Fréttablaðið - 11.06.2011, Side 76

Fréttablaðið - 11.06.2011, Side 76
11. júní 2011 LAUGARDAGUR40 BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. himinn, 6. ullarflóki, 8. blása, 9. heyskaparamboð, 11. mun, 12. deyfa, 14. yfirstéttar, 16. í röð, 17. gagn, 18. kæla, 20. eyrir, 21. yndi. LÓÐRÉTT 1. gleðimerki, 3. hola, 4. pensillín, 5. þvottur, 7. ráðning, 10. fálæti, 13. of lítið, 15. bakhluti, 16. tugur, 19. tvíhljóði. LAUSN Nýlega léku Íslendingar landsleik við Dani í fótbolta. Fyrir leikinn var talað um það í fjölmiðlum að nú væri tími til kominn að vinna Danina, það hefði enn ekki tekist. Svo fór að Danir unnu 2:0. Í kjölfarið spratt upp gagnrýnin umræða um gengi íslenska landsliðsins í undan- keppninni sem nú fer fram, en liðið er aðeins með eitt stig eftir að hafa leikið við Portúgala, Norðmenn, Dani og Kýpurbúa. Jafnvel var rætt um það hvort þessi ósigur væri ekki kornið sem fyllti mælinn og nú væri ekki seinna vænna að láta þjálfarann fjúka. MÉR DATT í hug að skoða þessa gagn- rýni og reyna að meta það hve raunhæf krafan um árangur er í ljósi styrkleika þessara liða. Besta myndin sem hægt er að gera sér af honum er styrkleikalisti FIFA, Alþjóða knattspyrnusambands- ins. Þar eru Portúgalar í 8. sæti, Norðmenn í 11. sæti, Danir í 27. sæti, Kýpurbúar í 89. sæti og Íslendingar í 116. sæti. ÞAÐ ER erfitt að setja þetta í samhengi. Til dæmis er, vegna smæðar þjóðar- innar, ekki hægt að setja þetta í íslenskt samhengi. Ef ég myndi á morgun stofna Knattspyrnufélag- ið Hrum, þar sem liðsmenn væru allir farlama gamalmenni, myndi Hrumur nefnilega vera betra lið á íslenskan mæli- kvarða en íslenska landsliðið er á heims- mælikvarða, einfaldlega vegna þess að á Íslandi eru ekki 115 lið til að vera betri en Hrumur væri. Ef landslið heims væru félagslið sem kepptu í 12 liða deildum, eins og hér tíðkast, þá væru Portúgalar og Norðmenn í efstu deild, Danir í þriðju, Kýpurbúar í sjöundu og Íslendingar í tíundu. Krafan um sigur á Dönum er því jafnraunhæf og ef Katarbúar krefðust sigurs á Brasilíu, en brasilíska landsliðið er einmitt jafnlagt fyrir ofan það katarska á styrkleikalista FIFA og það danska er fyrir ofan það íslenska. MEÐ ÞESSU er ég ekki að segja að það eigi ekki að púkka upp á landsliðið eða að hætta eigi að leggja metnað í að hér sé leikinn almennilegur fótbolti. Allir ættu aftur á móti að geta gert sér það í hugar- lund hve óbærilegt það er að vera undir svona ósanngjarnri pressu, að vænting- arnar, sem til manns eru gerðar, einkenn- ist af svona fullkomnum skorti á lágmarks raunveruleikaskynjun. Hvað fótbolta varð- ar er Ísland í flokki með Norður-Kóreu, Miðafríkulýðveldinu, Tansaníu og Síerra Leóne, ekki Portúgal eða Noregi. Ef við myndum miða væntingar okkar við það liði okkur öllum sjálfsagt betur. Tíunda deild LÁRÉTT: 2. loft, 6. rú, 8. púa, 9. orf, 11. ku, 12. slæva, 14. aðals, 16. tu, 17. nyt, 18. ísa, 20. fé, 21. unun. LÓÐRÉTT: 1. bros, 3. op, 4. fúkalyf, 5. tau, 7. úrlausn, 10. fæð, 13. van, 15. stél, 16. tíu, 19. au. Þrjú þúsund árum á eftir Móses tekur Brjánn auðmjúklega við boðorðunum tíu Nú ertu búinn að stara á hana í heilt ár! Þú verður að fara að tala við hana! Hey Stína, gríptu! Leiðinlegt með þetta skólaverk- efni hennar, Skakki turninn í Písa var ekki mjög traustur. Skakki turninn Maggi, ekki Brotni turninn! Ja... þá segi ég bara eitthvað heimskulegt og ég vil ekki eyðileggja þetta! Það hljóta að vera aðrar leiðir! Hæ, er pabbi þinn þarna? Hann var að fara. Get ég tekið skila- boð sem munu að líkindum ekki komast til skila? Eh, nei takk. Ég spara okkur stórfé í blekkostnaði með hreinskilni minni. Jæja öll sömul! Nú erum við opinberlega orðin sjónaukafjölskylda! Ha, hvað? Við ætlum að fara að kanna ýmsa afkima sólkerfisins! Já, sólkerfisins okkar! Ég vona að þetta hafi ekki verið mjög dýrt. Er þetta ekki bara annað nafn yfir heima- nám? Lesendur okkar eru á öllum aldri með ólíka sýn á lífið – og við þjónum þeim öllum Allt sem þú þarft

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.