANDSBYGGÐINNI
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða,
meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.