Fréttablaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 86
11. júní 2011 LAUGARDAGUR50
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Stóra stundin rennur upp
í dag hjá íslenska U-21 landsliðinu.
Strákarnir mæta sterku liði Hvíta-
Rússlands í Árósum í opnunarleik
E v r ópu mei st a ra mótsi ns í
Danmörku.
Biðin hefur verið löng, allt
frá því að liðið tryggði sér
farseðilinn til Danmerkur með
2-1 sigri á Skotum í Edinborg hinn
11. október síðastliðinn.
Allir leikmennirnir 23 gátu æft í
gær og eru klárir í slaginn. Ísland
æfði tvívegis í Álaborg, þar sem
liðið gistir á meðan riðlakeppnin
fer fram, en heldur til Árósa í
dag. Gylfi Þór Sigurðsson og
Kolbeinn Sigþórsson verða þar
með í för, en þeir veiktust báðir
á miðvikudagsmorgun. Útlitið
var tvísýnt með Kolbein en hann
treysti sér til að æfa með liðinu í
gær af fullum krafti.
Þjálfarinn Eyjólfur Sverrisson
var ekki búinn að velja
byrjunarliðið sitt þegar hann hitti
fjölmiðla á blaðamannafundi í gær.
„Það verður tilkynnt á töflufundi
fyrir leikinn, eins og venjulega.
Ég er ekki búinn að ákveða mig
en er með nokkrar uppstillingar í
huga. Við eigum enn eftir að sofa
eina nótt og ýmislegt getur gerst,“
sagði Eyjólfur.
„Ég á von á hörkuleik á morgun.
Hvít-Rússar voru með á síðasta
móti líka og slógu Ítali út í
umspilinu fyrir þessa keppni. Það
er félagsliðabragur á liðinu, sem er
gríðarlega öflugt og vinnusamt,“
bætti þjálfarinn við.
Aðstoðarmaður hans, Tómas
Ingi Tómasson, hefur ásamt
Eyjólfi skoðað andstæðinginn vel.
„Við erum ekkert ósvipuð lið,“
sagði hann.
„Þeir hafa að vísu spilað 4-4-2 í
síðustu leikjum og við ættum því
að vinna miðjuna á móti þeim,
sem við þurfum að gera. En þeir
eru duglegir, teknískir og fljótir
að sækja þegar þeir fá sínar
skyndisóknir. En það eru líka
svæði opin hjá þeim sem við ætlum
okkur að nýta.“
Mikilvægi leiksins er eðlilega
mikið og gæti reynst erfitt að
þurfa að elta önnur lið í riðlinum
ef Ísland nær ekki í stig í dag.
„Við viljum þrjú stig,“ sagði
Eyjólfur. „Við fáum þrjá leiki
og verðum einfaldlega að sanka
að okkur stigum til að ná okkar
markmiði, sem er að komast upp
úr riðlinum.“
Fyrirliðinn Bjarni Þór Viðarsson
segir að þrátt fyrir knappan
undirbúning standi leikmenn
klárir á sínum hlutverkum.
„Ef við byrjum af krafti og
gerum það sem Jolli vill hef ég
engar áhyggjur. Við vitum að
Hvít-Rússar eru með mjög sterkt
lið en ef við verðum á tánum frá
fyrstu mínútu verðum við í góðum
málum,“ sagði Bjarni.
Eyjólfur tekur í sama streng og
hefur tröllatrú á sínum mönnum.
„Við værum ekki komnir svona
langt ef við værum ekki með gott
lið. Og það vitum við sjálfir.“
Leikurinn hefst klukkan 16 en
eftir hann hefst viðureign Dana
og Svisslendinga, sem eru með
Íslandi í riðli. Keppni í B-riðli
hefst svo á morgun.
