Fréttablaðið - 11.06.2011, Side 69

Fréttablaðið - 11.06.2011, Side 69
1. Útilega/ferðalög 2. Bíó/leikhús 3. Borða saman 4. Spila 5. Chill/kósíkvöld 6. Spjalla/tala saman 7. Horfa á sjónvarp/myndir 8. Sund 9. Ganga/fjallganga 10. Skíði/snjóbretti 140 120 100 80 60 40 20 0 Hvað viljum við gera með fjölskyldunni? erkefnið er styrkt af Á Forvarnardaginn eru ungmenni í 9. bekk spurð út í ýmsa þætti sem snúa að vímuefna- forvörnum en rannsóknir hafa sýnt fram á að þrír þættir eru mikilvægastir: Samvera með fjölskyldu, íþrótta- og tómstundastarf og skýr skilaboð. Kynntu þér málið á www.forvarnardagur.is eða á facebook.com/forvarnardagur. Sýnum ungmennum að við höfum áhuga á þeirra lífi og verum vinir barnanna okkar. Hvað viljum við? Ofangreindar tilvitnanir eru teknar beint upp eftir ungmennunum. Árlega er Forvarnardagurinn haldinn í öllum grunnskólum landsins. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Rannsóknir og greiningu auk lyfjafyrirtækisins Actavis, sem er sérstakur stuðningsaðili verkefnisins. „ ... það er gott að hafa fjölskyldu sem maður getur alltaf treyst ... “ Samvera, nánd, traust og sterk tengsl við foreldra segja ungmenni að veiti þeim sjálfstraustið til þess að segja nei. „Auka sjálfstraust, góður félagsskapur, halda sér í formi og hafa gaman.“ Ungmenni eflast félagslega og líkamlega við ástundun tómstunda og íþrótta. Hjálpum þeim að finna áhugamál við hæfi. Okkar stuðningur skiptir sköpum. „Ef maður er ekki með nóg sjálfstraust þá er auðvelt að fá mann til að gera hluti sem maður sér svo eftir seinna.“ Ungmenni þurfa stuðning við að móta sér skoðun á drykkju áður en þeim er boðið upp á áfengi eða vímuefni. Sýnum þeim hver okkar afstaða er, afdráttarlaust. - Samvera - - Íþrótta- og tómstundastarf - - Skýr skilaboð -

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.