Fréttablaðið - 11.06.2011, Side 4
11. júní 2011 LAUGARDAGUR4
GENGIÐ 10.06.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
220,6298
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
114,43 114,97
186,28 187,18
165,35 166,27
22,168 22,298
21,048 21,172
18,201 18,307
1,4283 1,4367
183,35 184,45
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
24°
19°
22°
17°
20°
17°
19°
19°
22°
16°
24°
24°
33°
18°
18°
15°
21°Á MORGUN
3-8 m/s, hvassara
allra austast.
MÁNUDAGUR
5-13 m/s NV-til,
annars 3-8.
10
12
12
11
11
5
14
9
10
10
10
4
7
6
6
6
4
4
5
3
7
10
7
8
6
15
15
7 8
6
13
10
NÆSTUM ÞVÍ
BONGÓBLÍÐA
Guði sé lof fyrir
breytingar í veðr-
inu! Við megum vel
við una um helgina
í mildu og sólríku
veðri. Bongóblíða
er kannski ekki
rétta orðið en þetta
er þó nokkuð langt
skref í rétta átt.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
HEILBRIGÐISMÁL Fæðubótarefni
eru oft illa merk og innra eftirliti
þeirra fyrirtækja sem þau selja er
oft ábótavant. Þetta var niðurstaða
könnunar sem Matvælastofnun og
Heilbrigðiseftirlit sveitarfélag-
anna stóðu að síðastliðinn vetur.
Aðeins tvær vörutegundir af
þeim 53 sem athugaðar voru í
þessu verkefni uppfylla öll ákvæði
helstu laga og reglugerða sem um
þau gilda. Niðurstaða sams konar
verkefnis árið 2006 var á svip-
uðum nótum og því ljóst að ástand
fæðubótarefna á markaði hefur
lítið skánað síðan 2006. - jss
Tvær af 53 stóðust skoðun:
Fæðubótarefni
eru illa merkt
SAMGÖNGUR „Menn geta ekki lagt
beint fyrir framan inngang bygg-
inga. Það ættu þeir að vita sem
hafa ekið bifreið,“ segir Hösk-
uldur Ásgeirsson, framkvæmda-
stjóri tónlistar- og ráðstefnuhúss-
ins Hörpu.
Brögð hafa verið að því að fólk
leggi bílum fyrir framan Hörpu
og hunsi merkingar sem banna
slíkt. Höskuldur segir unnið að
því að bæta úr til að tryggja að
bannið fari ekki framhjá neinum.
Þá verður eftirlit aukið og þeir
sektaðir sem leggja ólöglega. - jab
Merkingar bættar við Hörpu:
Ekki má leggja
við innganginn
BANNAÐ AÐ LEGGJA Brögð eru að því
að bann við því að lagt sé við inngang
Hörpu hafi ekki verið virt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KJARAMÁL Flugmenn Icelandair
hafa hafið atkvæðagreiðslu um að
boða til verkfallsaðgerða.
Í tilkynningu frá Félagi
íslenskra atvinnuflugmanna segir
að viðræður hafi verið árangurs-
lausar. Verði aðgerðirnar sam-
þykktar mun yfirvinnubann hefj-
ast 24. júní. Icelandair á einnig í
kjaradeilum við flugvirkja, sem
lögðu niður vinnu hluta úr degi
síðustu þrjá daga. Fundað var á
ný í gær, en ef þær viðræður skila
ekki árangri munu flugvirkjar
aftur grípa til aðgerða 20. júní. - þj
Kjaradeilur Icelandair:
Flugmenn kjósa
um aðgerðir
KJARADEILUR Icelandair stendur í
kjaradeilum við flugvirkja og flugstjóra.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
FJÁRMÁL Svört atvinna og skipu-
lögð glæpastarfsemi getur þrifist
innan félaga á Íslandi án sýnilegra
vandkvæða vegna sveigjanleika í
félagafrelsi, að mati Aðalsteins
Hákonarsonar, sviðsstjóra eftir-
litssviðs Ríkisskattstjóra. Hann
skrifar grein í nýjasta tölublað
fréttablaðs RSK, Tíund.
Aðalsteinn segir að þeir sem
vinni við skatteftirlit sjái þess
merki að aukið frelsi á sumum
sviðum atvinnulífsins, minna
eftir lit og undanþáguákvæði í
lögum leiði af sér vaxandi til-
hneigingu til skattasniðgöngu.
Það séu ekki smámunir, heldur
skipulagður ásetningur sem oftar
en ekki sé stór í sniðum. Jafnvel
sé um að ræða skipulagða glæpa-
starfsemi. Undanþágur og aukið
frelsi hafi veitt lögbrjótum meira
skjól og fleiri dæmi séu nú en áður
um að einstaklingar hafi búið til
eigin reglur og aðferðir við skatt-
skil í þessu skjóli.
Nánast ótakmarkað frelsi til að
stofna félög hefur orðið til þess
að menn eigi fjölmörg slík og ef
einhverju þeirra gengur illa er
það skilið eftir í reiðuleysi, eignir
þess seldar til annars félags eða
teknar í notkun af öðru félagi.
