Fréttablaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 94
11. júní 2011 LAUGARDAGUR58 Tuttugu lottófyrirtæki í tíu Evr- ópulöndum skrifuðu hinn 7. júní síðastliðinn undir samstarfssamn- ing um að byrja með nýtt lottó undir nafninu Euro Jackpot. Vinn- ingsupphæðin í nýja lottóinu yrði aldrei lægri en tíu milljónir evra, eða 1,7 milljarðar íslenskra króna. Hann gæti þó orðið allt að níutíu milljónum evra, eða tæpir fimm- tán milljarðar íslenskra króna. Löndin tíu eru Þýskaland, Holland, Danmörk, Ísland, Noregur, Sló- venía, Finnland, Eistland, Ítalía og Spánn. Samtals búa um 200 millj- ónir manna í þessum löndum. „Það er ekkert öruggt í hendi, þetta er gríðarlega flókið tækni- lega en við gerum okkur vonir um að línur skýrist hinn 23. nóvem- ber. Þetta er frábær hugmynd en hún þarf líka að fá leyfi hjá ríkis- stjórnum allra þeirra landa sem eiga aðild að þessu,“ segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár. Samkvæmt frétt sem birtist í ríkisútvarpi Eistlands er gert ráð fyrir því að fyrsti drátturinn í lottóinu verði strax á næsta ári en Stefán vill ekki staðfesta það; enn eigi eftir að hnýta ansi marga lausa hnúta. „Við höfum unnið í þessu í sex ár, höfum kannað hvort þetta væri raunhæfur möguleiki. Samningaviðræðurnar hafa síðan staðið yfir í þrjú ár,“ segir Stef- án, sem kveðst þó vera spenntur fyrir þessu, ef af verður. Og það er kannski ekkert skrýtið að Stefán skuli setja varnagla við málið, því fyrir þremur árum greindi Frétta- blaðið frá því að nýtt milljarðalottó væri væntanlegt. Þá átti lottóið að hefjast strax síðar sama ár. Stærsti lottópotturinn sem Íslendingar geta unnið í dag er Víkingalottóið, sem dregið er í á miðvikudögum. Einfaldur pott- ur í því er yfirleitt um hundrað milljónir íslenskra króna. Vin- sælasta lottóið er hins vegar hið sígilda Lottó á laugardögum, þar sem dregið er í beinni útsendingu. Þar er fyrsti vinningur í kringum fimm milljónir íslenskra. freyrgigja@frettabladid.is PERSÓNAN Hrefna Hagalín og Kristín Bára Haraldsdóttir reka saman fram- leiðslufyrirtækið Krúnk, sem sá um framleiðslu tónlistarmynd- bands ítölsku pönksveitarinnar The Minnies. Hrefna og Kristín Bára eru stadd- ar í Berlín um þessar mundir, þar sem upptökur á myndbandinu fóru fram, en Einar Snorri leikstýrir því. Söguþráðurinn er eins konar ástar- saga og fór leikarinn Tómas Lem- arquis með hlutverk í myndband- inu. Hljómsveitin The Minnies var stofnuð árið 1994 og hefur í gegnum árin eignast tryggan aðdáendahóp víða um heim. Hrefna og Kristín Bára framleiddu áður stuttmynd- ina Knowledgy og auglýsingu fyrir fatahönnuðinn Munda, svo fátt eitt sé nefnt. Að sögn Hrefnu gengu tökur vel fyrir sig og nú er verið að ganga frá allri eftirvinnslu. „Þetta voru rosa- lega fínar tökur og vinalegur töku- hópur og þetta gekk allt eins og í sögu,“ segir hún. Þær stöllur hafa verið með annan fótinn í Berlín frá því í febrúar og unnið að ýmsum verkefnum með Einari Snorra. „Við erum ekki fluttar hingað, við flutt- um til dæmis ekki búslóðina með okkur út, heldur langaði okkur að prófa að vinna úti og fannst Berl- ín henta vel því héðan er stutt að fara til annarra borga í Evrópu. Við ætlum bara að sjá hvernig hlutirnir þróast og ef vel gengur væri gaman að vera hér áfram. Annars sjáum við bara hvað setur,“ segir Hrefna að lokum. - sm Gera myndband fyr- ir ítalska pönksveit FRAMLEIÐA MYNDBAND Hrefna Hagalín og Kristín Bára Haraldsdóttir framleiddu tónlistarmyndband fyrir ítölsku pönk- sveitina The Minnies. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Steinþór Helgi Arnsteinsson Aldur: 27 ára Starf: Umboðs - maður, tónleikahaldari, verkefnastjóri hjá Senu, Gettu betur-þjálfari og ýmislegt tilfall- andi. Hjúskaparstaða: Einhleypur. Fjölskylda: Alinn upp af einstæðri móður og rek föðurlegg til Noregs. Búseta: Bý í 101. Stjörnumerki: Hrútur. Steinþór Helgi stendur nú á eigin fótum eftir að hafa flutt út frá móður sinni. „Ég er mjög sáttur við útkomuna,“ segir Gestur Valur Svansson, leik- stjóri gamanþáttanna Tríó sem voru frumsýndir á RÚV á fimmtu- dagskvöld. Tríó virðist ætla að vekja mis- jöfn viðbrögð hjá almenningi. Á fréttablogginu Fréttir af Facebook á Eyjunni voru tekin saman nei- kvæð ummæli úr ýmsum áttum í kjölfar frumsýningar þáttar- ins. Kvikmyndagerðarmaður- inn Gagga Jónsdóttir bað RÚV til dæmis um að endurgreiða sér afnotagjöldin með millifærslu. Á RÚV hafði hins vegar ein kvörtun borist samkvæmt Sigrúnu Stef- ánsdóttur dagskrárstjóra. „Það hringdi ein kona. Hún var að kvarta undan bíómyndum almennt og Tríói líka,“ segir hún. Ertu ánægð með þáttinn? „Ja, svona efni er ekki akkúrat uppáhaldsefnið mitt. Ég get ekki miðað við að ég sé týpískur áhorf- andi.