Fréttablaðið - 20.07.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 20.07.2011, Blaðsíða 21
KYNNING − AUGLÝSING20. JÚLÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR Fallegt ævintýri hófst í Skaga-firði með byggingu f lokk-unarstöðvar sem var opnuð í mars árið 2008. Þá gátu viljugir sveitungar komið með sitt flokkaða rusl á stöðina. Fyrir ári tók Sveitar- félagið Skagafjörður sig síðan til og ákvað að skylda alla í þéttbýli til að flokka. „Það hefur gefist vel,“ segir Ómar Kjartansson, framkvæmda- stjóri Flokku ehf. „Fólk tók fullan þátt í þessu. Það var einn og einn sem var óánægður en ég held að það sé komið í gott lag og bæjar búar bara ánægðir með þetta.“ Hið nýstárlega við þetta fyrir- komulag á sínum tíma var að ekið var með tunnurnar heim til fólks og því látin í té viðeigandi ílát, ókeyp- is og vandræðalaust. Kynningar- fundir voru haldnir og fólki kennt að f lokka. Árangurinn lét ekki á sér standa. „Nú urðum við 35 pró- sent af óendurvinnanlegum úr- gangi miðað við magnið sem var fyrir breytingarnar,“ segir Ómar. „Tveggja hólfa bíll sækir tunnurnar. Ein tunnan er græn, fyrir mismun- andi plast, pappír og málma. Svarta tunnan er fyrir óendurvinnanlegt en í henni er 35 lítra hólf fyrir líf- rænan úrgang,“ segir Ómar sem kveður fólk nú vilja tíðari losun. „En það er, tel ég, hjá fólki sem fer ekki eftir leiðbeiningum. Hjá þeim sem brjóta saman og raða geng- ur mjög vel og þarf því ekki að losa tunnurnar oftar.“ Að sögn Maríu Bjarkar Ingva- dóttur, frístundastjóra hjá sveitar- félaginu, hafa margir breytt neyslu- venjum sínum eftir innleiðingu flokkunarkerfisins. „Þegar fólk sér að það er að henda allt að 60 kílóum af lífrænum úrgangi, það er mat, á mánuði þá hugsar það sinn gang og fer að haga innkaupum sínum skynsamlegar.” Tún er faggild og alþjóðlega viður- kennd vottunarstofa fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu. Á þessu ári hafa fleiri sótt um að framleiða vörur í samræmi við alþjóðlega staðla um lífrænar aðferðir en fyrri ár og stöðugt fjölgar fyrir tækjum sem vinna úr lífrænu hráefni. Þá er umsóknum frá sauðfjárbænd- um að fjölga að sögn Rannveigar Guðleifsdóttur sem er verkefna- stjóri hjá Túni. „Lífrænar aðferðir byggjast á því að vinna sem mest með náttúrunni, nota engan tilbú- inn áburð og forðast öll eiturefni og erfðabreyttar lífverur. Einnig er áhersla á velferð dýra, að þau hafi rúmt um sig og hæfilega útivist,“ segir hún og lýsir ferlinu nánar. „Þegar við fáum umsókn frá framleiðanda fer matsmaður á staðinn og athugar hvað þarf að lagfæra til að starfsemin stand- ist ströngustu kröfur. Öll mál eru lögð fyrir nefnd sem ákveður hvort vottun verður samþykkt. Aðlögun- artími í landbúnaði er yfirleitt tvö ár, búreksturinn er undir eftirliti þann tíma og síðan tekur við árlegt eftirlit. Yfirleitt er fólk mjög áhuga- samt og vill gera hlutina vel.“ Rannveig segir lífrænan bú- skap ekki endilega þurfa að vera stórt skref fyrir þá sem hafa verið í framleiðslu. „Þetta er allt spurning um hugar far. Ef t ir hr un hef ur áburðar- og fóðurverð hækk- að svo mikið að bændur hafa reynt að draga úr notkun tilbú- ins áburðar og fóðurbætis og nota búfjáráburð og rækta eigin fóður í meira mæli. Oft þurfa þeir samt að breyta húsnæði og aðstöðu bú- peningsins og það kallar á útgjöld en margir bændur sem hafa skipt yfir í lífrænan búskap segja hann mun hagkvæmari en þann hefð- bundna.“ Ef t irspurn ef t ir l í f rænum vörum hér á landi er meiri en framboð að sögn Rannveigar. „Fólk verður bara að muna eftir að leita eftir vottunarmerki á þeim vörum sem það kaupir, ef það vill kaupa lífrænt. Það er staðfesting á því að unnið hafi verið eftir þess- um alþjóðlegu reglum.“ Allt spurning um hugarfar „Ferlið er allt eftirlitsskylt,“ segir Rannveig Guðleifsdóttir, verkefnastjóri hjá Túni, um líf- ræna framleiðslu. MYND/VILHELM Hótel Náttúra Gisting Baðhús Slow Food Leirböð Nudd Yoga Bowen Golf Hestaferðir Hjólreiðar Gönguferðir Náttúruupplifun Hollir safar svíkja engan. Hér eru uppskriftir að tveimur ljúffengum. Gulrótarsafi Saxið niður gulrætur, engi- fer (örlítið) og epli eftir smekk og bla nd ið saman í raf- magnskvörn á s a m t s m á vatni og klökum. Sumum finnst gott að hella út í dálitlu a f t i lbú nu m eplasafa. Berið fram í g lasi með röri. Tómatsafi Hreinsið fimm tómata að utan sem innan og sker- ið í báta. Hitið í potti (sem ekki smitar út frá sér) ásamt niður skornum rauðlauk og selleríi eftir smekk í um það bil hálftíma. Gætið þess að hafa lok ofan á pottinum. Hrærið í þar til tóm- atarnir verða mjúk- ir. Setjið tómatana í rafmagnskvörn og f jarlægið kjötið. Setjið tómatsaf- ann í pott ásamt te- skeið af syk ri og sa lt ið og piprið eft ir s mek k . L át ið suðuna koma upp. Kælið og berið fram. Tveir þrusugóðir Að sögn Ómars Kjartanssonar framkvæmdastjóra Flokku ehf. hefur gengið vel að fá íbúa sveitarfélagsins Skagafjarðar til að flokka úrgang. Allir ánægðir með að flokka LÍFRÆN PARADÍS Þjóðverjar eru þekktir fyrir dálæti sitt á lífrænum mat. Hótel Ulrichshof í Bæjaralandi býður eingöngu barnafólki með lítil börn í gistingu sem í þokkabót aðhyllist lífrænan lífsstíl og neytir eingöngu lífrænnar fæðu. Þangað getur fólk komið og áhyggjulaust látið hvað sem er inn fyrir sínar varir án þess að óttast að um ólífræna vöru sé að ræða. Allt á staðnum er lífrænt og náttúrulegt: leiktækin fyrir börnin, sápan sem ræstitækn- arnir nota og nammið í sjálf- salanum, auk þess sem hótelið er hitað upp með afgangsspreki úr bæverskum skógum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.