Dæmi séu um félög sem hefji við-
skipti og semji aldrei ársreikning
eða skili skattframtali. „Þegar
stjórnvald fer að amast við slík-
um félögum þá eru þau yfirgef-
in eins og sökkvandi skip og nýtt
félag stofnað eða tekið í notkun til
að halda áfram.“
Þá segir Aðalsteinn að æ
algengara sé að félög kaupi eða
eignist aflahlutdeild eða aflamark
án þess að eiga nokkurt skip. „Oft
eru engar upplýsingar um undir-
liggjandi magn þótt viðskiptin séu
upp á hundruð milljóna.“
Einnig sé félögum skipt upp í
öllum mögulegum tilgangi, oft til
skattahagræðingar. Þá hafi sam-
runar fyrirtækja farið úr böndun-
um og gangi út á að búa til veikari
einingar en áður. Þessi staðreynd
blasi við í hundraðavís í íslensku
viðskiptalífi og sé án efa einn af
orsakavöldum hrunsins.
Hefðbundið skatteftirlit með
núverandi mannafla hefur engan
möguleika á að ráða við allt sem
aflaga fer í skattaumhverfinu,
segir Aðalsteinn. Þeir sem vald-
ið hafa mættu leiða hugann að
því hvort ekki sé best að lagfæra
regluverkið með því að setja inn
aukin skilyrði og takmörk, og
einnig bæta þau úrræði sem bæði
skattyfirvöld og innheimtumenn
skatta geta gripið til.
„Skattyfirvöld þyrftu einnig
úrræði til að bregðast við skipu-
lögðum undanskotum.“ Þau ættu
til dæmis að geta fært skyldur
félaga með takmarkaða ábyrgð
yfir á eigendur þeirra persónu-
lega, ef félögin skila ekki gögnum.
thorunn@frettabladid.is
Aukið frelsi veldur
meiri skattsvikum
Aukið frelsi, minna eftirlit og undanþágur leiða til vaxandi skattsvika. Svört at-
vinna og skipulögð glæpastarfsemi virðist geta þrifist án sýnilegra vandkvæða.
Skattyfirvöld þurfa úrræði, segir sviðsstjóri hjá Ríkisskattstjóra.
RÍKISSKATTSTJÓRI Sviðsstjóri hjá Ríkisskattstjóra segir óheft frelsi og undanþágur í
lögum leiða af sér óvenjuleg og oft ólögleg viðskipti, aukið flækjustig og undanskot
á sköttum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BELGÍA Robert Gates, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna,
gagnrýndi ríki Atlantshafs-
bandalagsins (Nató) harðlega á
fundi ríkjanna í gær. Hann segir
skorta á pólitískan vilja og nægt
fjármagn til hernaðar hjá mörg-
um ríkjum. Nató eigi ekki bjarta
framtíð fyrir höndum nema fleiri
ríki taki meiri þátt í verkefnum
sambandsins.
Gates varaði við því að Banda-
ríkin væru þreytt eftir áratug
í stríði og erfiða fjárhagsstöðu.
Þolinmæði og vilji þingsins
muni þverra
gagnvart sam-
bandinu. Þar
yrði ekki vilji
til þess að auka
fjárframlög
fyrir ríki sem
vilji ekki taka
fullan þátt í
verkefnum
þess.
Þá gagnrýndi
Gates ríki fyrir að uppfylla ekki
skyldur sínar í Afganistan. Hann
gagnrýndi þau þó enn meira fyrir
framgang þeirra í Líbíu, og sagði
að sprengjur væru að klárast
eftir aðeins ellefu vikna loftárás-
ir á landið. Önnur Natóríki hefðu
ekki fjárfest í nægum vopnum til
að standa í lengri átökum.
Talskona Nató, Oana Lungescu,
sagði í gær að framkvæmdastjóri
sambandsins, Anders Fogh Rasm-
ussen, deildi þessum áhyggjum
Gates. Ójafnvægi milli Evrópu
og Bandaríkjanna sé staðreynd
og Evrópuríki gætu dregist enn
frekar aftur úr Bandaríkjunum.
- þeb
Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir sprengjur á þrotum í Líbíu:
Gagnrýndi Natóríki harðlega
ROBERT GATES
ÞÝSKALAND Þýskir embættismenn
tilkynntu í gær að kólígerlasýking-
in, sem dregið hefur að minnsta
kosti 30 manns til dauða, væri
upprunnin í baunaspírum. Þar
með eru neytendur ekki lengur
varaðir við að borða ferska tóm-
ata, gúrkur og salat.
Að loknum fundi Rússlands-
forseta og forseta framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins
sagði sá síðarnefndi að Rússar
ætluðu að aflétta innflutnings-
banni á grænmeti frá Evrópusam-
bandinu. - ibs
Matareitrunin í Þýskalandi:
Sýkingin rakin
til baunaspíra
BANDARÍKIN, AP Yfirvöld í Alaska
gerðu í gær opinberan tölvupóst
Söruh Palin frá því að hún var
ríkisstjóri þar.
Margir fjölmiðlar og einstak-
lingar höfðu óskað eftir því að
fá aðgang að tölvupósti hennar í
aðdraganda síðustu forsetakosn-
inga í Bandaríkjunum.
Tölvupósturinn þykir gefa
innsýn í starf hennar sem ríkis-
stjóri, leið hennar að útnefningu
sem varaforsetaefni og erfiðleika
í tengslum við fjölskyldu hennar.
- þeb
Búið að bíða í tæp þrjú ár:
Tölvupóstur
Palin gefinn út