Fréttablaðið - 11.06.2011, Síða 80
11. júní 2011 LAUGARDAGUR44
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 11. júní 2011
➜ Tónleikar
15.00 Kvintett Reynis Sigurðssonar
flytur dagskrá helgaða djassistanum
George Shearing utandyra á Jómfrúar-
torginu og er aðgangur ókeypis.
19.00 Hljómsveitirnar Cliff Clavin,
Myrká, Chino, Gunslinger, Made my
mud og Deaf Happiness spila á rokk-
tónleikunum Vegareiði í Bragganum,
Egilsstöðum. Aðgangur ókeypis.
21.00 Brasilísk tónlistarveisla með
Jussanam og Agnari Má Magnússyni
verður á Café Haiti í kvöld. Aðgangs-
eyrir er kr. 1000.
21.00 Blúsfagnaður verður á Gallery
Bar 46 í kvöld þar sem hljómsveitirnar
Brimlar, Bergþór Smári og Mood og
Lame Dudes spila. Aðgangseyrir er kr.
1.000, kaldur á krana innifalinn.
22.00 Hljómsveitin Miri mun spila á
tónlistarhátíð í Kanada og heldur upp-
hitunartónleika á Faktorý í kvöld ásamt
hljómsveitunum Bob og Vigri. Aðgangs-
eyrir er kr. 1.000.
22.00 Hljómsveitin Creedence Trav-
ellin Band heldur tónleika á Græna
hattinum. Aðgangseyrir er kr. 2.000.
22.00 Tónleikaveisla verður á Sódómu
í kvöld með hljómsveitunum Green
Lights, Samaris og Útidúr. 18 ára ald-
urstakmark. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
➜ Tónlistarhátíð
16.00 Einleiks-
tónleikar í
Reykholtskirkju
með Ástríði Öldu
Sigurðardóttur
píanóleikara. Tón-
leikarnir eru hluti
af árlegu tónlist-
arhátíðinni IsNord.
Miðaverð á hátíð-
ina er kr. 2000.
➜ Heimildamyndir
10.00 Skjaldborg, hátíð íslenskra
heimildarmynda, er haldin á Patreks-
firði um helgina. Armband á hátíðina
kostar kr. 3.000. Frekari upplýsingar á
skjaldborg.is.
➜ Sýningarspjall
14.00 Einar Garibaldi ræðir við gesti
um sýninguna Myndin af Þingvöllum í
Listasafni Árnesinga í Hveragerði í dag.
Aðgangur ókeypis.
➜ Kvikmyndir
20.00 Pólskir kvikmyndadagar eru
í Bíó Paradís þessa helgina. Sýndar
verða fjórar kvikmyndir frá sjötta og
sjöunda áratug síðustu aldar, gull-
aldarskeiði pólskra kvikmynda og er
aðgangur ókeypis.
➜ Bæjarhátíðir
10.00 Fjölskylduhátíðin Kótilettan
er haldin um helgina á Selfossi. Þekktir
tónlistarmenn, tívólí og ýmis skemmti-
atriði. Helgarpassi á böll og tónleika kr.
5.900. Nánari upplýsingar á kotilettan.is
➜ Tónlist
20.00 Margrét Lóa Jónsdóttir skáld-
kona og Páll B. Szabo tónlistarmaður
flytja frumsamið tónverk Páls við ljóð
Margrétar úr bókinni Tímasetningar í
verksmiðjunni á Hjalteyri.
➜ Leiðsögn
14.00 Gönguferð um hinn forna
kaupstað Gásir fer fram undir leiðsögn
Herdísar S. Gunnlaugsdóttur. Gangan
hefst á bílastæði Gásakaupstaðar og
þátttökugjald er kr. 500.
➜ Myndlist
10.00 Listmálarinn Steinþór Marinó
Gunnarsson er með málverkasýningu
á Café Mílanó. Síðustu dagar sýningar-
innar.
14.00 Listamaðurinn Magnús Helga-
son tekur á móti gestum og gangandi
milli kl. 14-16 og leiðir um sýningu sína
Guð birtist mér sem nú stendur yfir í
Gallerí ágúst.
➜ Markaðir
12.00 Pop-up markaður verður
haldinn á Grettisgötu 3 frá kl. 12-18.
Hönnuðir sem selja eru Mokomo, Heli-
copter, Beroma, Royal Extreme, Begga
design og Eight of Hearts.
