Fréttablaðið - 20.07.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.07.2011, Blaðsíða 34
20. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR26 sport@frettabladid.is ANDRI MARTEINSSON var rekinn í gær sem þjálfari Víkings í Pepsi-deild karla. „Við erum að sjálfsögðu byrjaðir í viðræðum við þjálfara. Það verður unnið hratt í kvöld og við eigum fastlega von á því að tilkynna nýjan þjálfara á morgun (í dag),” sagði Björn Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Víkings í gær. „Þetta var mjög erfið ákvörðun en stjórnin og Andri sjálfur voru sammála um það að félagið skipti öllu máli,” sagði Björn. Vínlandsleið 6-8 S: 530 9400 www.totem.is VERSLUN Gaddaskór Complete TFX Star Léttir og góðir alhliða gaddaskór. Henta vel fyrir flestar greinar í frjálsum íþróttum. Stærðir: 35-45 Verð: 13.990 kr. Usain Bolt Fljótasti maður heims, hleypur alltaf í PUMA Söluaðilar: Borgarsport Borgarnesi, Sportver Akureyri, Tákn Húsavík, Íslensku Alparnir Egilsstöðum, Fjarðasport Neskaupstað, Sport-X Hornafirði, Axel Ó Vestmannaeyjum. KÖRFUBOLTI Peter Öqvist, lands- liðsþjálfari karla í körfubolta, hefur tilkynnt þá tólf leikmenn sem munu taka þátt í Norður- landamótinu í Sundsvall í Svíþjóð sem hefst um helgina. Jón Arnór Stefánsson er í liðinu ásamt öllum atvinnumönnum Íslands en Öqvist valdi líka tvo nýliða í hópinn, Grindvíkinginn Ólaf Ólafsson og hinn 19 ára gamla Hauk Helga Pálsson. Logi Gunnarsson er aldursforseti liðsins, sá sem hefur spilað flesta landsleiki (76) og hefur skorað flest stig (966). Hlynur Bæringsson mun taka við fyrirliðabandinu af Magnúsi Þór Gunnarssyni. - óój Íslenski NM-hópurinn: 4 Brynjar Þór Björnsson, KR 9 landsleikir (þar af 0 í byrjunarliði), 29 stig 5 Haukur Helgi Pálsson, Maryland Nýliði í A-landsliði karla 6 Jakob Sigurðarson, Sundsvall, Svíþjóð 44 landsleikir (24), 367 stig 7 Finnur Atli Magnússon, KR 2 landsleikir (0), 0 stig 8 Hlynur Bæringsson, Sundsvall, Svíþjóð 47 landsleikir (35), 442 stig 9 Jón Arnór Stefánsson, Granada, Spáni 50 landsleikir (39), 620 stig 10 Helgi Már Magnúss., Uppsala, Svíþjóð 62 landsleikir (24), 399 stig 11 Ólafur Ólafsson, Grindavík Nýliði í A-landsliði karla 12 Pavel Ermolinskij, KR 14 landsleikir (11), 65 stig 13 Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík 16 landsleikir (1), 53 stig 14 Logi Gunnarsson, Solna, Svíþjóð 76 landsleikir (47), 966 stig 15 Sigurður Gunnar Þorsteinss., Keflavík 21 landsleikir (10), 87 stig NM-hópur Íslands í körfu: Hlynur fyrirliði REYNSLUBOLTAR Jón Arnór, Logi og Hlynur, nýr fyrirliði. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohn- sen er orðinn leikmaður AEK í Grikklandi. Það verður tíunda atvinnumannafélagið hans á ferl- inum og það fimmta síðan hann yfirgaf Barcelona fyrir tveim- ur árum. Eiður Smári skrifaði undir tveggja ára samning í gær, eignaði sér treyju númer 22 og var kynntur til leiks á vel sóttum blaðamannafundi í gær. Eiður Smári byrjaði þó ekki vel því hann mætti hálftíma of seint á fundinn þar sem faðir hans, Arnór Guðjohnsen, lenti í umferð- arteppu í Aþenu. Eiður Smári vildi ekki byrja fundinn án föður síns og umboðsmanns. Eiður bað þó alla viðstadda afsökunar á töf- inni um leið og hann hóf fundinn. Stavros Adamidis, hinn 37 ára forseti AEK, brosti út að eyrum á blaðamannafundinum um leið og hann bauð Eið Smára velkominn. „Það