ÆFINGU U-21 LANDSLÐSINS seinkaði um 40 mínútur í gær þar sem rútubílstjóri liðsins átti erfitt með að skila liðinu á
réttan áfangastað. Bílstjórinn ætlaði fyrst að fara með liðið á vitlausan stað en villtist svo á leið sinni á æfingasvæði AaB, þar sem
strákarnir hafa æft síðustu tvo daga. Rútan lenti einnig í umferðateppu sem seinkaði för hennar enn. Strákarnir létu það þó ekki á
sig fá og mættu óvenju vel gyrtir í brók á æfinguna - allir sem einn.
Ef við byrjum af
krafti og gerum það
sem Jolli vill hef ég engar
áhyggjur.
BJARNI ÞÓR VIÐARSSON
FYRIRLIÐI ÍSLENSKA U 21 LANDSLIÐSINS
Edda Garðarsdóttir landsliðskona í fótbolta
Eiríkur Stefán
Ásgeirsson
og Anton Brink
fjalla um EM
U21 í Danmörku
eirikur@frettabladid.is - anton@frettabladid
Á minni lífsleið hef ég búið í
fjórum löndum. Alls staðar hef
ég verið spurð að því hvern-
ig í ósköpunum við Íslendingar
getum átt svona marga íþrótta-
menn í fremstu röð. Mín kenning
er sú að meginþorri Íslendinga sé
öfgasinnaður. Taki hlutverk sitt
í samfélaginu alvarlega og sé
mjög gjarn á að fara yfir strikið í
áhugamálum sínum. Og við erum
ávallt stolt af sjálfum okkur og
því sem okkar er og verður.
Hvaða Íslendingur kannast
ekki við það að fá einhverja dellu
eftir að hafa prófað eitt skipti og
þá liggur leiðin í verslunarleið-
angur að kaupa bestu og flottustu
græjurnar sem í boði eru?
Auðvitað er okkur lífsins
ómögulegt að vera með gamlan
driver á golfnámskeiðinu. Það er
ekki hægt að taka heilsuna í gegn
nema kaupa sér árskort í líkams-
rækt, hlaupaskó og nýjan vatns-
brúsa. Stundum er fólk að byrja
á vafasömum fæðubótarefnum
af því að það vill breytast í ein-
hverjar bölvaðar steríótýpur á
nóinu.
Eftir hrunið vitum við að
hálfrar milljónarkróna flatskjá-
ir og gasgrill með bakbrennara,
snúningssteini og emaleruðum
postulínsgrindum eru ekki lykill-
inn að hamingjunni. Svona öfgar
ganga frá okkur.
Afreksíþróttafólk verður til
þegar öfgarnar taka algjörlega
yfir. Ég tek sjálfa mig og flesta
kollega mína í landsliðinu sem
dæmi. Á keppnistímabili er ekki
nóg að æfa fótbolta 18 tíma í
viku. Ég þarf líka að leika mér
með bolta við hvert tækifæri
sem gefst (já, ég er 31 árs). Lyfta
lóðum fjóra tíma í viku til að
halda við og bæta getu mína inni
á fótboltavellinum.
Ég fylgist með enska,
spænska, sænska og ítalska bolt-
anum á meðan augun haldast
opin og meistaradeildin, uh, já
takk! Ég tala um fótbolta heima
hjá mér, við vini mína og fjöl-
skyldu, liðsfélaga mína, vinnu-
félaga og fólk sem ég hitti úti á
götu.
Svo er langtímaplanið að
þjálfa fótboltafólk með hjarta,
metnað og eldmóð þegar ég hætti
að geta spilað sjálf. Þetta hef ég
gert í „nokkur“ ár og hef aldrei
velt því fyrir mér að hætta þessu
af því þetta er svo skemmtilegt
og eitt er víst – við stelpurn-
ar erum ekki í þessu fyrir pen-
ingana. Fótbolti er lífið.
