Fréttablaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 12
11. júní 2011 LAUGARDAGUR12 STJÓRNARSKRÁ Kjósendur munu geta valið frambjóðendur þvert á flokka og kjördæmi í alþingiskosningum verði róttækar tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á kosningakerf- inu að veruleika. Þar er lagt til að atkvæða- vægi skuli vera jafnt alls staðar á landinu. C-nefnd stjórnlagaráðs, sem meðal annars hefur alþingiskosningar og kjördæmaskipan á sinni könnu, kynnti tillögur sínar um breyt- ingar á kosningakerfinu á 12. fundi ráðsins í gær. Þar er lagt til að hægt verði að bjóða sig fram til þings bæði einsamall og sem hluti af framboðslista. Kjósendur geti svo valið sér frambjóðendur þvert á listana. Lagt er til að hin hefðbundna kjördæma- skipting heyri sögunni til, hins vegar verði hægt að kveða á um það í lögum að tiltek- inn hluti þingsæta – þó aldrei meira en tveir fimmtu – verði bundnir kjördæmum, sem flest geti verið átta, en kjósendur geti eftir sem áður valið frambjóðendur þvert á kjör- dæmin. Þessari skipan verði ekki hægt að breyta nema með auknum meirihluta á Alþingi. Í tillögunum er gert ráð fyrir því að bundið yrði í stjórnarskrá að atkvæðavægi yrði alltaf eins jafnt og unnt væri milli kjördæmi. Þá er lagt til að Alþingi geti sett lög um lág- markshlutfall kynja á þingi. Nefndin hafði einnig til umfjöllunar atriði sem varða lýðræðislega þátttöku almennings og kemur með tillögur í þá veru. Meðal þeirra er að þriðjungur þingmanna geti skotið samþykktum lögum í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þá skuli einnig bera lög undir þjóðaratkvæði ef fimmtán prósent kosninga- bærra manna krefjast þess innan þriggja mánaða frá samþykkt þeirra. Atkvæða- greiðslan skuli þá fara fram innan árs frá samþykktinni. Samkvæmt tillögunum yrðu þó ýmis lög ótæk í þjóðaratkvæði. Þannig væri ekki hægt að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um fjárlög og fjáraukalög, lög um skattamálefni og ríkis- borgararétt og lög sem sett eru fram til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum. stigur@frettabladid.is Stjórnlagaráð leggur til að kosningakerfinu verði bylt Stjórnlagaráð leggur til að kjördæmaskipanin verði aflögð og persónukjör tekið upp til Alþingis. Atkvæða- vægi skal jafnað og opnað er á kynjakvóta á þingi. Auknir möguleikar verða á þjóðaratkvæðagreiðslum. B-nefnd stjórnlagaráðs leggur til að sérstök nefnd á vegum Alþingis, eftirlits- og stjórnskipunar- nefnd, taki ákvörðun um að hefja rannsókn á embættisrekstri ráðherra og að skylt verði að hefja slíka forkönnun fyrir slíka rannsókn að kröfu þriðjungs þingmanna. Samkvæmt tillögu nefndarinnar getur ráðherra- ábyrgð komið til með þrennum hætti: ■ Í fyrsta lagi ber ráðherra ábyrgð á eigin embættisfærslu í þeirri stjórnsýslu og í þeim málefnum sem undir hann heyra. ■ Í öðru lagi ber ráðherra ábyrgð á aðild sinni þegar ríkisstjórn tekur ákvarðanir sameiginlega sem fjölskipað stjórnvald, það er í mikilvægum og stefnumarkandi málum. Ráðherra getur þó firrt sig slíkri ábyrgð með bókun í fundargerð ríkisstjórnar. ■ Í þriðja lagi ber forsætisráðherra sjálfstæða ábyrgð á meginatriðum stjórnarstefnunnar og á verkstjórn sinni í ríkisstjórn, því að halda ríkis- stjórnarfundi um mikilvæg málefni og að halda ráðherrum upplýstum. Mál af þessu tagi yrðu, samkvæmt tillögunni, rannsökuð af sérskipuðum saksóknara í hvert sinn og dæmt í þeim af stækkuðum Hæstarétti. Breytt ákvæði um ráðherraábyrgð RÓTTÆKAR TILLÖGUR Alþingiskosningar verða fram- vegis með töluvert breyttu sniði ef tillögur ráðsins verða að veruleika. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EVRÓPUMÁL Framkvæmdastjórn ESB lagði til í gær að fjórum síð- ustu köflunum í aðildarviðræðum Króata yrði lokað. Við þetta aukast líkurnar á því að Króatía verði 28. ríkið sem fær aðild að ESB, sem gæti gerst í júlí 2013. José Manuel Barroso, forseti framkvæmda- stjórnarinnar, hrósar króatískum yfirvöldum í tilkynningu í gær fyrir að standast helstu skilyrði aðildar. Stækkun ESB snýst um trúverðugleika sam- bandsins og umsóknarríkjanna, segir hann. Innganga Króatíu sýni öðrum ríkjum Suðaustur-Evrópu að umbætur borgi sig. - kóþ Aðildarviðræðum er að ljúka: Króatar komist inn árið 2013 JOSE MANUEL BARROSO SANAA Stuðningsmenn Ali Abdullah Saleh, forseta Jemens, komu saman í Sanaa í gær. Annars staðar í borginni kröfðust hundrað þúsund manns þess að hann færi frá völdum strax. FRÉTTABLAÐIÐ/AP H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 1 -1 3 3 5 Frestur til að sækja um 110% aðlögun húsnæðislána er til 1. júlí Hefur þú kynnt þér breytt skilyrði? Nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum okkar eða á www.islandsbanki.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.