“ En kom til greina að taka þátt- inn af dagskrá vegna harðra við- bragða á netinu? „Nei, ég held ég láti ekki þessa 300 sem blogga eins og vitleysing- ar á kvöldin ráða hvað er í sjón- varpinu. Ég læt ekki Facebook stjórna dagskránni hérna,“ segir Sigrún. Leikstjórinn Gestur Valur fékk frábær viðbrögð við fyrsta þætti Tríós. „Ég er virkilega ánægður með það — ég held að það hafi verið 114 SMS í símanum í morg- un,“ segir hann. Gestur segist ekki hafa orðið var við þau slæmu viðbrögð sem Eyjan bendir á en hvetur fólk til að halda áfram að fylgjast með. „Þetta er bara byrjunin. Það er alltaf tæknilega erfitt að gera fyrsta þáttinn, maður þarf að kynna inn persónurnar og vera grípandi svo fólk vilji sjá meira,“ segir hann. „Mér finnst það hafa tekist og er nokkuð sáttur. Þætt- irnir verða betri og betri.“ - afb Bloggarar ráða ekki hvað er í sjónvarpinu MISJÖFN VIÐBRÖGÐ Gestur Valur Svans- son, leikstjóri Tríós, hefur fengið góð við- brögð við þáttunum. Á Facebook voru hins vegar margir ekki nógu ánægðir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TÍMAMÓTATÓNLEIKAR ÚTGÁFUTÓNLEIKAR GUSGUS VERÐA Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 18. júní. NÝJA PLATAN ARABIAN HORSE HEFUR FENGIÐ TOPPDÓMA Á ÍSLANDI OG ERLENDIS OG ÞETTA ER ÞVÍ EINN AF TÓNLISTARVIÐBURÐUM ÁRSINS. STÓRVIÐBURÐUR Í ÍSLENSKRI TÓNLIST Í BEINNI ÚTSENDINGU Á LÍFINU Á VÍSI. Í BEINNI Á LÍFINU Á VÍSI „Ég man ekki eftir að hafa rek- ist áður á að einhver sé að taka myndirnar mínar í leyfisleysi og setja á boli,“ segir listamaðurinn Hugleikur Dagsson. Vefsíðan Mysoti.com býður notendum sínum upp á að prenta myndir á boli og selja í vefverslun sinni. Óprúttinn notandi vefsíð- unnar var með bol til sölu merkt- an mynd Hugleiks Dagssonar úr bókinni Popular Hits og rukkaði tæpa 22 dali fyrir stykkið — um 2.500 íslenskar krónur. „Það fer aldrei í taugarnar á mér ef einhver einn og einn er að gera þetta fyrir sig,“ segir Hug- leikur. „Það sem er leiðinlegt við þetta er að við vorum að fara að prenta akkúrat þessa mynd á bol, þannig að það er pirrandi að ein- hver úti í útlöndum hafi verið fyrri til. En það er fyrir öllu að þessi muni ekki græða meira á bolnum sínum en við græðum á okkar.“ Fréttablaðið hafði samband við Steve Hunt, eiganda Mysoti.com, sem var miður sín yfir málinu og hefur tekið bolinn úr sölu. „Ég tek höfundarrétt mjög alvarlega og hyggst taka alla boli þessa til- tekna notanda úr sölu, enda hefur hann notað mikið af höfundar- réttarvörðum myndum frá fólki og fyrirtækjum.“ Hunt sagði enn fremur að ef notandinn sem stal mynd Hug- leiks hefði hagnast á þeim til- tekna bol yrðu gerðar ráðstafanir til að borga Hugleiki fyrir ómak- ið. Hann tók þó fram að svo virt- ist sem enginn bolur með mynd- inni hefði selst. - afb Hætt að selja stolinn Hugleiksbol PIRRANDI Óprúttinn notandi vefsíðunn- ar Mysoti.com tók mynd Hugleiks Dags- sonar ófrjálsri hendi og hugðist selja á bol í vefverslun síðunnar. Hugleikur segir það pirrandi þar sem hann ætlar að selja bol með sömu mynd, sem sést hér fyrir ofan. STEFÁN KONRÁÐSSON: ÞETTA ER FRÁBÆR HUGMYND Íslendingar með í nýju evrópsku milljarðalottói SANDUR AF SEÐLUM Ef Euro Jackpot verður að veruleika eiga Íslendingar möguleika á að vinna allt frá 1,7 milljörðum íslenskra króna í hverri viku upp í tæpa fimmtán milljarða. Alls eiga tíu lönd aðild að þessum risapotti og því gætu um 200 milljón spilarar verið að keppa um hinar háu fjárhæðir. Stefán Konráðsson segir nýja lottóið frábæra hugmynd. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.