Erum ekki í þessu
fyrir peningana
HANDBOLTI Íslensku A-landsliðin í
handbolta eru í eldlínunni á morg-
un. Karlalandsliðið mætir Aust-
urríki í Laugardalshöllinni klukk-
an 16.30 í hreinum úrslitaleik um
sæti á EM í Serbíu 2012 og kvenna-
landsliðið er úti í Úkraínu, þar sem
stelpurnar spila seinni leikinn í
umspili um sæti á HM í Brasilíu
í desember. Stelpurnar unnu fyrri
leikinn með nítján marka mun og
eru því í frábærum málum, en
leikurinn hefst klukkan 14.30 að
íslenskum tíma. - óój
A-landslið karla og kvenna í handbolta um helgina:
Komast bæði á stórmót?
HANDBOLTI Íslenska handbolta-
landsliðið mætir Austurríki í
Laugardalshöllinni á morgun
klukkan 16.30 í hreinum úrslita-
leik um sæti á EM í Serbíu.
Snorri Steinn Guðjónsson og
Aron Pálmarsson gátu ekki verið
með í sigrinum í Lettlandi en
landsliðsþjálfarinn vonast eftir
því að þeir verði með á morgun.
Aron var sprækur á æfingu í
gær og Snorri Steinn er í stífri
meðhöndlun fram að leik.
„Við getum ekki leyft okkur að
spila með sama hætti gegn Aust-
urríki og við gerðum á miðviku-
daginn gegn Lettum. Austurrík-
ismenn hafa reynst okkur erfiðir
í síðustu leikjum og á HM í Sví-
þjóð tók það okkur 50 mínútur að
brjóta þá á bak aftur,“ sagði Guð-
mundur. Hann segir góðan stuðn-
ing nauðsynlegan og markvörður-
inn tók undir það. „Það er ekkert
skemmtilegra en að vinna svona
leiki fyrir framan troðfulla höll,“
sagði Björgvin Páll Gústavsson.
- óój
Meiddu leikstjórnendurnir:
Aron sprækur,
Snorri tæpur
SNORRI STEINN Reynir allt til þess að
geta spilað leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ecco.com S í m i 5 5 3 8 0 5 0
Casual Cool II - herra
Verð áður kr. 29.995
Verð nú kr. 23.995
Stærðir: 39 - 47 | Vörunr. 150024-54411
Casual Cool - dömu
Verð áður kr. 27.995
Verð nú kr. 22.995
Stærðir: 35 - 43 | Vörunr. 120023-56455
Comfort Classic - herra
Verð áður kr. 33.995
Verð nú kr. 27.995
Stærðir: 42 - 44 | Vörunr. 141004-56725
Casual Cool II - herra
Verð áður kr. 24.995
Verð nú kr. 19.995
Stærðir: 39 - 47 | Vörunr. 150014-56904
Casual Cool II - herra
Verð áður kr. 24.995
Verð nú kr. 19.995
Stærðir: 39 - 47 | Vörunr. 150014-56901
Casual Cool - dömu
Verð áður kr. 24.995
Verð nú kr. 19.995
Stærðir: 35 - 43 | Vörunr. 120013-56938
Casual Cool II - herra
Verð áður kr. 29.995
Verð nú kr. 23.995
Stærðir: 39 - 47 | Vörunr. 150024-56462
Classic - herra
Verð áður kr. 29.995
Verð nú kr. 23.995
Stærðir: 39 - 50 | Vörunr. 140524-51222
Comfort Classic - herra
Verð áður kr. 33.995
Verð nú kr. 27.995
Stærðir: 40 - 47 | Vörunr. 141004-01007
20%AFSLÁTTURAF GOLFSKÓMAÐEINS Í 5 DAGA
Vitum sjálfir að við erum góðir
Íslenska U-21 landsliðið mætir Hvíta-Rússlandi í sínum fyrsta leik á EM í Danmörku í dag. Tilhlökkunin er
mikil hjá íslensku leikmönnunum, sem eiga engu að síður von á erfiðum leik. Liðið ætlar sér sigur í dag.
LÉTT Á ÆFINGU Í GÆR Strákarnir nutu sín í blíðunni í Álaborg FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON