Fréttablaðið - 20.07.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.07.2011, Blaðsíða 2
20. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR2 Magnús, sjáið þið ekki skóginn fyrir trjánum? „Allt er vænt sem vel er grænt!“ Magnús Gunnarsson er formaður Skóg- ræktarfélags Íslands sem í samstarfi við Háskólann í Reykjavík vill taka að sér uppbyggingu útivistarparadísar í Öskju- hlíð. Þar er þegar mikill trjágróður. SPURNING DAGSINS afé er flottur veitingastaður í Eagle C iðbæjarins við Hafnarbúðir,mhjarta tu 9, í sama húsi og fuglasafnGeirsgö Búið er að byggja flottan pall Íslands. sem vilja njóta veitinganna fyrir þá a.utandyr 50 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið í krafti fjöldans 790 kr. GILDIR 24 TÍMA 1.800 kr. 56% 1.010 kr.P IP A R\ TB W A • SÍ A LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fimm- tugsaldri, sem var stunginn í slagæð í hálsi með hnífi á veit- ingastaðnum Monte Carlo á fimmtudagskvöld, er kominn úr öndunarvél. Hann var útskrif- aður af gjörgæsludeild Landspít- alans í gær, samkvæmt upplýs- ingum frá vakthafandi lækni, og fluttur á almenna deild. Árásarmaðurinn, sem er tæp- lega fertugur með erlent ríkis- fang, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. júlí næst- komandi. - jss Fórnarlamb á batavegi: Var útskrifaður af gjörgæslu FJARSKIPTI Undirbúningur að lagn- ingu á nýjum sæstreng til gagna- flutninga milli Evrópu og Norð- ur-Ameríku í gegnum Ísland er hafinn. Leggja á strenginn næsta sumar, en eigendur hans horfa meðal annars til viðskipta við gagnaver hér á landi. Strengurinn mun liggja frá meginlandi Evrópu til Bretlands, Íslands og loks Norður-Ameríku. Hann verður í eigu fyrirtækis- ins Emerald Atlantis, sem er að stórum hluta í eigu breska sjóðsins Wellcome Trust. Lagning strengsins hefur verið þrjú ár í undirbúningi, og eru botnrannsóknir á væntanlegri leið strengsins nú að hefjast, segir Jón Birgir Jónsson, talsmaður Emerald Atlantis á Íslandi. Stefnt er að því að leggja strenginn næsta sumar, og taka hann í notkun síðar á árinu. Kostnaður mun hlaupa á nokkr- um milljörðum króna. Strengur- inn verður fjármagnaður að einum þriðja með eigin fé en að tveimur þriðju með lánum, segir Jón Birgir. Fyrsti áfangi af þremur hefur þegar verið að fullu fjármagnaður. Nýi strengurinn mun gera Ísland að mun fýsilegri kosti fyrir gagna- ver erlendra stórfyrirtækja vegna mikillar afkastagetu og hraða, segir Jón Birgir. - bj Leggja nýjan sæstreng fyrir gagnaflutninga milli Evrópu og Norður-Ameríku: Horfa til viðskipta við gagnaver STRENGUR Sérstök skip þarf til að leggja sæstrengi, og er stefnt á að strengur Emerald Atlantis verði lagður næsta sumar. UMFERÐ Sala á steinolíu hefur snaraukist á undanförnum árum. Í fyrra var hún tíu sinnum meiri en árið 2005. Mjög hefur færst í vöxt að steinolía sé notuð á eldri dísilbíla, ýmist hrein eða blönduð í dísil, enda er lítrinn af steinolíu tugum króna ódýrari en dísilolíu- lítrinn. Í tölum frá Flutningsjöfnun- arsjóði, sem Fréttablaðið hefur aflað sér, má sjá að salan á stein- olíu tók gríðarlegan kipp á milli áranna 2007 og 2008, þegar hún nálega fimmfaldaðist á einu ári. Þetta hefur verið sett í samhengi við verðhækkanir á dísilolíu á árinu 2007, en það