Fréttablaðið - 20.07.2011, Blaðsíða 38
20. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR30
SUNDLAUGIN MÍN
Ég veit um fullt af
liði hér á Íslandi sem
ætlar að taka þátt.
ERPUR EYVINDARSON
RAPPARI
„Náttúrulaugin í Selárdal er
alveg yndisleg. Hún er það
snyrtileg að það lítur út fyrir að
einhver sé í vinnu þarna, en svo
er ekki.“
Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður.
Aðgengi ferðamanna að Detti-
fossi verður lokað að austanverðu
á fimmtudag og föstudag á meðan
tökur á stórmyndinni Prómeþeusi
fara þar fram. Opið verður fyrir
aðgang vestan megin við fossinn.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
á dögunum stóð til að loka aðgeng-
inu bæði austan- og vestanmegin en
hætt var við það. „Það var í raun
farinn millivegurinn til að loka ekki
alfarið fyrir umferð ferðamanna.
Það var eftir mjög góða samvinnu
við Samtök ferðaþjónustunnar og
Vatnajökulsþjóðgarð sem það var
ákveðið,“ segir Þór Kjartansson,
starfsmaður framleiðslufyrirtækis-
ins True North ,sem aðstoðar töku-
lið Prómeþeusar. Hann bætir við að
björgunarsveitarmenn verði á vakt
vestan megin við fossinn til að leið-
beina fólki á réttan stað svo það fái
litið hinn glæsilega foss án þess að
trufla tökurnar.
Aðspurður segir Þór
að tökulið Prómeþeus-
ar, með leikstjórann
Ridley Scott í farar-
broddi, sé gríðarlega
ánægt með dvölina
á Íslandi og allt hafi
gengið eins og í sögu.
„Ísland hefur skart-
að sínu fegursta
og á eflaust
eftir að vekja
mikla lukku þegar það kemst á
hvíta tjaldið,“ segir hann.
Tökur á Prómeþeusi hófust 11.
júlí við rætur Heklu og er áætlað
að þær standi yfir í tvær vikur.
Með helstu hlutverk fara Óskars-
verðlaunaleikkonan Charlize
Theron, X-Men-hetjan Micha-
el Fassbender og Lisbeth
Salander-leikkonan Noomi
Rapace. - fb
Scott takmarkar aðgengi að Dettifossi
ÁNÆGÐUR Á ÍSLANDI Leik-
stjórinn Ridley Scott er
gríðarlega ánægð-
ur með dvölina
á Íslandi.
DETTIFOSS LOKAÐUR AF Aðgengi að
Dettifossi verður lokað að austanverðu
á fimmtudag og föstudag.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Þegar mér bauðst hlutverkið
í Gulleyjunni var ég ekki lengi
að stökkva á það,“ segir Þórunn
Erna Clausen en þegar Frétta-
blaðið náði af henni tali var hún
stödd uppi í sumarbústað.
„Það er gaman að segja frá því
að Siggi {Sigurjónsson] hringdi í
mig í hléi á einleiknum Ferðasögu
Guðríðar og bauð mér hlutverkið.
Það var búið að ganga vel að sýna
einleikinn og þessi dagur varð því
alveg extra góður eftir símtalið
við Sigga.“
Eins og Fréttablaðið hefur
greint frá skrifuðu félagarnir
Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður
Sigurjónsson leikgerðina að Gull-
eyjunni upp úr skáldsögu Roberts
Louis Stevenson og leikur Þór-
unn þar við hlið Björns Jörundar
Friðbjörnssonar, Þóru Karitasar
Árnadóttur og Kjartans Guðjóns-
sonar. Sýningin verður frumsýnd
í byrjun næsta árs og er samstarf
Leikfélags Akureyrar og Borgar-
leikhússins.
„Aðallega hlakka ég til að
skylmast og berjast almenni-
lega. Þegar ég var í skólanum var
það eitt af mínum sérsviðum en
ég hef voða lítið þurft að nota þá
kunnáttu hingað til.“
Það er nóg fram undan hjá Þór-
unni eftir fríið en hún er aðstoð-
arleikstjóri í Galdrakarlinum
í Oz, sem frumsýndur verður í
Borgarleikhúsinu í september.
Einnig ætlar hún að hlaupa í
skarðið fyrir Nínu Dögg Filipp-
usdóttur í ferð Vesturports með
leiksýninguna Faust til Kóreu í
október. Sex mánuðir eru síðan
eiginmaður Þórunnar, tónlistar-
maðurinn Sigurjón Brink, lést og
vill Þórunn meina að öll vinnan
hjálpi henni í sorgarferlinu. „Ég
er þannig týpa að ég þrífst best
þegar ég hef nóg að gera. Einn-
ig er ég fegin að hafa eitthvað að
hlakka til og einbeita mér að á
þessum erfiðu tímum.“
alfrun@frettabladid.is
Gott að hafa nóg fyrir stafni
SJÓRÆNINGI Þórunn Erna Clausen hefur í nógu að snúast á næstunni en hún
bregður sér í hlutverk sjóræningja í sýningunni Gulleyjan í leikstjórn Sigurðar Sigur-
jónssonar.