13.00 Fatamarkaður verður haldinn á
skemmtistaðnum Faktorý.
Sunnudagur 12. júní 2011
➜ Tónleikar
23.00 Þungarokkssveitirnar Exizt,
Darknote og Thingtak spila á Sódóma
í kvöld. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
➜ Tónlistarhátíð
16.00 Sönghópurinn Voces Thules
flytur miðaldatónlist í Stefánshelli (til-
heyrir Surtshellakerfinu). Hlýr fatnaður
æskilegur. Tónleikarnir eru hluti af tón-
listarhátíðinni IsNord og er miðaverð á
hátíðina kr. 2.000.
➜ Sýningarspjall
15.00 Pétur H. Ármannsson arkitekt
verður með sýningarstjóraspjall um
sýninguna Hugvit í Hafnarborg. Ræðir
hann um sýninguna og hugmyndir Ein-
ars Þorsteins Ásgeirssonar hönnuðar.
Einnig verður vinnustofa opin fyrir fjöl-
skylduna kl. 14. Aðgangur ókeypis.
Mánudagur 13. júní 2011
➜ Tónleikar
20.00 Árlegir styrktartónleikar Lauf,
Félags flogaveikra, verða í Fríkirkjunni
í kvöld. Flutt verða íslensk og erlend
dýralög. Allur ágóði rennur til Laufs.
20.00 Óperukórinn í Reykjavík og
Bærum sinfóníuhljómsveitin í Noregi
munu fylla Eldborg, sal Hörpu, af
norskri tónlist í kvöld. Miðaverð er kr.
2.900.
21.00 Hljómsveitin Dægurflugurnar
spilar íslensk dægurlög á Café Rósen-
berg í kvöld. Aðgangseyrir er kr. 1.500.
Þriðjudagur 14. júní 2011
➜ Opin æfing
20.00 Píanóleikarinn
Víkingur Heiðar
Ólafsson og bassa-
söngvarinn Kristinn
Sigmundsson munu
flytja einn áhrifa-
mesta söngljóðaflokk
allra tíma, Vetrarferð-
ina, í Eldborgarsal
Hörpu næstkomandi
fimmtudag. Tónleikagestum býðst að
koma á opna æfingu í kvöld þar sem
þeir veita innsýn inn í vinnu sína og
dýpka skilning áhorfenda á verkinu.
Tryggvagötu 19 | 101 Reykjavík
Sími 562 5030 | www.kolaportid.is
Opið
laugardag og mánudag
frá kl. 11-17.
Lokað
hvítasunnudag.
Opið síðan 1989
KOLAPORTIÐ
TRÖLLIN VITA SÍNU VITI
Trolls – Philosophy
and Wisdom geymir
stórglæsilegar myndir
af tröllum í íslenskri
náttúru eftir Brian
Pilkington og sígilda
tröllaspeki. Tilvalin
fyrir erlenda vini á
öllum aldri.
Óperukórinn í Reykjavík og
Bærum sinfóníuhljómsveit frá
Noregi halda tónleika í salnum
Eldborg í Hörpu mánudagskvöld-
ið 13. júní klukkan 20.
Stærsta verk tónleikanna er kór-
verkið Völuspá eftir David Monrad
Johansen, samið fyrir blandaðan
kór, þrjá einsöngvara og hljóm-
sveit. Einnig eru á efnisskránni
þekkt verk eftir norska tónskáldið
Edvard Grieg, meðal annarra tvö
af þekktustu sönglögum hans, Jeg
elsker dig og Söngur Sólveigar úr
Pétri Gauti. Þá flytja Óperukórinn
og Jóhann Smári Sævarsson bassi
kórverkið Landsýn; óð til Ólafs
Tryggvasonar Noregskonungs,
sem flutt er í íslenskri þýðingu
Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar
læknis í Kanada, auk fleiri verka.
Einsöngvarar eru Þóra Einars-
dóttir sópran, Sesselja Kristjáns-
dóttir messósópran og Jóhann
Smári Sævarsson bassi. Stjórnandi
er Garðar Cortes.
Völuspá í Hörpu
TÓNLEIKAR Garðar Cortes stjórnar
tónleikum Óperukórsins í Reykjavík
og Bærum sinfóníuhljómsveitarinnar í
Hörpu.