Fréttablaðið - 11.06.2011, Page 12
11. júní 2011 LAUGARDAGUR12
STJÓRNARSKRÁ Kjósendur munu geta valið
frambjóðendur þvert á flokka og kjördæmi
í alþingiskosningum verði róttækar tillögur
stjórnlagaráðs um breytingar á kosningakerf-
inu að veruleika. Þar er lagt til að atkvæða-
vægi skuli vera jafnt alls staðar á landinu.
C-nefnd stjórnlagaráðs, sem meðal annars
hefur alþingiskosningar og kjördæmaskipan
á sinni könnu, kynnti tillögur sínar um breyt-
ingar á kosningakerfinu á 12. fundi ráðsins í
gær.
Þar er lagt til að hægt verði að bjóða sig
fram til þings bæði einsamall og sem hluti af
framboðslista. Kjósendur geti svo valið sér
frambjóðendur þvert á listana.
Lagt er til að hin hefðbundna kjördæma-
skipting heyri sögunni til, hins vegar verði
hægt að kveða á um það í lögum að tiltek-
inn hluti þingsæta – þó aldrei meira en tveir
fimmtu – verði bundnir kjördæmum, sem
flest geti verið átta, en kjósendur geti eftir
sem áður valið frambjóðendur þvert á kjör-
dæmin. Þessari skipan verði ekki hægt
að breyta nema með auknum meirihluta á
Alþingi.
Í tillögunum er gert ráð fyrir því að bundið
yrði í stjórnarskrá að atkvæðavægi yrði alltaf
eins jafnt og unnt væri milli kjördæmi.
Þá er lagt til að Alþingi geti sett lög um lág-
markshlutfall kynja á þingi.
Nefndin hafði einnig til umfjöllunar atriði
sem varða lýðræðislega þátttöku almennings
og kemur með tillögur í þá veru.
Meðal þeirra er að þriðjungur þingmanna
geti skotið samþykktum lögum í þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Þá skuli einnig bera lög undir
þjóðaratkvæði ef fimmtán prósent kosninga-
bærra manna krefjast þess innan þriggja
mánaða frá samþykkt þeirra. Atkvæða-
greiðslan skuli þá fara fram innan árs frá
samþykktinni.
Samkvæmt tillögunum yrðu þó ýmis lög
ótæk í þjóðaratkvæði. Þannig væri ekki hægt
að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um fjárlög
og fjáraukalög, lög um skattamálefni og ríkis-
borgararétt og lög sem sett eru fram til að
framfylgja þjóðréttarskuldbindingum.
stigur@frettabladid.is
Stjórnlagaráð leggur til að
kosningakerfinu verði bylt
Stjórnlagaráð leggur til að kjördæmaskipanin verði aflögð og persónukjör tekið upp til Alþingis. Atkvæða-
vægi skal jafnað og opnað er á kynjakvóta á þingi. Auknir möguleikar verða á þjóðaratkvæðagreiðslum.
B-nefnd stjórnlagaráðs leggur til að sérstök nefnd
á vegum Alþingis, eftirlits- og stjórnskipunar-
nefnd, taki ákvörðun um að hefja rannsókn á
embættisrekstri ráðherra og að skylt verði að
hefja slíka forkönnun fyrir slíka rannsókn að kröfu
þriðjungs þingmanna.
Samkvæmt tillögu nefndarinnar getur ráðherra-
ábyrgð komið til með þrennum hætti:
■ Í fyrsta lagi ber ráðherra ábyrgð á eigin
embættisfærslu í þeirri stjórnsýslu og í þeim
málefnum sem undir hann heyra.
■ Í öðru lagi ber ráðherra ábyrgð á aðild sinni
þegar ríkisstjórn tekur ákvarðanir sameiginlega
sem fjölskipað stjórnvald, það er í mikilvægum
og stefnumarkandi málum. Ráðherra getur þó
firrt sig slíkri ábyrgð með bókun í fundargerð
ríkisstjórnar.
■ Í þriðja lagi ber forsætisráðherra sjálfstæða
ábyrgð á meginatriðum stjórnarstefnunnar og á
verkstjórn sinni í ríkisstjórn, því að halda ríkis-
stjórnarfundi um mikilvæg málefni og að halda
ráðherrum upplýstum.
Mál af þessu tagi yrðu, samkvæmt tillögunni,
rannsökuð af sérskipuðum saksóknara í hvert
sinn og dæmt í þeim af stækkuðum Hæstarétti.
Breytt ákvæði um ráðherraábyrgð
RÓTTÆKAR TILLÖGUR Alþingiskosningar verða fram-
vegis með töluvert breyttu sniði ef tillögur ráðsins
verða að veruleika. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EVRÓPUMÁL Framkvæmdastjórn
ESB lagði til í gær að fjórum síð-
ustu köflunum í aðildarviðræðum
Króata yrði
lokað. Við þetta
aukast líkurnar
á því að Króatía
verði 28. ríkið
sem fær aðild að
ESB, sem gæti
gerst í júlí 2013.
José Manuel
Barroso, forseti
framkvæmda-
stjórnarinnar,
hrósar króatískum yfirvöldum í
tilkynningu í gær fyrir að standast
helstu skilyrði aðildar. Stækkun
ESB snýst um trúverðugleika sam-
bandsins og umsóknarríkjanna,
segir hann. Innganga Króatíu sýni
öðrum ríkjum Suðaustur-Evrópu
að umbætur borgi sig. - kóþ
Aðildarviðræðum er að ljúka:
Króatar komist
inn árið 2013
JOSE MANUEL
BARROSO
SANAA Stuðningsmenn Ali Abdullah
Saleh, forseta Jemens, komu saman í
Sanaa í gær. Annars staðar í borginni
kröfðust hundrað þúsund manns þess
að hann færi frá völdum strax.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
1
-1
3
3
5
Frestur til að sækja um
110% aðlögun húsnæðislána
er til 1. júlí
Hefur þú kynnt þér breytt skilyrði?
Nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum okkar eða á www.islandsbanki.is