10.000 manns hafa séð Hárið.
T ð ðrygg u þér mi a!
HÁRIÐ
SILFUR TUNGLIÐ
„Algjör snilld“
Júlíus Júlíusson, Mbl. Miðasala á harid.is
PI
PA
R\
PI
PA
R\
PA
R\
IP
A
R\
PI
PA
R\
PA
R\
PI
PA
R\
PA
R\
A
R\
IP
A
R\
PA
R\
A
R
IP
A
R
PA
R
AAPAAAIP
A
PI
PAA
PI
PAIP
AAPAAIP
APAPPPIPIPIPI
W
A
TB
W
A
W
A
W
A
W
A
W
A
TB
WWWWWWW
TB
W
TB
W
TB
W
TB
•
SÍ
A
S
ÍA
S
ÍASÍ
AÍÍÍÍAÍÍSÍÍÍ SSS
••
19
1
11
91
1
11
91
11
19
1
11
19
1
11
19
11
1
11
9
66666666
Fim. 21. júlí kl. 19
Fim. 21. júlí POWERSÝNING! kl. 22
Fös. 22. júlí kl. 19
Mið. 27. júlí kl. 19
Fim. 28. júlí kl. 19
Fim. 4. ágúst kl. 19
Höfum b
ætt við
fleiri au
kasýnin
gum!
UPPSEL
T
UPPSEL
T
ÖRFÁ SÆ
TI
„Keppnin er fyrst og fremst hugs-
uð fyrir ungt fólk sem er að reyna
að koma sér á framfæri,“ segir
rapparinn Erpur Eyvindarson.
Erpur situr í dómnefnd nor-
rænu rappkeppninnar Rap It Up.
Keppnin er opin öllum ungum
röppurum á Norðurlöndum á
aldrinum 14 til 22 ára, en eina
skilyrðið er að þeir rappi á nor-
rænni tungu. Rap It Up hófst
hinn 11. maí og geta þátttakendur
sent inn sitt framlag til 14. ágúst.
Keppendur hlaða upp einföldum
myndböndum á vefsíðuna www.
rapitup.org, og sérstakur vinnu-
hópur sér síðan um að velja
átta bestu framlögin. Dóm-
nefndin, með Erp innan-
borðs, sér svo um að
skera úr um sigur-
vegara á úrslita-
kvöldi í Stokk-
hólmi hinn 30.
september og fær
sigurvegarinn 1.000
evrur að launum og
tækifæri til að taka upp í
fyrsta flokks hljóðveri í Stokk-
hólmi.
„Ég veit um fullt af liði hér á
Íslandi sem ætlar að taka þátt,“
segir Erpur, sem oft er beð-
inn um að dæma í söng- og tón-
listarkeppnum hérlendis. Hann
er því fljótur að koma auga á þá
sem hafa hæfileika. „Ég heyri það
mjög snemma ef það er eitthvað
varið í liðið. Jafnvel þó að lista-
maðurinn sé ekki fullmótaður, þá
sér maður alveg ef það eru ein-
hverjir hæfileikar þarna.“
Dómnefnd keppninnar er skip-
uð einvalaliði norrænna hipphopp-
ara og ber Erpur þeim vel söguna.
„Salazar Brothers eru goðsagna-
kenndasta rapphljómsveit Svía.
Ég er búinn að fylgjast með þeim
síðan ég var ellefu ára gamall.
Joddski frá Noregi er mjög þekkt-
ur og Per Vers frá Danmörku er
algjört „legend“,“ segir Erpur,
en fleiri norrænir rapparar sitja
einnig í dómnefnd.
Áhugasamir geta kynnt sér
reglur keppninnar og fengið frek-
ari upplýsingar á vefsíðunni www.
rapitup.org. kristjana@frettabladid.is
ERPUR EYVINDARSON: SÉ HÆFILEIKA SNEMMA
Dæmir norræna
rapparakeppni
TIL Í SLAGINN Erpur Eyvindarson situr í dómnefnd norrænu rappkeppninnar Rap It
Up. Sigurvegari keppninnar fær peningaverðlaun og tækifæri til að taka upp í fyrsta
flokks hljóðveri í Stokkhólmi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ástarsambönd fárra Íslendinga
vekja meiri athygli en þau sem
glamúrgellan Vala Grand stofnar
til. Það fór til að mynda ekki fram
hjá neinum þegar hún byrjaði með
hinum danska Nicolai Voll, sem
rekur hugbúnaðarfyrirtæki í heima-
landi sínu, fyrir nokkrum vikum. En
eins og allt þá er hamingjan hverful
og í gær kom í ljós að Vala og Voll
eru hætt saman í bili. Vala segir
sjálf að þau hafi ákveðið að taka
sér „pásu”. Pressan
birti svo stutt viðtal
við Voll sem sagði
að BMW-bíll
sem hann á að
hafa gefið Völu
þegar þau
voru saman sé
ekki hennar.
Það sé mis-
skilningur því
bíllinn sé hans.
- afb
FRÉTTIR AF FÓLKI