ár varð hún í fyrsta sinn dýrari en bensínið. Síðan hefur salan enn aukist og var á síðasta ári yfir 1.120 þús- und lítrar, samanborið við 118 þúsund lítra árið 2005. Heimild- ir Fréttablaðsins herma að vís- bendingar séu um að sala henn- ar hafi enn aukist það sem af er þessu ári. Hægt er að nálgast steinolíu í dælum á bensínstöðvum og svo virðist sem jafnt megi nota hana í stað dísilolíu á dísilbíla sem ekki eru af allra nýjustu gerð. Nýleg- ustu dísilvélar hafa búnað sem ekki ræður við steinolíuna. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við sögðu að viss áhætta væri engu að síður fólgin í því að nota steinolíuna á eldri dísilbíla, enda kynni það að slíta vélunum hraðar en ella. Ekkert olíugjald leggst á steinol- íu enda er hún ekki ætluð sem elds- neyti fyrir ökutæki. Olíugjaldið er 55 krónur á hvern lítra svo það er ljóst að töluverður sparnaður hlýst af því að nota hana í stað dísilolí- unnar eða með henni. Þrátt fyrir að ekkert olíugjald leggist á hana er notkun hennar lögleg, ólíkt lit- aðri dísilolíu sem einnig er undan- þegin olíugjaldi. stigur@frettabladid.is Sala á steinolíu hefur tífaldast á sex árum Algengt að steinolíu sé dælt á dísilbíla. Ekki ólöglegt þótt ekkert olíugjald sé lagt á steinolíuna. Rúmlega 1,1 milljón lítra seld í fyrra, samanborið við 118 þúsund lítra 2005. Fimmfaldaðist á einu ári eftir að dísill varð dýrari en bensín. STEINOLÍA Á KAGGANN Þessi dældi steinolíu á bílinn sinn á bensínstöð N1 á Ártúnshöfða í gær. Það er töluvert ódýrara en að fylla hann af dísil og áhöld eru um hvort bílnum verður nokkuð meint af. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Fjöldi seldra lítra af steinolíu 2005 - 2010 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 11 8. 21 9 lít ra r 19 9. 13 8 lít ra r 21 1. 90 9 lít ra r Heimild: Flutningsjöfnunarsjóður 1. 12 3. 30 7 lít ra r 96 5. 65 2 lít ra r 93 0. 88 4 lít ra r HEILBRIGÐISMÁL Þórarinn Tyrf- ingsson, yfirlæknir á Vogi, segir fyrirhugaða rannsókn á tengslum áfengissýki og dánarmeina afar mikilvæga. Persónuvernd hafnar að leyfa rannsóknina þar til betur liggur fyrir hvernig tryggja eigi öryggi viðkvæmra upplýsinga um einstaklinga sem fengu meðferð við áfengissýki. „Þetta er hið besta mál,“ segir Þórarinn um rannsóknina sem tveir háskólanemar hyggjast vinna undir handleiðslu og á ábyrgð Vil- hjálms Rafnssonar hjá Rannsókn- arstofu í heilbrigðisfræði. Nota á sjúkraskrár Vogs frá árinu 1980 og bera saman við dánarmeinaskrá Hagstofunnar. Þórarinn telur rannsóknina ekki aðeins geta hnykkt á því að líflík- ur áfengissjúklinga minnki heldur muni upplýsingarnar gagnast bæði sjúklingunum og heilsugæslunni til að vera á varðbergi. Oft sé tekið á annan hátt á drukknu fólki og þeim sem séu undir áhrifum fíkniefna þegar þeir koma á slysavarðstof- una. „Vilhjálmur hefur sýnt fram á að lífslíkur þessa fólks eru mjög lágar. Það er í meiri hættu á að deyja á næstu tíu árum heldur en ef það kæmi á bráðamóttöku með alvar- lega sjúkdóma,“ segir Þórarinn. Sjúkraskrár Vogs hafa nú þegar verið notaðar til erfðarannsókna með heimild Persónuverndar að sögn Þórarins. „Það er allt háð ströngum leyfum og við höfum allt- af reynt að fara mjög varlega með þessi gögn hjá okkur,“ segir