Fréttablaðið - 20.07.2011, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGGrænn lífsstíll MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 20114
Svanurinn er opinbert norrænt
umhverfismerki. Kröfur Svansins
ná yfir alla helstu umhverfisþætti
vöru eða þjónustu. Má þar nefna
orku- og hráefnanotkun, losun
mengandi eða hættulegra efna,
umbúðanotkun, flutning og
meðhöndlun úrgangs. Tilgangur
Svansins er að ýta undir sjálfbæra
þróun svo að komandi kynslóðir
hafi jafna möguleika og nútíma-
menn til að mæta þörfum sínum.
Alls er hægt að votta um 70 mis-
munandi vöru- og þjónustuflokka.
Á Íslandi hafa 17 Svansvottanir verið
gefnar út frá 2000.
Þær eru eftirfarandi:
1. Prentsmiðjan hjá Guðjón Ó
– frá 2000
2. Farfuglaheimilin í Laugardal
– frá 2004
3. Undri – iðnaðarhreinsir – frá 2006
4. Sólarræsting – frá 2007
5. ISS-ræstingar – frá 2009
6. Prentsmiðjan Oddi – frá 2009
7. Farfuglaheimilin Vesturgötu
– frá 2010
8. Kaffihús kaffitárs – frá 2010
9. Hreint ehf.-ræstingar – frá 2010
10. Prentsmiðja Svansprent
– frá 2010
11. Ísafoldarprentsmiðja – frá 2010
12. Nostra-ræstingar – frá 2010
13. AÞ-þrif-ræstingar – frá 2010
14. Háskólaprent – frá 2010
15. Hótel Rauðaskriða – frá 2011
16. Hótel Eldhestar – frá 2011
17. Prentmet ehf.- prentsmiðjan
Reykjavík – frá 2011
SAUTJÁN MEÐ SVANSVOTTUN
Nánari upplýsingar um Svansvottun
og þau skilyrði sem þarf að uppfylla
eru á www.svanurinn.is.
FRÆÐSLUVEFUR UM
GRÆNAN LÍFSSTÍL
Umhverfisstofnun hefur sett
á fót undirsíðu á heimasíðu
sinni, www.ust.is, sem fjallar
um grænan lífsstíl í tengslum
við bílinn, garðinn, heimilið,
snyrtivörur, börn og varasöm
efni svo dæmi séu nefnd.
Í heimilisflokknum er meðal
annars hægt að kynna sér end-
urvinnslu og atriði sem ætti að
hafa í huga varðandi rafmagns-
tæki, hreinsivörur, inniloft, raka
og myglu. Í meðgöngu- og
barnaflokknum er fjallað um
fatnað, leiksvæði, leikföng og
annað sem þeir sem vilja skapa
börnum heilnæmar aðstæður
ættu að hafa í huga.
GRÆNIR SMOKKAR
Umhverfisvæn sjónarmið má
tileinka sér með ýmsum hætti,
þar á meðal með kaupum á
vistvænum smokkum. Talið
er að á heimsvísu séu árlega
notaðir í kringum tíu milljarðar
smokka sem fara beinustu leið
í ruslið. Smokkaframleiðendur
hafa ákveðið að stemma stigu
við mengun af völdum þessara
hefðbundnu gúmmísmokka
með framleiðslu á „náttúru-
legum“ smokkum. Þá er hægt
að velja fram yfir hina sem ekki
brotna niður í náttúrunni.
BYLTING Í TÖLVU
SKJÁUM?
Þýskir vísindamenn hafa þróað
tækni sem þeir segja að geti
stórbætt orkunýtingu á lífrænum
díóðuljósgjöfum. Ef þeir ná að
fullkomna tæknina munu í fram-
tíðinni koma á markað hræódýrir
tölvuskjáir sem
eru mjög þunnir,
eyða afskaplega
litlu rafmagni en
eru samt með
góð myndgæði.
Þetta eru svokall-
aðir OLED-skjáir
sem vísindamenn
við Fraunhofer
Institut leitast við að
fullkomna. Þó eiga
þeir eftir að yfirstíga
nokkrar hindranir og
finna réttu útfærsl-
una.