fylgir því mikill heiður og ánægja að geta kynnt leikmann eins og Guðjohnsen. Hann mun koma með mikil gæði inn í okkar lið og þetta er ein af stærstu leik- mannakaupunum í sögu okkar félags. Ég vil bjóða Guðjohnsen velkominn í stærsta félagið í Grikklandi. Þetta er stór dagur fyrir AEK og fyrir gríska knatt- spyrnu,“ sagði Adamidis. Eiður Smári var á leiðinni í West Ham þegar hann frétti af freistandi tilboði frá Arnari Grétars syni og félögum hjá AEK. „Forsetinn og Arnar sann- færðu mig um að þetta væri rétta áskorunin fyrir mig. Ég vissi ekki mikið um félagið fyrir fram en ég vil fá að taka þátt í að skrifa sögu AEK. Ég hreifst strax af metnaði forsetans og áhuga hans á að fá mig til félagsins,“ sagði Eiður Smári á blaðamannafundin- um. Hann sagðist ekki þekkja mikið til leikmanna liðsins en hafði heyrt að þetta væri góð blanda af yngri og eldri leik- mönnum. „Ég lofa aldrei einhverju sem ég get ekki staðið við. Ég lofa því aðeins að klæðast AEK-bún- ingnum stoltur og gera mitt allra besta. Þetta er ný áskorun fyrir mig. Ég veit ekki alveg hvað ég er að fara út í,“ sagði Eiður Smári sem var líka spurður út í form- ið, sem hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir yfirlýs- ingar Tony Pulis, stjóra Stoke, í fyrra. „Þeir sem efast um leikform og líkamlegt ástand mitt fá svör við þeim vangaveltum inni á vell- inum. Það er ekki til neins að svara því hér. Ég ætla að svara því inni á vellinum. Ég ætla að reyna að spila minn besta bolta og ná árangri með AEK. Það var mikilvægt fyrir AEK að félagið skyldi vinna bikarinn í fyrra en ég vil gera enn stærri hluti með félaginu á þessu tímabili,“ sagði Eiður Smári. Eiður viðurkenndi að móttökurnar á flugvellinum á mánudaginn hefðu haft mikil áhrif á hann. „Þegar ég lenti á flugvellinum þá rann það strax upp fyrir mér að væntingarnar til mín eru gríðarlegar og það verður mikil pressa á mér. Það er samt alltaf pressa í fótbolta og við verðum bara að vinna í því að nýta hana rétt. Ég hef mikla reynslu af því að spila fótbolta undir pressu. Ég verð ánægður ef stuðningsmennirnir fá tækifæri til að fagna í lok tímabilsins,“ sagði Eiður Smári. Eiður Smári er ekki alfarinn til Grikklands þrátt fyrir að hafa skrifað undir samning við AEK í gær. Hann mun fljúga aftur heim til Íslands til þess að ganga frá sínum málum áður en hann hittir nýju liðsfélagana. Eiður Smári mun síðan hitta AEK-liðið á fimmtudag eða föstudag en liðið er í æfingaferð í Slóveníu. ooj@frettabladid.is Miklar væntingar gerðar til mín „Þetta er stór dagur fyrir AEK og fyrir gríska knattspyrnu,“ sagði forseti AEK þegar hann tilkynnti Eið Smára Guðjohnsen sem nýjan leikmann félagsins í gær. Eiður Smári mætti seint á blaðamannafundinn en baðst afsökunar á því enda ekki gott að byrja í mínus hjá kröfuhörðum blaðamönnum í Grikklandi. EIÐUR SMÁRI Hittir liðsfélaga sína fyrst í æfingaferð í Slóveníu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Blikar fá tækifæri klukkan 18.45 í kvöld til þess að bjarga andlitinu og reyna jafnframt að enda sjö leikja taphrinu íslenskra liða í forkeppni Meistaradeildarinnar. Blikar fá norsku meistarana í Rosenborg í heimsókn á Kópavogsvöllinn en Rosenborg vann fyrri leikinn í Þrándheimi 5-0 fyrir viku. Það var sjöunda tap ríkjandi Íslandsmeistara í röð í forkeppni Meistaradeildarinnar en FH (2010 