yfir- læknirinn. - gar Yfirlæknir á Vogi segir könnun á tengslum áfengissýki og dánarmeina mikilvæga: Fullir fá aðra meðferð á bráðavakt ÞÓRARINN TYRFINGSSON Yfirlæknirinn á Vogi segir vandamál að ekki sé litið á áfengissýki sem alvörusjúkdóm og því sé lítið fé sett í forvarnir og meðferð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EFNAHAGSMÁL Alþjóðlega mats- fyrirtækið Moody‘s segir láns- hæfiseinkunn íslenska ríkisins endurspegla hóflegan styrk hag- kerfisins og sterkar stofnanir þess. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu fyrirtækisins um Ísland. Hjá Moody‘s hefur Ísland ein- kunnina Baa3 sem er aðeins einum flokki yfir rusflokki. Þá eru horfur landsins neikvæðar. Í skýrslunni eru neikvæðu horfurnar sagðar til komnar vegna erfiðra verkefna stjórn- valda við að laga stöðu ríkisfjár- mála og þess hve berskjaldað hagkerfið er fyrir ytri áföllum. Þó er tekið fram að Ísland hafi náð miklum árangri í að rétta hagkerfið við eftir kreppuna sem skall á haustið 2008. - mþl Árlegt mat Moody‘s á Íslandi: Hóflegur styrk- ur hagkerfisins SAMGÖNGUR Flugmenn hjá Ice- landair hafa náð nýjum kjara- samning við félagið. Skrifað var undir samninginn á níunda tím- anum í gærkvöldi með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Flugmenn munu nú greiða atkvæði um samninginn. Atkvæðagreiðslan hefst í dag og á henni að vera lokið á miðviku- daginn eftir viku segir Haf- steinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Yfirvinnubanni flugmanna hjá félaginu, sem tók gildi í gær, hefur nú verið aflýst. Hafsteinn vildi ekki skýra í smáatriðum muninn á þessum samningi og þeim sem flugmenn felldu fyrir skömmu fyrr en samningurinn hefur verið kynnt- ur félagsmönnum. Munurinn snúi þó einkum að starfsöryggi flug- mannanna, sem hafi verið bitbein í viðræðunum við Icelandair. - bj Flugmenn ná samningum: Yfirvinnubanni verið aflýst VÍSINDI Sé barnshafandi kona undir miklu álagi gæti stressið haft var- anleg áhrif á fóstrið í móðurkviði samkvæmt niðurstöðum rannsókn- ar þýskra sálfræðinga sem birtist í virtu sálfræðitímariti. Ekki er hægt að fullyrða að stress á meðgöngu, til dæmis vegna ofbeldis af hálfu maka, hafi alltaf áhrif á ófædd börn. Vísinda- mennirnir sem unnu að rannsókn- inni segja niðurstöðurnar þó benda eindregið til þess að börnunum sé hættara en öðrum við stressi, geðrænum kvillum og hegðunar- vandamálum á lífsleiðinni, að því er fram kemur í frétt BBC. - bj Vara við stressi á meðgöngu: Gæti haft varanleg áhrif SLÖKUN Börnum stressaðra mæðra er hættara við kvillum en öðrum börnum. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Pakistönsk stjórn- völd létu milljónir dollara renna til samtaka í Bandaríkjunum. Þau áttu að reyna að hafa áhrif á stefnu bandarískra stjórnvalda í málefnum tengdum Pakistan. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, sakar forsprakka Kasmír- bandaríska ráðsins um að vera óskráður erindreki pakistanskra stjórnvalda, og hafa með ólögleg- um hætti fengið árlega 500 til 700 þúsund Bandaríkjadali frá Pak- istan árum saman. Pakistönsk stjórnvöld segja ásakanirnar ekki eiga við rök að styðjast. - bj Ólöglegur erindreki Pakistans: Handtekinn í Bandaríkjunum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.