Fréttablaðið - 20.07.2011, Page 16

Fréttablaðið - 20.07.2011, Page 16
20. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Marta Hannesdóttir Elliheimilinu Grund, áður til heimilis að Sólvallagötu 60, Reykjavík, lést föstudaginn 15. júlí sl. Jarðarförin auglýst síðar. F.h. ættingja, Margrét Jónsdóttir Árni Ingólfsson Gunnar Jónsson Kristín Kristinsdóttir Lárus Jónsson Sonja Egilsdóttir Ágúst Jónsson Ingibjörg Benediktsdóttir Guðrún Jónsdóttir Ari Guðmundsson 70 ára afmæli Kristjana G. Jóhannesdóttir Þann 20. júlí verður Kristjana G. Jóhannesdóttir 70 ára gömul. Hún tekur á móti ætting jum og vinum laugardaginn 23. júlí kl. 16-19 í matsal VHE Melabraut 21, Hafnarfi rði. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Ólafur Þorkelsson Efstasundi 28, sem lést á hjúkrunarheimilinu Mörkinni miðvikudag 13. júlí, verður jarðsunginn frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð föstudaginn 22. júlí kl. 15.00. Anna Lísa Jóhannesdóttir Þorkell P. Ólafsson Margrét Elíasdóttir Ólafur H. Ólafsson Jóhanna K. Arndal barnabörn Elskulegur bróðir minn, mágur, fósturbróðir og frændi, Sverrir Arnkelsson Álfheimum 52, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. júlí kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Gísli Arnkelsson Katrín Guðlaugsdóttir Júlíana Ruth Woodward og fjölskyldur. Ástkær bróðir okkar, Guðmundur Sigurðsson frá Arnarhvoli, Breiðdalsvík, sem andaðist föstudaginn 15. júlí sl. á hjúkrunarheim- ili aldraðra að Höfn Hornafirði, verður jarðsunginn frá Heydalakirkju í Breiðdal laugardaginn 23. júlí kl. 14.00. Bergþóra Sigurðardóttir Helga Sigurðardóttir. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, Alda Andrésdóttir Hæðargarði 29, Reykjavík, er lést 13. júlí sl., verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn 21. júlí kl. 15.00. Auður Þórarinsdóttir Bjarni Jóhannesson Þórarinn Árni Bjarnason Bryndís Bjarnadóttir Gunnar Ólafsson er níræður í dag. Hann gerðist skipstjóri ungur að aldri og sigldi fiskiskipum, Eldborg og Akra- borginni sálugu. Síðar söðlaði hann um og setti af stað síldarsöltunarstöð í Mjóafirði á Austfjörðum. Þá átti hann hlut í útflutningsfyrirtækinu Andra. Síðar stofnaði hann fiskútflutnings- fyrirtækið Norðurhaf sem hann seldi svo til SÍF (Samtaka íslenskra fiski- manna) fyrir tíu árum, en þar vann hann síðustu ár starfsævinnar, eða til 82 ára aldurs. „Ég hef aldrei séð jafn mikið eftir neinu eins og að hætta að vinna en það passaði mér einfaldlega ekki að sitja á skrifsborðsstól og horfa út í loftið,“ segir Gunnar. Hann var einungis 25 ára þegar hann hóf störf sem skip- stjóri og starfaði sem slíkur í þrjátíu ár. Gunnar sigldi flestöll stríðsárin og spurður hvort því hafi ekki fylgt áhætta segir hann svo eflaust vera en að hann hafi lítið velt því fyrir sér þá. „Ég útskrifaðist úr Stýrimanna- skólanum 21 árs gamall. Það þótti gott að komast í stýrimannastöðu þetta snemma og maður hugsaði ekki lengra.“ En hvernig var að sigla Akraborg- inni? „Það var bara ágætt. Það er samt miklu meira líf sem fylgir því að vera fiskimaður. Vissulega sá maður nýja og nýja farþega en þessu fylgdi þó mikil rútína. Menn þurfa að gefa sig allan í sjómennskuna og það átti vel við mig.“ Gunnar er fæddur og uppalinn á Akranesi, bjó lengi vel í Borgarnesi en fluttist til Reykjavíkur árið 1962. Síld- arsöltunarstöðina fyrir austan setti hann upp með Vilhjálmi Hjálmarssyni og eigendum Sólfara á Akranesi en þegar síldveiðinni lauk sneri hann sér að fyrirtækjarekstri sem fyrr segir. „Þá var ég umboðsmaður Abba í Sví- þjóð, þó ekki hljómsveitarinnar heldur matvælafyrirtækisins,“ segir hann og hlær en það átti í miklum viðskiptum við íslenskan sjávarútveg. Gunnar er kvæntur Dýrleifu Hall- grímsdóttur og eiga þau fjögur börn; tvær dætur og tvo syni. Hann ætlar að fagna afmælinu í faðmi þeirra. vera@frettabladid.is GUNNAR ÓLAFSSON, FYRRVERANDI SKIPSTJÓRI: ER NÍRÆÐUR Í DAG FISKIRÍINU FYLGDI MIKIÐ LÍF Gunnar var skipstjóri í þrjátíu ár. Hann sigldi fiskiskipum og Akraborginni en sneri sér síðar að fiskútflutningi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SIR EDMUND HILLARY (1919-2008) fæddist þennan dag. „Það er ekki fjallið sem við sigrum heldur við sjálf.” Ólafur, krónprins Noregs, afhjúpaði styttu af Snorra Sturlusyni á Snorrahátíð í Reykholti í Borgarfirði þennan dag árið 1947. Styttan er eftir Gustav Vigeland og var gjöf frá Norðmönnum. Hátíðin í Reykholti hófst með því að Ólafur krónprins, forseti Íslands, ríkis- stjórnin og erlendir gestir gengu til sæta á palli sem reistur var við styttuna. Á meðan lék Lúðrasveit Reykjavíkur, undir stjórn A. Klahn, Hyllingarmars úr Sigurði Jórsalafara eftir Grieg. Að því búnu setti forseti Íslands hátíðina og Davíð Stefánsson flutti kvæði, ort af þessu tilefni. Meðal þess sem krónprinsinn sagði er hann afhenti styttuna var: „… við Norð- menn viljum lýsa, á varanlegan hátt, í hve mikilli þakkarskuld við teljum okkur vera við þennan ódauðlega sagnaritara.“ Heimild/Öldin okkar ÞETTA GERÐIST: 20. JÚLÍ 1947 Snorrastytta afhjúpuð í Reykholti MEXÍKÓSK- BANDARÍSKI GÍTAR- LEIKARINN CARLOS SANTANA er 64 ára. ÁSTA SIGHVATS ÓLAFS- DÓTTIR leikkona er 39 ára. BRIAN PILKINGTON mynd- listarmaður er 61 árs. DÓRA S. BJARNASON prófessor er 64 ára. AFMÆLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.