Fréttablaðið - 11.06.2011, Page 50

Fréttablaðið - 11.06.2011, Page 50
11. júní 2011 LAUGARDAGUR12 n o a t u n . i s NÓATÚN ÓSKAR EFTIR VERSLUNARSTJÓRA! Við gerum meira fyrir þig STARFIÐ FELUR Í SÉR REKSTUR VERSLUNAR ÞAR SEM HELSTU VERKEFNI ERU: - Innkaup og sala - Stjórnun starfsfólks í versluninni - Ábyrgð og eftirlit með birgðum og rýrnun - Samskipti við birgja - Þátttaka í áætlanagerð og framkvæmd áætlana HÆFNISKRÖFUR: - Reynsla af matvörumarkaði er skilyrði - Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð - Tölvukunnátta til að leysa dagleg verkefni í Outlook, Excel og Navision - Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund ÁHUGASAMIR VINSAMLEGAST SÆKI UM Á WWW.NOATUN.IS Umsóknarfrestur er til 21. júní 2011 Næsta innrás: Þjóðhátíð Starfslýsing: Ég leita að fólki í áhöfnina til að koma með á Þjóðhátíð, vera í stuði með Kapteininum og taka þátt í nokkrum uppákomum. Viðkomandi verður að vera 20 ára eða eldri. Laun: frítt flug, frítt í Dalinn og frí hressing! Hæfniskröfur: Að vera áberandi hress og þora að vera í sviðsljósinu. Umsókn skal ganga frá inn á Facebook-síðu Kapteinsins, www.facebook.com/kapteinn1. Umsóknum verður ekki svarað í síma eða með öðrum leiðum en á Facebook. Sæktu um ef þú þorir! Kapteinninn auglýsir eftir áhöfn Tónlistarskóli Sandgerðis Þverflautukennari Tónlistarskóli Sandgerðis óskar eftir þverflautuken- nara í u.þ.b. 50% stöðu frá og með 15. ágúst 2011. Skriflegar umsóknir um menntun og fyrri störf sendist til Tónlistarskóla Sandgerðis, Skólastræti, 245 Sandgerði eða rafrænt, á netfangið tonosand@ sandgerdi.is. Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2011. Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Lilja Hafsteinsdóttir, í síma 420-7520 eða 899-6357. Tónlistarkennari Tónlistarskóli Vestur-Húnavatnssýslu óskar eftir að ráða tónlistarkennara til starfa skólaárið 2011-2012. Kennslugreinar eru píanó, strengjahljóðfæri, tré- og málm- blásturshljóðfæri. Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitar- félaga og Félags Tónslistarskólakennara. Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2011. Umsóknum, sem skulu vera skriflegar, ber að skila á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstangi. Nánari upplýsingar veitir Elínborg Sigurgeirsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Vestur- Húnavatnssýslu í síma 451-2660 & 864-2137 og á netfanginu borg@simnet.is Tónlistarskóli Vestur-Húnavatnssýslu var stofnaður 1969 og hefur starfað óslitið síðan. Sl. ár hafa 100-120 nemendur stundað nám við skólann og tónlistarkennarar hafa verið 6-8. Stefna tónlist- arskólans er að bjóða upp á fjölbreytt tónlistarnám og því er æskilegt að kennarar skólans séu færir um að kenna á fleiri en eitt hljóðfæri. Kennslustaðir eru á Hvammstanga, Laugarbakka og Borðeyri. Í Húnaþingi vestra er mjög öflugt og fjölbreytt tónlistarlíf. Hvammstangi í Húnaþingi vestra er stærsti þéttbýliskjarni sveit- arfélagsins með um 600 íbúa, en íbúar í Húnaþingi vestra eru 1.120. Hvammstangi er í alfaraleið, aðeins 6 km. frá þjóðvegi 1 og í u.þ.b. tveggja klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík og Akureyri. Í Húnaþingi vestra er til staðar öll almenn opinber þjónusta auk annarrar fjölbreyttrar þjónustu. Möguleikar til útivistar, íþrótta, afþreyingar og félagsstarfa eru fjölmargir og því er Húnaþing vestra góður búsetukostur fyrir fjölskyldufólk. Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Húnaþings vestra.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.