og 2009) og Valur (2008) töpuðu öllum sínum leikjum. FH slapp síðast við tap þegar liðið náði 1-1 jafntefli á útivelli á móti Bate Borisov frá Hvíta- Rússlandi 8. ágúst 2007. FH var líka síðasta liðið til að vinna leik í forkeppni Meistaradeildarinnar þegar liðið vann 4-1 sigur á HB frá Færeyjum 18. júlí 2007. Síðan hafa Íslandsmeistarar leikið tíu leiki í röð í Evrópukeppni án þess að vinna. - óój Forkeppni Meistaradeildar: Sjö töp í röð FYRIR STOLTIÐ Blikar þurfa að snúa bökum saman í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Pepsi-deild kvenna Grindavík-Valur 0-6 0-1 Dagný Brynjarsdóttir (30.), 0-2 Thelma Björk Einarsdóttir (33.), 0-3 Kristín Ýr Bjarnadóttir (37.), 0-4 Caitlin Miskel (39.), 0-5 Rakel Logadóttir (54.), 0-6 Kristín Ýr Bjarnadóttir (67.) KR-Afturelding 0-3 0-1 Marcia Rosa Silva (18.), 0-2 Anna Garðarsd. (26.), 0-3 Íris Dóra Snorradóttir (54.) Fylkir-Stjarnan 1-4 0-1 Gunnhildur Yrsa Jónsd. (4.), 0-2 Gunnhildur (15.) 0-3 Ashley Bares (17.), 0-4 Gunnhildur (73.), 1-4 Anna Björg Björnsdóttir (78.) STAÐA EFSTU LIÐA Í DEILDINNI: Stjarnan 10 9 0 1 29-7 27 Valur 10 8 1 1 29-8 25 ÍBV 10 6 2 2 18-5 20 Þór/KA 10 6 1 3 20-21 19 1. deild karla Þróttur-ÍA 0-6 Ólafur Valur Valdimarsson 2 (55., 61.), Arnar Már Guðjónsson (27.), Ragnar Leósson (42.), Gary Martin (50.), Einar Logi Einarsson (90.+3). STAÐA EFSTU LIÐA Í DEILDINNI: ÍA 13 12 1 0 39-5 37 Selfoss 12 8 1 3 25-12 25 Haukar 12 6 2 4 17-13 20 Þróttur R. 13 6 2 5 16-21 20 BÍ/Bolungarvík 12 6 1 5 17-22 19 ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Stjörnukonur eru áfram með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir leiki gærkvöldsins. Stjarnan og Valur, toppliðin í Pepsi-deild kvenna, unnu bæði leiki sína á útivelli en Afturelding vann síðan 3-0 útisig- ur á KR í þriðja leiknum. Þetta var fyrsti deildarsigur Mosfells- liðsins síðan í maí. Gunnhildur Yrsa Jónsdótt- ir kom Stjörnunni yfir strax á fjórðu mínútu með skalla eftir hornspyrnu Soffíu Gunnars- dóttur og ellefu mínútum síðar skoraði Gunnhildur aftur eftir stoðsendingu frá Soffíu. Ashley Bares skoraði síðan þriðja markið tveimur mínútum síðar og Stjarn- an var því komin í 3-0 eftir aðeins 17 mínútna leik. Gunnhildur inn- siglaði þrennu sína 17 mínútum fyrir leikslok með skalla eftir hornspyrnu frá Ingu Birnu Frið- jónsdóttur áður en Anna Björg Björnsdóttir minnkaði muninn. Valskonur komust aftur á sigur- braut með 6-0 stórsigri á botnliði Grindavíkur. Dagný Brynjars- dóttir opnaði marka reikninginn eftir hálftíma leik og í framhald- inu skoraði Valsliðið þrjú mörk til viðbótar á næstu tíu mínútum. Eftir það voru úrslitin ráðin en Valsliðið bætti við tveimur mörk- um í seinni hálfleik. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö marka Vals. Afturelding sótti þrjú stig á KR-völlinn og vann þar sinn fyrsta deildarsigur síðan í maí- mánuði. Afturelding komst líka upp fyrir KR og upp í 7. sætið með þessum 3-0 sigri. Marcia Rosa Silva skoraði fyrsta markið og nýju stelpurnar í Mosfellsbæn- um, Anna Garðarsdóttir (beint úr aukaspyrnu) og Íris Dóra Snorra- dóttir, skoruðu báðar í sínum fyrsta leik með liðinu. - óój Stjarnan og Valur með góða sigra í Pepsi-deild kvenna: Stjörnustúlkur eru áfram á siglingu ÞRENNA FYRIRLIÐANS Stjörnustelpur fagna Gunnhildi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.